Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 10000 svör fundust
Hver var Hektor í rómversku sögunni?
Hektor er ekki persóna í rómverskri sögu, heldur grískri. Hann var prins í Tróju, elsti sonur Príamosar konungs og Hekúbu drottningar og mesta hetjan í liði Trójumanna í Trójustríðinu. Lík Hektors borið til Tróju. Hektor vó Patróklos, vin Akkillesar, sem neitaði að berjast fyrir Grikki vegna deilna sinna vi...
Hver var fyrsti kvenforseti í heiminum?
Vigdís Finnbogadóttir, forseti Íslands frá 1. ágúst 1980 til 1. ágúst 1996, var fyrsta konan í heiminum sem var kosin forseti í almennum kosningum, fyrsti kvenforseti Evrópu og sú kona sem lengst hefur setið á forsetastóli. Hún var þó ekki fyrsti kvenforsetinn heldur fellur sá titill líklega í skaut annað hvor...
Hver var Mínotáros í grískri goðafræði?
Í grískri goðafræði var Mínos konungur á eynni Krít. Þegar Mínos og bræður hans Hradamanþys og Sarpedon vildu fá úr því skorið hver þeirra skyldi verða konungur Krítar bað Mínos guðinn Póseidon um að senda sér naut til fórnar. Póseidon sendi honum naut úr sjónum en Mínos fékk sig ekki til að fórna því. Gerði þá Pó...
Hvað gerist í líkamanum við áreynslu?
Við líkamlega áreynslu verða töluverðar breytingar á allri líkamsstarfsemi. Þessar breytingar miða meðal annars að því að búa líkamann undir aukna notkun beinagrindarvöðva á súrefni og orkuefnum og losa þá við koltvísýring (CO2), önnur úrgangsefni og varma. Öndun eykst verulega við áreynslu, úr 5-7 lítrum á mín...
Í hvaða fjórum löndum búa Samar?
Samar búa í norðurhéruðum Noregs, Svíþjóðar og Finnlands og á Kólaskaga í Rússlandi. Heimkynni Sama. Samar eru flestir í Noregi, eitthvað um 40.000, um 20.000 í Svíþjóð, 6.000 í Finnlandi og 2.000 í Rússlandi. Þessar tölur eru þó nokkuð á reiki og þar með tölur um heildarfjölda Sama. Ástæðan er meðal annars sú...
Var Sherlock Holmes til í alvöru?
Sherlock Holmes er sögupersóna í bókum skoska rithöfundarins Arthurs Conans Doyles (1859-1930). Sherlock Holmes var þess vegna ekki til í alvörunni en vafalaust hafði rithöfundurinn ýmsar fyrirmyndir fyrir sögupersónunni, til dæmis prófessor Joshep Bell sem kenndi Doyle í háskóla. Á Netinu er hægt að finna bollale...
Er mikið C-vítamín í papriku?
Paprika er mjög góður C-vítamíngjafi. Í hverjum 100 g af grænni papriku eru um 100 mg af C-vítamíni og 145 mg í sama magni af rauðri papriku. Ráðlagður dagskammtur af C-vítamíni fyrir fullorðna er 75 mg en 30-50 mg fyrir börn á aldrinum 2-13 ára, því meira sem börnin eru eldri. Aðrir góðir C-vítamíngjafar er...
Hver er lengsta skáldsaga í heimi?
Við vitum ekki til þess að hægt sé að svara þessari spurningu með því að benda á einhverja tiltekna skáldsögu og segja: "Þetta er lengsta skáldsaga í heimi!" Það er aðallega vegna þess að það er hægt að mæla lengd skáldsagna á ýmsa vegu. Það liggur beinast við að mæla lengd útgefinna skáldsagna með tommustokk eða ...
Hver er hættulegasti fugl í heimi?
Að öllu jöfnu teljast fuglar ekki til hættulegustu hryggdýra jarðar. Hjákátlegt er að bera þá saman við til dæmis spendýr eða skriðdýr að þessu leyti; til dæmis er manntjón af völdum fugla fátítt. Fuglar hafa hvorki líkamsburði í líkingu við spendýr til að af þeim stafi mikil hætta né hafa þeir yfir að ráða öflugu...
Hvað búa margir í Suður-Ameríku?
Í svari við spurningunni Hvað eru mörg ríki í Norður- og Suður-Ameríku? kemur fram að löng hefð er fyrir því að skipta Ameríku í tvær heimsálfur og liggja mörkin á milli þeirra um Panamaeiðið. Panama og öll ríki þar fyrir norðan, auk eyja Karíbahafsins, tilheyra þá Norður-Ameríku en ríkin þar fyrir sunnan teljast ...
Hvernig hagar njálgur sér í mönnum?
Njálgur (Enterobius vermicularis) er lítill innyflaormur og er algengasta sníkjudýrið hjá börnum og fullorðnum í löndum þar sem veðurfar er svipað og hjá okkur. Í sumum nálægum löndum er talið að allt að 20% barna séu smituð. Hægt er að lesa meira um smittíðni hér á landi í svari Karls Skírnissonar við spurningunn...
Hver er algengasti blóðflokkur í heimi?
Þegar fjallað er um blóðflokka er oftast átt við ABO-blóðflokkakerfið og Rhesus-kerfið, enda þótt mun fleiri blóðflokkakerfi séu til. Þegar talað er um blóðflokka í ABO-kerfinu er átt við fjóra flokka, O, A, B og AB. Um blóðflokkakerfið má lesa nánar í svari Bergþórs Björnssonar við spurningunni Hvernig verkar bl...
Hver er merkingin í orðinu köflóttur?
Spurningin í heild sinni hljóðaði svona:Hver er uppruni orðsins köflótt og til hvaða mynstra nær hugtakið? Getur skákborð verið köflótt? Lýsingarorðið köflóttur er leitt af nafnorðinu kafli 'hluti af einhverju, þáttur í bók, tímabil'. Það er myndað með viðskeytinu –óttur og hljóðvarpi rótarsérhljóðs (a > ö). O...
Af hverju koma stírur í augun?
Stírur eru í rauninni ekkert annað en storknuð tár. Tár myndast í tárakirtlum sem liggja undir húðinni í jaðrinum á efra augnlokinu. Þau eru samsett úr vatni, söltum, slími og sýkladrepandi efni sem kallast lýsózým. Hlutverk tára er þannig að hreinsa og verja augun og sjá til þess að þau haldist rök. Venjulega ...
Hvaða dýrategund er í mestri útrýmingarhættu?
Það er líklega ógerlegt að nefna eina dýrategund og segja að hún sé í allra mestri útrýmingarhættu af öllum þeim dýrategundum sem eiga á hættu að deyja út. Ástæðan er meðal annars sú að erfitt getur reynst að meta stofnstærð sjaldgæfra dýra ef heimkynni þeirra eru mönnum erfið yfirferðar. Það hefur meira að segja ...