Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 1483 svör fundust

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvaða 'síðkast' er átt við, þegar menn segja 'upp á síðkastið'?

Ekki er fullljóst hvernig orðasambandið upp á síðkastið ‘undanfarið’ er hugsað. Orðabók Háskólans á elst dæmi úr tveimur ritum Jóns Ólafssonar úr Grunnavík frá miðri 18. öld og er það notað skýringalaust. Það kemur fyrst inn í orðabækur í Supplement til islandske ordbøger eftir Jón Þorkelsson 1894–1897 og aðeins g...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvernig líta hrefnur út?

Hrefnan (Balaenoptera acutorostrata) er ein sex hvalategunda sem tilheyra ætt reyðarhvala (Balaenopteridae), en reyðarhvalir eru í undirættbálki skíðishvala (Mysticeti). Útliti hrefnunnar er kannski best lýst með mynd. Hrefnan er svipuð öðrum reyðarhvölum að vexti. Litur hennar er yfirleitt svartur eða dökkgr...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvað er afturkreistingur og hvaðan er orðið komið?

Orðið afturkreistingur er notað um vanþroska mann eða dýr. Einnig er notað afturkreista um hið sama. Fá dæmi eru um afturkreisting í söfnum Orðabókar Háskólans. Í safni úr talmáli eru aðeins fjórar heimildir og eru þau af sunnanverðu landinu. Heimildarmönnum ber saman um að átt sé við framfaralitlar skepnur og ves...

category-iconSálfræði

Hvað getið þið sagt mér um andaglas? - Myndband

Vísindavefnum berast reglulega spurningar um ýmiss konar yfirnáttúrlega hluti, svo sem stjörnuspeki, galdra og drauga. Þessum spurningum er sjaldan svarað, þar sem yfirnáttúruleg fyrirbæri eru samkvæmt skilgreiningu ekki viðfang vísindanna. Þótt hér verði fjallað um slíkt er það því ekki til marks um að þessi þuma...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvaða lög fjalla um innflutning fugla?

Um innflutning dýra, þar með talið fugla, er fjallað í lögum nr. 54/1990. Í 1. gr. þeirra laga eru dýr skilgreind svo: „öll lifandi landdýr, bæði hryggdýr og hryggleysingjar, að undanskildum manninum, og lagardýr sem lifa að hluta eða öllu leyti í fersku vatni.“ Í reglugerð nr. 935/2004 um innflutning gæludýra og ...

category-iconJarðvísindi

Hverjar eru nýjustu hugmyndir um aldur landnámslagsins og Eldgjárhrauna?

Í stuttu máli myndaðist landnámslagið um 877 og Eldgjárhraun um 939 e.Kr. Í framhaldinu er saga þessara aldursgreininga rakin stuttlega. Landnámslagið Þegar fornleifafræðingar voru að grafa upp rústir á Stöng og víðar í Þjórsárdal árið 1939 var Sigurði Þórarinssyni jarðfræðingi falið að freista þess að ákvarð...

category-iconJarðvísindi

Hvernig varð Bláa lónið til?

Bláa lónið er fjölsóttasti ferðamannastaður Íslands en þangað koma um 90% allra erlendra ferðamanna sem heimsækja landið. Lónið er þekkt víða um heim fyrir fegurð sína þar sem það liggur furðublátt í kolsvörtu hrauninu við Svartsengi. Orðstír Bláa lónsins er þó ekki síður tilkominn vegna eiginleika baðvatnsins, se...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvernig eiga hestar samskipti sín á milli?

Hestar eru einstaklega félagslyndar skepnur. Forfeður þeirra voru dýr sléttunnar og þar er gott að vera í hóp til að geta falið sig í fjöldanum þegar rándýr eru á ferðinni. Það er því sterkt í eðli þeirra að flýja hættu og eins og allir vita þá fara þeir hratt yfir. Aðlögun að sléttulífi og félagslyndi sýnir sig b...

category-iconMálvísindi: íslensk

Er þörf á staðlaðri stafsetningu í íslensku ritmáli?

Með hugtakinu staðlaðri stafsetningu er átt við sameiginlegar og yfirleitt opinberar reglur um hana. Fyrstu opinberu stafsetningarreglurnar hér á landi eru ekki eldri en frá 1918 (sjá Jón Aðalstein Jónsson 1959:110–111) og saga opinberra reglna um stafsetningu nær því aðeins aftur um liðlega eina öld. Aðrar opi...

category-iconHugvísindi

Voru Camelot og Excalibur til?

Menn hafa reynt að tengja Camelot við ýmsa staði í Suðvestur-Englandi eins og Tintagel, en ekki er hægt að fullyrða margt um þau tengsl. Sverð báru oft heiti snemma á miðöldum (samanber Tyrfing í Hervarar sögu og Heiðreks). Á sama hátt endurspeglar hugmyndin um Lindarlafðina (The Lady of the Lake) og sverð í vatni...

category-iconHeilbrigðisvísindi

Krabbameinsfrumur verjast með jákvæðri rafhleðslu. Getur verið að frumurnar losi sig við Ca-jónir, til að mynda +hleðslu?

Undirrituð kannast reyndar ekki við að krabbameinsfrumur beri jákvæða rafhleðslu eða verji sig með henni gegn einhverju, til dæmis lyfjum eða ónæmiskerfinu. Ca-jónir eru jákvætt hlaðnar þannig að ég get ekki alveg séð hvernig það ætti að ganga upp að frumurnar fengju jákvæða hleðslu með því að losa sig við þær. Ég...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvers vegna heitir sýslan Gullbringusýsla? Ef nafnið er dregið af fjallinu Gullbringu, hvers vegna var það þá valið?

Gullbringusýsla er fyrst nefnd í skjali frá árinu 1535 og náði hún yfir hluta hins forna Kjalarnesþings. Gullbringa er sýnd á herforingjaráðskortum sem hæðarbunga við suðaustanvert Kleifarvatn (308 m). Stefán Stefánsson sem kallaður var "gæd" (af "guide") taldi það þó hæpið, þar sem kunnugir menn á þessum slóðum h...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hver notaði fyrst orðið þjóðarsál?

Erfitt er að segja til um hver fyrstur notar eitthvert orð nema saga fylgi orðinu eins og dæmi eru um. Elsta dæmi um þjóðarsál í safni Orðabókar Háskólans er úr bréfi Valtýs Guðmundssonar til stjúpa síns árið 1910. Hann segir: „Hið andlega siðferði þjóðarinnar er spillt og lamað, þjóðarsálin sjúk.” Næsta dæmi er s...

category-iconTrúarbrögð

Hvar get ég séð eða lesið Tómasarguðspjall?

Í Tómasarguðspjalli eru varðveitt á annað hundrað munnmæla sem eignuð eru Jesú. Munnmælin minna um margt á spakmæli eins og Orðskviði Gamla testamentisins. Tómasarguðspjall tilheyrir svonefndum apókrýfum ritum Nýja testamentisins en það hugtak er meðal annars notað um ákveðin rit sem urðu útundan þegar safnað v...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Geta kettir séð sig í spegli?

Þegar kettir horfa í spegil sjá þeir spegilmynd sína líkt og við enda er sjón þeirra í meginatriðum eins og sjón okkar. Annað mál er hins vegar hvernig þeir túlka það sem þeir sjá í speglinum. Atferlisfræðingar telja að kettir þekki ekki sjálfa sig af spegilmyndinni. Þeir nálgast hana líkt og um annað dýr væri ...

Fleiri niðurstöður