Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 1422 svör fundust

category-iconFélagsvísindi

Hver er uppruni jólakattarins?

Ekki er til neitt einfalt og öruggt svar við þessari spurningu en það er einmitt það sem gerir jólaköttinn svo dularfullan og áhugaverðan. Aftur á móti eru til ýmsar heimildir sem gefa okkur vísbendingar um hvaðan þessi skepna gæti verið komin. Jólakötturinn er einn af mörgum svipuðum jólavættum sem þekkst hafa...

category-iconHugvísindi

Hvaða handrit Íslendinga töpuðust í brunanum í Kaupmannahöfn?

Einn voðalegasti atburður Íslandssögunnar er stórbruninn í Kaupmannahöfn haustið 1728. Mestur hluti miðbæjarins brann til kaldra kola, þar með talið háskólahverfið, að undanteknu háskólaráðshúsinu. Háskólabókasafnið eyðilagðist gjörsamlega og með því ótal handrit, meðal annars ófá íslensk handrit frá miðöldum. Stj...

category-iconHugvísindi

Getið þið sagt mér allt um Jónas Hallgrímsson?

Því miður getum við ekki sagt „allt“ um Jónas Hallgrímsson og það er kannski eins gott að við reynum það ekki. Það mundi örugglega æra óstöðugan ef við segðum lesendum okkar allt sem hefur verið skrifað og sagt um Jónas. Það er líka engin ástæða til að reyna að segja allt um Jónas Hallgrímsson þar sem mikið er ...

category-iconÞjóðfræði

Hvaðan eru eyrnamörk á búfénaði?

Eignarmörk voru hvarvetna nauðsynleg þar sem búfé gekk sjálfala um lengri eða skemmri tíma. Einfaldast var að skera með ýmsum hætti í eyru dýranna eða brennimerkja þau sem voru hyrnd. Einnig voru viðarmörk eðlileg þar sem rekavið bar á fjöru tiltekinnar jarðar og ekki voru strax tök á að hirða hann. Jafnvel þótti ...

category-iconSagnfræði: Íslandssaga

Hvaðan fengu Íslendingar flesta þræla sína og hvenær var þrælahald afnumið á Íslandi?

Þegar þrælar koma við íslenskar sögur og getið er um uppruna þeirra er langalgengast að þeir séu herfang víkinga, teknir á Bretlandseyjum, Skotlandi og eyjunum vestan og norðan Skotlands. Þannig segir í Landnámabók um Hjörleif Hróðmarsson, fóstbróður Ingólfs Arnarsonar, áður en hann fluttist til Íslands: „Hjörleif...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hver var fyrsta kvikmynd heims og hversu mikið hefur tækninni fleygt fram síðan þá?

Það hefur töluvert verið deilt um það hver fyrsta kvikmynd heims var. Flestir eru þó sammála um hvaða hreyfimynd hafi verið sú fyrsta í heimi. Árið 1878 tók enskur ljósmyndari að nafninu Eadweard Muybridge raðir mynda af hesti ríkisstjóra Kaliforníu á hlaupum. Út kom 3 sekúndna hreyfimynd þar sem hesturinn sést hl...

category-iconSálfræði

Hver var Guðmundur Finnbogason og hvað gerði hann merkilegt?

Guðmundur Finnbogason var einn fjölhæfasti menntamaður Íslendinga á fyrri hluta 20. aldar, brautryðjandi í skólamálum og sálfræði, ritstjóri Skírnis um árabil, hagur orðasmiður og höfundur frumlegrar kenningar um „samúðarskilninginn“. Guðmundur fæddist á Arnstapa í Ljósavatnsskarði 6. júní 1873. Hann var af fát...

category-iconJarðvísindi

Hvað hefur vísindamaðurinn Ármann Höskuldsson rannsakað?

