Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 10000 svör fundust
Er það stjarnfræðileg tilviljun að fullt tungl og sól líta út fyrir að vera jafnstór?
Þrátt fyrir að gríðarlegur stærðarmunur sé á sólinni og tunglinu spanna þau nánast jafnstór horn á himninum eða um hálfa gráðu. Eftir því sem best er vitað er hér einungis um tilviljun að ræða. Til að reikna hornspönn hlutar á himninum má nota eftirfarandi formúlu:a = (57,3 * D) / dþar sem a stendur fyrir horns...
Er það rétt að blikinn, karlfugl æðarfuglsins, liggi á eggjunum alfarið eða að hluta til?
Í æðarvarpi má nær undantekningarlaust sjá að kollurnar liggja á eggjunum. Þó þekkist það að blikar bregði sér í það hlutverk en það er afar sjaldgæft, helst gerist það þegar kolla skreppur stutta stund frá hreiðrinu. Æðarkollur liggja yfirleitt á eggjunum. Æðarfuglinn (Somateria mollissima) er algengasta ön...
Hvað merkir orðtakið „hver og hver og vill og verður“ og hvaðan er það upprunnið?
Spurnarsetningin hver og hver og vill er mjög vel þekkt og notuð þegar verið er að bjóða eitthvað eða fá sjálfboðaliða til einhvers. „Hver og hver og vill fara út í búð?“ eða „Hver og hver og vill síðasta bitann af kökunni?“ Viðbótinni ... og verður er stundum skeytt aftan við og jafnvel ... að lofa og þá oftas...
Mun Snæfellsjökull gjósa og ef svo er, er hægt að reikna út hvenær það verður?
Allar líkur eru á því að Snæfellsjökull gjósi en við vitum ekki hvenær það verður. Megineldstöðin Snæfellsjökull hefur gosið nokkrum sinnum á síðustu 10.000 árum. Ævilengd slíkra eldstöðva er um milljón ár. Sjaldgæft er að eldstöðvar gjósi eins og Hekla með reglulegu millibili. Stundum líða nokkrar vikur mi...
Þegar einhver drap einhvern á víkingatímanum var hann síðan oftast líflátinn. Hvernig var það gert?
Það sem við köllum ríkisvald var ekki sterkt á víkingaöld, til dæmis hér á Íslandi. Alþingi fór með löggjafarvald og einnig með dómsvald ásamt héraðsþingum. Valdið sem ríkisstjórnin fer með hér hjá okkur ásamt mörgum stofnunum ríkisins í umboði hennar nefnist framkvæmdavald og það var nánast ekki til hjá víkingum....
Er til dýr sem heitir lígur? Það er sagt vera blanda af ljóni og tígrisdýri.
Já, til er dýr sem kallast lígur. Lígur er blendingur, afkvæmi karlljóns og tígrisynju. Afkvæmi ljónynju og karltígurs kallast síðan lígon. Ólíkt flestum blendingum annarra dýrategunda eru kvendýr þessara blendinga stundum frjó. Nánar má lesa um blendinga í svari Jóns Más Halldórssonar við spurningunni Hefur t...
Hvernig er hægt að sanna það að hundar sjái ekki í lit, eða mjög dauft?
Hundar sjá í lit en þeir sjá ekki eins marga liti og menn. Við vitum hvernig sjón hunda er háttað af því að hægt er að rannsaka sjónfrumur þeirrra sem nefnast keilur. Hundar hafa tvær gerðir af keilum og ljósgleypni þeirra er á tveimur bylgjulengdum, við 429 nm og 555 nm. Hundar nema þess vegna bláan og gulan l...
Hvernig var fyrsta forritið búið til ef það þarf forrit til að búa til forrit?
Hér er einnig svarað spurningunni: Hvaða forrit eru til fyrir forritun? Forrit eru búin til með hjálp annarra forrita Það er rétt að forrit eru notuð til að skrifa forrit. Til þess eru helst notaðir ritill og þýðandi. Þegar hafist er handa við smíð forrits er byrjað á að slá texta á tilteknu forritunarm...
