Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 2650 svör fundust

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvað er þversumma?

Ef við tökum einhverja náttúrlega tölu, það er jákvæða heiltölu eins og 6, 16, 306 eða 1498, þá getum við lagt saman tölustafi hennar. Útkoman fyrir tölurnar hér að ofan er 6: 6, 16: 1 + 6 = 7, 306: 3 + 0 + 6 = 9 og 1498: 1 + 4 + 9 + 8 = 22 Þetta eru þversummur talnanna. Hið sama má auðvitað gera fyrir hvaða ...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvernig er hægt að fara spönn frá rassi? Hvað er átt við með því?

Orðið spönn er ákveðin mælieining ‛þriðjungur úr alin, bilið milli góma þumalfingurs og litlafingurs (eða vísifingurs) útglenntra’. Orðasambönd með spönn og rassi eru til í fleiri en einni gerð. Elst dæmi í söfnum Orðabókar Háskólans er um að sjá ekki spönn úr rassi, það er að sjá nánast ekkert og er það úr ...

category-iconLögfræði

Getur Alþingi sem nú situr lögfest nýju stjórnarskrána?

Stutta svarið við spurningunni er einfaldlega nei. Alþingi sem nú situr getur ekki lögfest „nýju stjórnarskrána“. Alþingi getur hins vegar samþykkt frumvarp Stjórnlagaráðs eins og hvert annað frumvarp, sé meirihluti fyrir því á Alþingi. Ef til þess kæmi þyrfti síðan að rjúfa þing og boða til kosninga. Ef frumv...

category-iconVísindafréttir

Metár og meira en milljón lesendur 2020

Notendur Vísindavefs HÍ fóru í fyrsta sinn yfir eina milljón á síðasta ári. Samkvæmt tölum Modernus sem rekur samræmda vefmælingu á Íslandi voru notendur Vísindavefsins um 1.300.000 og fjölgaði þeim um rúm 32% frá árinu 2019. Flettingar jukust um rúmlega 13% á milli ára og nálgast nú fjórar milljónir. Flettingar h...

category-iconHagfræði

Hvert var framlag Adams Smiths til hagfræðinnar?

Nú á tímum er Adams Smiths einkum minnst fyrir framlag sitt til hagfræðinnar og er Auðlegð þjóðanna (An Inquiry into the Nature and Causes of the Wealth of Nations) oft sögð marka upphaf hagfræðinnar sem vísindagreinar. Auðlegð þjóðanna er löng bók, tæplega eitt þúsund blaðsíður að lengd. Hún er í fimm mislöngum h...

category-iconHugvísindi

Hvað getið þið sagt mér um fyrstu nunnurnar á Íslandi?

Meira en 300 ár liðu frá því að Ingólfur Arnarson steig hér á land árið 874 og þar til fyrsta nunnuklaustrið var stofnað á Íslandi. Samt sem áður greina ýmsar heimildir frá þessu tímabili frá konum, oft ekkjum, sem kusu að helga sig kristinni trú og bænahaldi, stundum eftir stormasama ævi. Þannig segir Laxdæla að ...

category-iconJarðvísindi

Hvernig getur salt myndast í námum og hvaða hráefni þarf í salt?

Saltnámur eru uppgufunarset, það er að segja set sem verður til við það að vatn gufar upp og efni sem voru uppleyst í því falla til botns. Saltnámurnar myndast nánar tiltekið við uppgufun úr heitum innhöfum sem og úr stöðuvötnum þar sem uppgufun er jöfn innstreymi í vatnið eða hraðari. Dæmi um hið síðarnefnda eru ...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hver er upprunaleg merking orðsins „sauður“?

Spurningin í fullri lengd hljóðaði svona: Á íslensku er stundum talað um sauðfé í stað fjár eða kinda en einnig er til sauðnaut. Spurningin mín er því: Hvað merkir forskeytið "sauð" og enn fremur hver er upprunaleg merking orðsins "sauður". Orðin fé, sauður og sauðfé eru öll gömul í málinu en kind hafði til fo...

category-iconSagnfræði: Íslandssaga

Eru Íslendingasögurnar skáldskapur eða voru hetjur þeirra raunverulega til?

Í heild hljóðuðu spurningarnar svona: Teljast Íslendingasögurnar til skáldverka eða eru hetjur þeirra, s.s. Grettir sterki, Gunnar á Hlíðarenda og Gísli Súrsson, raunverulegar persónur sem sannanlega voru til? Eru Íslendingasögurnar sögulegar heimildir eða eru þær skáldskapur? Einfaldast er að skilgreina Ís...

category-iconJarðvísindi

Af hverju eru sum hraun svört en önnur rauð?

Rautt gjall, til dæmis í Rauðhólum við Reykjavík og í Seyðishólum í Grímsnesi, þiggur lit sinn af smásæjum kornum af steindinni hematíti (blóðsteini, Fe2O3) sem er oxíð af þrígildu járni (Fe3+). Í basaltbráð er tvígilt járn (Fe2+) yfirgnæfandi og við kólnun og kristöllun binst þrígilda járnið því tvígilda og mynda...

category-iconEfnafræði

Hvort frýs heitt eða kalt vatn hraðar?

Spurningin hljóðaði upphaflega svona: Hvort frystist heitt eða kalt vatn betur? Gert er ráð fyrir að í upprunalegu spurningunni sé spurt um hvort heitt eða kalt vatn frjósi hraðar. Stutta svarið við þeirri spurningu (að mati höfundar) er nei, heitt vatn frýs ekki hraðar en kalt vatn. Málið er hins vegar f...

category-iconMálvísindi: almennt

Eru öll orð sem við notum venjulega í okkar máli til á táknmáli?

Þegar tvö tungumál eru borin saman er alltaf munur til staðar; hljóðkerfið er ólíkt, beygingakerfið og setningafræðin sömuleiðis. Þetta á líka við þegar kemur að orðaforða tveggja mála. Hann er aldrei nákvæmlega eins. Til dæmis er ekki til orð á ensku sem þýðir nákvæmlega það sama og íslenska sögnin nenna. Hins ve...

category-iconLífvísindi: almennt

Hvers vegna verða laufblöðin gul og rauð á haustin?

Ástæða þess að vel flestar plöntur eru grænar er sú að laufblöð þeirra hafa að geyma mikið magn af litarefninu klórófíl eða blaðgrænu, en það gegnir lykilhlutverki við ljóstillífun hjá plöntum. Í plöntufrumum er blaðgræna staðsett í grænukornum, en svo nefnast þau frumulíffæri þar sem ljóstillífun fer fram. Í gr...

category-iconLögfræði

Er ölvun á almannafæri bönnuð á Íslandi?

Spurningin í heild sinni hljóðaði svona:Er ölvun á almannafæri bönnuð á Íslandi, hvað felst í því? Getur maður sem dettur í það á bar ekki labbað heim án þess að brjóta lögin?Um þetta er fjallað í 21. gr. áfengislaga nr. 75/1998: Hver sá sem sökum ölvunar veldur óspektum, hættu eða hneyksli á almannafæri, opinberu...

category-iconUnga fólkið svarar

Hvar í Evrópu er Albanía?

Hið albanska nafn landsins er Rebublika e Shqipërisë. Albanir nefna þjóð sína sjálfir shqiptarë sem þýðir „synir arna“. Albanía er á vesturhluta Balkanskagans við Otranosund. Flatarmál þess er 28.748 km2, mesta lengd frá norðri til suðurs er 340 km og frá austri til vesturs 157 km. Norðvestan Albaníu liggur Sva...

Fleiri niðurstöður