Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 1499 svör fundust

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvað getið þið sagt mér um sæbjúgu?

Hér er einnig svarað spurningunum:Hvað er sæbjúga? Eru sæbjúgu fiskar eða gróður?Hvað eru til margar tegundir af sæbjúgum?Geta sæbjúgu eignast börn? Hvað geta sæbjúgu orðið gömul?Hvaða þjóðir borða helst sæbjúgu? Sæbjúgu (Holothuroidea) eru hvorki gróður né fiskar heldur einn sex ættbálka innan fylkingu skrápdýra ...

category-iconÞjóðfræði

Hvað þýða landvættir? Og eru til sjóvættir?

Hér er einnig svarað spurningunni: Eru til sögur af því hvernig landvættirnar komu til landsins? (Gunnar Logi, f. 1996) Orðið vættur er oftast notað um yfirnáttúrlegar verur frá öðrum heimi. Það er því yfirheiti fyrirbæra eins og drauga, huldufólks, trölla, dverga og ýmiss konar kynjadýra eins og dreka. Sigurður...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Getið þið sagt mér það helsta um skjaldbökur?

Skjaldbökur eru afar frumstæð skriðdýr af ættbálknum Chelonia. Helsta einkenni þeirra er skjöldurinn sem umlykur skrokkinn og geta þær dregið bæði fætur og höfuð inn undir hann ef hætta steðjar að. Fæðuval skjaldbaka er nokkuð fjölbreytilegt. Þar sem þær eru tannlausar, og hafa sennilega verið það í 150 milljó...

category-iconHugvísindi

Hvað getið þið sagt mér um fyrstu nunnurnar á Íslandi?

Meira en 300 ár liðu frá því að Ingólfur Arnarson steig hér á land árið 874 og þar til fyrsta nunnuklaustrið var stofnað á Íslandi. Samt sem áður greina ýmsar heimildir frá þessu tímabili frá konum, oft ekkjum, sem kusu að helga sig kristinni trú og bænahaldi, stundum eftir stormasama ævi. Þannig segir Laxdæla að ...

category-iconMálvísindi: almennt

Hvenær var upphaflega farið að nota punkta, kommur og greinaskil?

Erfitt er að segja til um hvenær fyrst var farið að nota punkta og kommur í rituðu máli og upplýsingar um það efni virðast ekki liggja á lausu. Í ýmsum fornum textum, til dæmis hettitískum áletrunum og textum skrifuðum á sanskrít, eru oftast engin sýnileg merki. Í öðrum textum má sjá strik, oftast lóðrétt eða á sk...

category-iconHugvísindi

Hvernig fór fyrir nunnum og munkum á Íslandi eftir að siðaskiptin áttu sér stað?

Á miðöldum störfuðu hér níu klaustur. Nunnuklaustur voru á Kirkjubæ á Síðu (stofnað 1186) og Reynistað í Skagafirði (stofnað 1295). Munkaklaustrin voru aftur á móti að Þingeyrum (stofnað 1133), Munkaþverá (stofnað 1155), Möðruvöllum í Hörgárdál (stofnað 1296) Þykkvabæ (stofnað 1168), Helgafelli (stofnað 1172 þó í ...

category-iconHeimspeki

Hvaða rannsóknir hefur Vilhjálmur Árnason stundað?

Vilhjálmur Árnason er prófessor í heimspeki við Háskóla Íslands og formaður stjórnar Siðfræðistofnunar. Í rannsóknum sínum hefur hann einkum fengist við efni á sviði siðfræði, tilvistarheimspeki og heimspeki samfélags og stjórnmála. Vilhjálmur hefur í ritum sínum fjallað um margvísleg viðfangsefni, oft á mörku...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Eru leðurblökur skyldar músum?

Stutta svarið er að vissulega eru leðurblökur og mýs skyldar, enda hvort tveggja spendýr. Þó þarf að leita mjög langt aftur í þróunarsögu spendýra til að finna sameiginlegan forföður leðurblaka og músa. Mýs tilheyra ættbálki nagdýra (Rodentia) sem talið er að fyrst hafi komið fram fyrir að minnsta kosti 55-60 m...

category-iconBókmenntir og listir

Hvers vegna eru Íslendingasögur höfundarlausar?

Líklegast er að höfunda Íslendingasagna sé hvergi getið af því að sá sem fyrstur skrifaði þær hafi ekki talið sig höfund þeirra og samtímamönnum hans hafi ekki heldur þótt það skipta máli. Höfundur merkir upphafsmaður, og annaðhvort voru sögurnar byggðar á eldri frásögnum af þeim atburðum sem þær segja frá eða höf...

category-iconFélagsvísindi

Hver er munurinn á þjóðernissósíalisma og nasisma?

Þessi munur er nákvæmlega enginn eftir því sem við vitum best. Þetta eru tvö orð um sama hlutinn og annað raunar upphaflega til komið sem stytting á hinu. Þjóðernissósíalismi heitir Nationalsozialismus á þýsku og íslenska orðið er bein þýðing á því orði. Upphaf þess er borið fram með skýru ts-hljóði („nats-“...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvað liggur til grundvallar nýyrðinu flaumrænn sem þýðingu á analogue?

Orðið flaumrænn er tiltölulega nýtt orð í málinu en er að minnsta kosti notað í eðlisfræði og tölvufræði. Í nýrri útgáfu Eddu á Íslenskri orðabók (2002:349) er merkingin sögð: „sem breytist og fær gildi á aflíðandi hátt en ekki í þrepum, t.d. rafspenna og ljósmyndafilma”. Í Tölvuorðasafni frá 1998 (Íslensk málnefn...

category-iconMálvísindi: almennt

Hvað þýðir orðið veritas?

Veritas er latína og þýðir sannleikur. Samstofna við það er til dæmis latneska lýsingarorðið verus, 'sannur'. Samkvæmt orðabókum eru þessi orð meðal annars skyld enska atviksorðinu very sem þýðir 'mjög'. Einnig lifir þessi orðstofn í alþjóðaorðum eins og því sem heitir á ensku verify en á dönsku verificere og mer...

category-iconUnga fólkið svarar

Hvernig eru nöfnin Björg og Björk fallbeygð?

Við bendum þeim sem þurfa að fletta upp beygingum á orðum, hvort sem það eru mannanöfn eða önnur orð, á síðuna Beygingarlýsing íslensks nútímamáls. Hérna eru upplýsingar sem fundust um nöfnin Björgu og Björk: nfHér erBjörgBjörk þfumBjörguBjörk þgffráBjörguBjörk eftil BjargarBjarkar Nafnið Björg þý...

category-iconMálvísindi: íslensk

Ef einhver er nirfill, hvað er hann þá?

Spurningin í heild sinni hljóðaði svona:Þetta er kannski asnaleg spurning, en ef manneskja er nirfill hvað er hún þá? Hvað þýðir orðið nirfill?Orðið nirfill merkir 'aðsjáll maður, sá sem ekki lætur gjarnan út fé, svíðingur' og sögnin að nirfla merkir 'að draga saman fé með nísku og sparsemi'. Elst dæmi um nirfill ...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvort er réttara að segja "Borgarfjörður eystri" eða "Borgarfjörður eystra"?

Algengt er að tala um Borgarfjörð eystri og er þeirri venju til dæmis haldið í ferðaauglýsingum frá héraðinu. Sjaldan er talað um Borgarfjörð vestri eða vestari. Þeir sem tala um Borgarfjörð eystra eru með í huga Borgarfjörð fyrir austan. Sé leitað að nöfnunum Borgarfjörður eystri og Borgarfjörður eystra í leitarv...

Fleiri niðurstöður