Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 10000 svör fundust
Hvernig virka COVID-heimapróf?
Upprunalega spurningin var: Hvernig mæla COVID-heimapróf smit? Algengustu heimaprófin sem mæla kórónuveirusmit byggja á svokallaðri mótefnaskiljun (e. immunochromatography), en nafnið er dregið af því að mótefni gegn prótínum SARS-CoV-2-veirunnar eru notuð til að mæla hvort veiran sé til staðar í sýni eða e...
Hvað er það í mjólkurafurðum sem veldur óþoli hjá ungbörnum?
Spurningunni fylgdi eftirfarandi skýring:Ég er með 3 vikna barn á brjósti. Ég borðaði mikinn mjólkurmat (skyr, AB-mjólk, súrmjólk, osta) og drakk mörg mjólkurglös á dag. Barnið var mjög órólegt fljótlega á 2. viku, allan sólarhringinn. Ég ráðfærði mig við hjúkrunarfræðinginn sem nefndi við mig að hætta að neyta mj...
Hvers vegna er talað um gúrkutíð þegar lítið er um að vera í fréttum?
Orðið gúrkutíð í merkingunni 'fréttasnauður tími' er fengið að láni úr dönsku, agurketid. Það er aftur á móti fengið úr þýsku. Þar er talað um Sauregurkenzeit, það er tíma (Zeit) sýrðra (saure) gúrkna (Gurken). Sýrðar gúrkur eru sérstakar litlar gúrkur sem lagðar eru í edikslög og hafðar sem meðlæti með kjöti ...
Hvernig fundu þeir sem vinna á vefnum um Íslendingabók allar þessar upplýsingar um Íslendinga?
Upphaflegur grunnur ættfræðiforritsins Íslendingabókar eru fjórar skrár:manntalið 1703manntalið 1801manntalið 1910Þjóðskrá frá árinu 1967 til dagsins í dag.Í þessum heimildum eru meðal annars upplýsingar um búsetu og aldur nafngreindra einstaklinga og einnig er hægt að sjá innbyrðis tengsl þeirra sem búa á sama st...
Hvað er vitað um nornirnar þrjár sem spá fyrir um framtíðina í grískri goðafræði?
Hér er líklegast átt við örlaganornirnar þrjár, sem Grikkir nefndu moirai en gríska orðið moira þýðir hlutskipti. Á myndinni hér til hliðar sjást þær á refli frá 16. öld. Örlaganornirnar vissu og réðu hlutskiptum manna allt frá fæðingu. Þær hétu Klóþó, Lakkesis og Atropos. Klóþó er „sú sem spinnur“ en hún var tali...
Hvenær verður næsti sólmyrkvi sem mun sjást frá Íslandi?
Sólmyrkvi (e. solar eclipse) verður þegar tunglið gengur milli sólar og Jarðar svo tunglið myrkvar sólina að hluta til eða í heild frá Jörðu séð. Það gerist aðeins þegar sólin, tunglið og Jörðin eru í beinni línu (kallað raðstaða eða okstaða). Ár hvert verða á milli tveir til fimm sólmyrkvar á Jörðinni. Seinast...
Hvað veldur jarðskjálftum?
Ysta lag jarðarinnar, jarðskorpan, er samsett úr mörgum flekum sem hreyfast hver miðað við annan. Flekarnir ýmist nuddast saman á hliðunum, eins og til dæmis á Suðurlands- og Tjörnesbrotabeltunum, ýtast hvor frá öðrum, þannig að ný skorpa myndast, samanber gosbeltin, eða þrýstast hver undir annan þannig að gömul s...
Hver var Joseph A. Schumpeter og hvaða áhrif hafði hann á hagfræðina?
Joseph Alois Schumpeter (1883-1950) er einn merkasti hagfræðingur 20. aldar. Hann fæddist í borginni Třešť sem nú er í Tékklandi en tilheyrði þá Austurísk-Ungverska keisaradæminu en foreldrar hans voru Þjóðverjar. Hann nam lögfræði í Vínarháskóla undir leiðsögn Eugen von Böhm-Bawerk og lauk doktorsprófi ...
Getið þið sagt mér eitthvað um stjörnumerkið Litlabjörn?
Litlibjörn (lat. Ursa Minor) er stjörnumerki við norðurpól himins, fremur dauft og lítt áberandi. Merkið var eitt hinna 48 stjörnumerkja sem gríski stjörnufræðingurinn Ptólemaíos skrásetti á 2. öld e.Kr. Litlibjörn er pólhverft stjörnumerki frá Íslandi séð sem þýðir að það er alltaf fyrir ofan sjóndeildarhring. Í ...
Er hægt að vera lesblindur á kínverskt myndletur?
Já, það er hægt, en stundum sést öðru haldið fram. Má líklega kenna því um að árið 1971 birtist í hinu virta vísindatímariti Science grein eftir Rozin, Poritsky og Sotsky undir heitinu „Bandarísk börn, sem eiga við lestrarerfiðleika að glíma, geta auðveldlega lært að lesa ensku sem er rituð með kínverskum táknum“....
Er hægt að lifa án hormóna?
Nei, það er ekki hægt að lifa án hormóna, að minnsta kosti ekki eðlilegu lífi. Hormón teljast til boðefna líkamans. Þau stjórna þroska hans og vexti og sjá um að halda alls kyns starfsemi líkamans í jafnvægi. Hormón eru lífræn efni af ýmsum gerðum. Þau eru mynduð í svokölluðum innkirtlum (e. endocrine glands) ...
Geta tvíburar átt hvor sinn föðurinn?
Já, það er möguleiki á að tvíeggja tvíburar eigi hvor sinn föður. Þá losna tvö egg í sama tíðahring hjá móðurinni og ef hún hefur samfarir við tvo menn í kringum egglosið getur sáðfruma frá þeim báðum frjóvgað sitt hvort eggið. Þetta er mjög sjaldgæft en mögulegt. Tvíburarnir og hálfbræðurnir Marcus og Lucas me...
Hvað er vitað um halastjörnuna sem Rosetta-geimfarið á að kanna?
Rosetta er ómannaður rannsóknarleiðangur Geimvísindastofnunar Evrópu (ESA) til halastjörnunnar 67P/Churyumov-Gerasimenko. Rosetta var skotið á loft 2. mars árið 2004 og fer á braut um halastjörnuna í ágúst 2014. Með í för er lítið lendingarfar sem á að lenda á halastjörnunni í nóvember 2014, en þetta er í fyrsta s...
Af hverju deyr fólk?
Það má nálgast þessa spurningu á margan hátt, það er hægt að vera með heimspekilegar vangaveltur um líf og dauða (sem þó verður ekki gert hér), skoða hvað það er sem gerist í líkamanum sem veldur því að við deyjum og einnig má skoða hvað það er sem helst dregur okkur til dauða. Það eru ýmsar ástæður fyrir því ...
Hvaða mannsnafni getur þú hent í annan?
Við svörum yfirleitt ekki gátum eða þrautum sem okkur eru sendar. Bæði eru þær strangt tekið utan við verksvið okkar og auk þess er lesendum yfirleitt lítill greiði gerður með því að fá svör við gátum án þess að þurfa að velta þeim fyrir sér. Venjulega gera menn þá kröfu til slíkra þrauta að þær hafi eina og að...