Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 1930 svör fundust
Hvernig fór fyrsta tungllendingin fram og hvað gerðu geimfararnir á tunglinu?
Apollo 11 var fyrsti mannaði leiðangurinn sem lenti á yfirborði tunglsins. Þetta var fimmta mannaða geimferð Apollo-geimáætlunarinnar og þriðja mannaða tunglferðin. Áður höfðu bæði Apollo 8 og Apollo 10 komist á sporbraut umhverfis þennan næsta nágranna jarðar í geimnum. Apollo 11, eins og önnur Apollo-geimför,...
Hver hagnast þegar stýrivextir hækka?
Öll spurningin hljóðaði svona: Margir kvarta undan því að vaxtakostnaður þeirra hækki með hækkun stýrivaxta. Spurning mín er: Ef ég borga hærri vexti í dag en í gær vegna hækkunar stýrivaxta, hvar lendir þá það fé sem nemur hækkuninni? Sem sagt: hver hagnast? Það er tiltölulega flókið að rekja allar afleiði...
Hvernig kom Leníngrad við sögu í seinni heimsstyrjöldinni?
Leníngrad var glæsilegasta borg Sovétríkjanna og ein sú fjölmennasta fyrir seinni heimsstyrjöldina, en talið er að borgarbúar hafi þá verið tæpar 3,2 milljónir. Í stríðinu sátu herir Þjóðverja og Finna um borgina í nærri 900 daga. Fyrstu mánuði umsátursins sultu borgarbúar heilu hungri og ef Sovétmönnum hefði ekki...
Hver var Nobunaga Oda og hvaða hlutverki gegndi hann við sameiningu Japans?
Nobunaga Oda (1534-1582) var einn af valdamestu lénsherrum (daimyo) í Japan á sextándu öld. Það tímabil hefur verið nefnt sengoku-öldin (戦国時代) í japanskri sögu. Hugtakið daimyo hefur gjarnan verið þýtt sem barón á íslensku en hér verður notast við orðið lénsherra sem er meira lýsandi. ...
Hvað getið þið sagt mér um fall Berlínarmúrsins?
Berlínarmúrinn var reistur af kommúnistastjórninni í Þýska alþýðulýðveldinu (Austur-Þýskalandi) í ágúst 1961 sem „varnarveggur gegn fasisma“. Hann féll nóttina 9. til 10. nóvember 1989 eftir að hafa skilið að fjölskyldur, vini og nágranna í Austur- og Vestur-Berlín í 28 ár. Á meðan múrinn stóð kostaði það að minns...
Hvenær voru listabókstafir fyrst notaðir í kosningum á Íslandi og hvaðan kemur sú hefð?
Upprunalega spurningarnar hljóðuðu svona: Hvaðan kemur sú hefð að stjórnmálaflokkar noti listabókstafi? Hafa listabókstafir alltaf verið notaðir í íslenskum kosningum? Listabókstafir komu fyrst inn í kosningalög árið 1903 og náðu þá til bæjarstjórnarkosninga í kaupstöðum. Í kosningum til Alþingis komu lista...
Hefur flatormurinn Artioposthia triangulata fundist á Íslandi?
Flatormar (Platyhelminthes) mynda sérstaka fylkingu dýra. Líkamsbygging þeirra er mjög einföld. Þeir eru flatvaxnir eins og nafnið bendir til og flestar tegundirnar eru smávaxnar. Meltingarkerfið er einfalt og vantar endaþarm. Líkaminn er myndaður úr þremur veflögum en ekkert eiginlegt lífhol er í flatormum. ...
Hvað eru E-efni sem notuð eru í matvæli og hvers vegna heita þau þessu nafni?
E-efni, öðru nafni aukefni, eru fjölbreytilegur hópur efna sem eru notuð við framleiðslu matvæla til að hafa áhrif á ýmsa eiginleika þeirra, svo sem lit, lykt, bragð, útlit, geymsluþol og fleira. Mörg aukefni auka því gæði og stöðugleika vörunnar og minnka líkur á að matvæli skemmist. Aukefni eru rannsökuð með...
Af hverju eru fellibyljum gefin nöfn?
Fellibyljum eru gefin mannanöfn til að auðvelda umræðu um þá. Nafngift er auk þess talin draga úr líkum á misskilningi við miðlun viðvarana ef margir fellibyljir eru samtímis á ferð. Fyrr á tímum var algengt að fellibyljir væru nefndir eftir dýrlingum, en heimildir eru um kvenmannsnöfn frá 19. öld. Árið 1953 hó...
Gætu stjörnurnar verið frumagnir í risavaxinni veru sem við erum inni í?
Það samrýmist ekki heimsmynd nútíma vísinda að stjörnurnar og himingeimurinn séu byggingareiningar einhverrar lífveru. Vegna þess að hraði boðskipta takmarkast við ljóshraðann og geimurinn er firnastór mundu boðskipti innan slíkrar lífveru taka þvílíkan óratíma að fáir mundu vilja kenna slíkt við líf. Hins vegar k...
Hver var minnsta risaeðlan og hvernig var andrúmsloftið þegar hún var uppi?
Líklega var stökkfeti (Saltopus) léttasta risaeðlan, en leifar hans fundust í norðausturhluta Skotlands þar sem honum var gefið nafnið árið 1910. Eðlan var tvífætla, um 60 cm löng, hæðin rétt um 30 cm (frá jörðu upp á efsta hluta höfuðs) og þyngdin er talin hafa verið 900 g. Hins vegar var þverhaus (Micropachyceph...
Hvernig fjölga flugur sér?
Langflest skordýr fjölga sér með kynæxlun, það er að segja samruna kynfrumna sem koma hvor frá sínu foreldri. Hjá langflestum skordýrum heimsins og þar á meðal hjá flugum frjóvgast eggin inni í kvendýrinu líkt og gerist meðal allra landhryggdýra. Kynkirtlarnir eru í afturbolnum og þar safnast þroskuð og ófrjóv...
Hvað getiði sagt mér um Finnland?
Finnland tilheyrir Skandinavíu og er eitt Norðurlanda. Grannlönd þess eru Noregur, Svíþjóð og Rússland. Upphaflega var Finnland hérað í Svíþjóð sem síðar varð að sænsku hertogadæmi. Frá árinu 1809 tilheyrði hertogadæmið Rússlandi, og 6. desember 1917 varð Finnland sjálfstætt ríki. Þegar þetta er skrifað (árið 200...
Hvernig getum við sem neytendur stuðlað að bættu umhverfi?
Við neytendur getum komið hverju sem er til leiðar, það er að segja ef við látum okkur málin einhverju varða. Á hinn bóginn finnst hverjum neytanda um sig hann gjarnan lítils megnugur, vegna þess að fæstir gera sér grein fyrir því hversu margir aðrir eru í sömu aðstöðu. Eitt af því mikilvægasta sem neytendur g...
Hvenær var eldspýtan fundin upp?
Árið 1805 var fyrst reynt að kveikja eld með nokkurs konar eldspýtu. Þá uppgötvaði Frakkinn Jean Chancel að ef mjórri spýtu með blöndu af kalíumklórati, sykri og gúmmí var stungið ofan í brennisteinssýru, kviknaði á spýtunni. Áður hafði eldur verið kveiktur með ýmsum hætti. Hægt var að kveikja í eldfimu efni me...