Ísland er byggt upp af kviku er streymt hefur úr möttli jarðar undanfarnar ármilljónir. Núverandi yfirborð ofan sjávarmáls hefur að geyma jarðlög og sögu eldvirkni á Íslandi síðustu 17 milljónir ára. Yngstu jarðmyndanir Íslands eru frá eldgosinu í Holuhrauni 2014-2015. Eldgos er ekki bara eldgos, heldur síbreytile...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvað er „meme“ og er til íslenskt orð yfir það?

Breski líffræðingurinn Richard Dawkins kom fram með hugtakið meme í bók sinni The Selfish Gene sem kom út árið 1976 og fjallar um hópa, erfðir og náttúruval. Dawkins myndaði orðið meme með því að fella saman enska orðið gene og gríska orðið mimeme (μίμημα „það sem hermt er eftir“)....

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvernig komst „þjóð“ inn í heiti landsins Svíþjóð?

Upprunalega spurningin hljóðaði svona: Sverige er íslenskað Svíþjóð. Hvernig kemur „þjóð“ inn í þetta - og hvenær? Eru til eldri þýðingar? Orðið þjóð er allajafna haft um tiltekinn hóp fólks sem síðan má afmarka nánar eftir atvikum. Það er því sannarlega sérstakt að orðið Svíþjóð sé haft um sjálft landsvæðið þ...

category-iconSagnfræði: Íslandssaga

Hvernig og hvenær varð íslenski þjóðsöngurinn til?

Spurning Jóns Björns hljómaði svona: Mig langar til þess að forvitnast um allt er tengist íslenska þjóðsöngnum. Getið þið komið því á framfæri t.d. undir leitarorðunum, þjóðsöngur og íslenski þjóðsöngurinn? Þjóðsöngur er kvæði með lagi, flutt við hátíðleg tækifæri sem eins konar tákn um þjóðarvitund. Þjóðsöngv...

category-iconBókmenntir og listir

Af hverju nefndu íslenskir landnemar í Kanada byggð sína þar Gimli?

Spurningin í fullri lengd hljóðaði svona: Byggð Nýja Íslands í Kanada var nefnd Gimli. Hver er uppruni og þýðing þess orð, þ.e. af hverju var þetta orð öðrum fremur talið tilvísun til heimahaganna á Íslandi? Þegar spáð er í landnám íslenskra innflytjenda í Manitóbafylki í Kanada árið 1875 og mögulegar ástæð...

category-iconÞjóðfræði

Hvenær varð jóladagatal algengt á heimilum fólks?

Upprunalega spurningin hljóðaði svona:Hver er uppruni jóladagatalanna (þessara hefðbundnu með 24 gluggum sem opnaðir frá 1. - 24. desember) og hvenær bárust þau fyrst til Íslands? Eins og svo margir aðrir jólasiðir á jóladagatalið uppruna sinn í Þýskalandi en hefur væntanlega borist til Íslands frá Danmörku. Ef...

category-iconSagnfræði: Íslandssaga

Hvað er merkilegt við prentsmiðjuna í Hrappsey á 18. öld og hvers konar rit voru prentuð þar?

Frá því að prentverk var fyrst flutt til Íslands um 1530 höfðu kirkjunnar menn - með biskupinn á Hólum í fararbroddi - stjórnað bókaútgáfu í landinu og að vonum lagt höfuðáherslu á trúarleg rit. Einokun kirkjunnar á prentun bóka var ekki aflétt fyrr en 1773 með stofnun prentsmiðju i Hrappsey á Breiðafirði og urðu ...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hver er stofnstærð villiminks á Íslandi? Á hann sér einhverja náttúrulega óvini?

Stofnstærð villts minks á Íslandi Stærð íslenska minkastofnsins er óþekkt. Enn hefur engin tilraun verið gerð til að mæla hana þannig að einu vísbendingar um stofnstærðina eru veiðitölur frá veiðistjóraembættinu. Lítið er þó hægt að fullyrða um stofnstærðina út frá þeim en þær geta gefið vísbendingar um breytin...

Fleiri niðurstöður