Hvenær komu handritin aftur til Íslands og var það sjálfsagt mál að fá þau hingað?
Spurningin hljómaði svona í heild sinni: Hvenær komu handritin aftur til Íslands og hvað varð til þess að þau komu heim á ný? Eru fleiri handrit enn í Kaupmannahöfn? Undir lok 16. aldar uppgötvuðu fræðimenn í Danmörku og Svíþjóð að á Íslandi væri að finna handrit að sögum sem vörðuðu fjarlæga fortíð þessara l...
Hvað þýðir orðasambandið "að liggja vel við höggi" og hvernig er hægt að nota það?
Orðasambandið að liggja vel við höggi er notað um þann sem auðvelt er að koma höggi á eða klekkja á. Það er notað bæði í eiginlegri merkingu í slagsmálum, þegar einhver stendur þannig að auðvelt er að slá til hans og hitta, og í óeiginlegri merkingu til dæmis í orðaskiptum. Einhver segir eitthvað sem annar grípur ...
Lifa leðurblökur í Japan og ef svo, eru það vampíru- eða ávaxtaleðurblökur eða hvort tveggja?
Leðurblökur tilheyra ættbálknum Chiroptera sem skiptist í tvo undirættbálka; annars vegar svokallaða flugrefi eða stórblökur (Megachiroptera), sem nærast fyrst og fremst á ávöxtum og fræjum og mætti því kalla ávaxtaleðurblökur (e. fruit bats), og hins vegar smáblökur (Microchiroptera). Margar tegundir af smáblökum...
Hvers vegna enda nöfn margra Brasilíumanna á -inho? Er það sambærilegt -son/-dóttir á íslensku?
Viðskeytið –inho er smækkunarviðskeyti í portúgölsku sem er móðurmál Brasilíumanna. Því er einkum skeytt aftan við mannanöfn og notað í gælandi merkingunni ‘litli’. Þannig merkir Cicinho bókstaflega ‘Cicero litli’, Celsinho ‘Celso litli’, Fernandinho ‘Fernando litli’ og Marcelinho ‘Marcelo litli’. Brasilíski f...
Unglingar tala um að „olla“ á hjólabrettum. Gaman væri að vita hvaðan það orð kemur.
Sögnin að olla mun komin úr ensku eða amerísku slangri. Þar er hún ýmist skrifuð olly eða ollie. Átt er við eitt aðalstökk hjólabrettamanna sem fer þannig fram að hjólabrettið loðir við fæturna í stökkinu og hjólabrettamaðurinn stendur enn á brettinu í lok stökksins. Hjólabrettakappi ollar á hjólabretti. Sög...
Hvort er réttara að tala um að ljósið hafi slokknað eða að það hafi slökknað?
Sögnin slokkna (slokna) þekkist allt frá fornu máli í merkingunni 'hætta að loga'. Sagt er að slokknað hafi á kertinu, ljósið hafi slokknað, eldurinn hafi slokknað í arninum. Sögnin að slökkva merkir 'kæfa, eyða loga' og talað er um að skökkva eldinn, slökkva ljósið, slökkva á kertinu. Líklegt er að síðarnefnd...
Af hverju tengist hjartað ástinni og hvers vegna er hjartað teiknað eins og það er?
Fleiri spyrjendur um svipað efni eru: Sigríður Ólafsdóttir, f. 1989, Ingi Haraldsson, f. 1988, Guðjóna Þorbjarnardóttir, Jón Daði, f. 1992, Björn Áki Jóhannsson, f. 1989, Katrín Stefanía Pálsdóttir, f. 1988, og Egill Sigurður, f. 1994. Það er gömul trú að í hjartanu búi hugsun og tilfinningar. Forn-Egyptar lýstu...