Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 412 svör fundust
Hver er lengsta þekkta rúnaristan og hvar hafa flestir rúnasteinar fundist?
Lengsta rúnaristan er á hinum fræga Röksteini á Austur-Gautlandi í Svíþjóð. Hann er frá upphafi 9. aldar. Um hann má lesa meðal annars í bók Sven B. F. Janssonar Runinskrifter i Sverige (1984). Langflestir rúnasteinar voru reistir á svæðinu milli Stokkhólms og Uppsala, en þaðan eru um 1300 rúnaristur frá lokum ...
Hvað þýðir Bimbi rimbi rimm bamm?
Í orðunum bimbi rimbi rimm bamm er að finna margbreytileika mannlífsins, skala stórbrotinna tilfinninga, átök góðs og ills, efann og vissuna, þekkingarþrána, ástríðuna og neyðina. Því er ekki nema von að við leggjumst í vangaveltur yfir tilvist okkar og spyrjum: “Hvað þýðir bimbi rimbi rimm bamm?” Fyrst skulum ...
Hvað hefur þjóðkirkjan að segja um framhaldslífið?
Orðið framhaldslíf gefur til kynna að um sé að ræða áframhald á því lífi sem við lifum hér á jörðu. Oftast er þá vísað til þess að dauðinn feli aðeins í sér tilfærslu frá einu tilverustigi yfir á annað. Hér að baki liggur sú hugmynd að dauðinn sé ekki raunverulegur dauði, eða endalok, heldur aðeins einhvers konar ...
Er rétt að nota orðið umhverfisvænn?
Í lengri gerð spurningarinnar velti spyrjandinn því meðal annars fyrir sér hvort orðið umhverfisvænn merkti að umhverfið batnaði ef notaður væri umhverfisvænn klósettpappír, umhverfisvænir bílar og svo framvegis. Stundum væri jafnvel talað um umhverfisvænar borgir og umhverfisvæn álver en hvernig gæti til dæmis bo...
Er einhver hjátrú um fuglinn tjald?
Íslensk þjóðtrú hefur ekki margt af tjaldinum að segja, að því er virðist. Það helsta er af sunnanverðu landinu. Í Árnessýslu þótti til dæmis öruggt rigningamerki ef þeir fuglar settust á tún með kvaki og hávaða. Jón Gíslason segir til að mynda þetta í bók sinni Úr farvegi aldanna, 2. bindi (1974, bls. 174):Tj...
Hvaða ár voru Nóbelsverðlaunin fyrst afhent og hver fékk þau fyrst?
Svíinn Alfred Nobel, sem fann meðal annars upp dýnamitið, stofnaði til Nóbelsverðlaunanna í erfðaskrá sinni. Þau voru fyrst afhent árið 1901 í fjórum greinum, eðlisfræði, efnafræði, læknisfræði og bókmenntum. Sænska akademían úthlutar þeim. Einnig hafa frá upphafi verið veitt friðarverðlaun samkvæmt ákvörðun norsk...
Hver var Konrad Maurer og hvert var framlag hans til íslenskra fræða?
Fáir eða engir erlendir fræðimenn og „Íslandsvinir“ hafa notið jafnmikillar virðingar meðal Íslendinga og þýski réttarsögufræðingurinn Konrad Maurer. Hans er einkum minnst fyrir rannsóknir sínar í fornnorrænum og íslenskum fræðum. Um miðja 20. öld skrifaði Sigurður Nordal að Maurer hafi verið sá fræðimaður „sem al...
Hvað dreymir fálka á nóttunni?
Við getum ekki vitað hvort fálka dreymir á nóttunni og þá hvað þá dreymir. Ástæðan fyrir því eru sú sama og fjallað er um í svari við spurningunni Dreymir ketti? - við höfum enga leið til þess að spyrja þá. Segjum sem svo að hægt væri að gera rannsókn á fálkum sem mundi leiða í ljós að þá dreymdi þegar þeir so...
Eru minni líkur á því að börn sem alast upp með dýrum fái ofnæmi?
Rannsóknir hafa sýnt að minnkun ofnæmisvaka í loftinu hefur takmörkuð verjandi áhrif gegn myndun ofnæmis. Það er engin ástæða til að forðast dýr á fyrstu árunum þar sem það gæti jafnvel minnkað líkur á að mynda ofnæmi (Simpson A, Custovic A. Pets and the development of allergic sensitization. Curr Allergy Asthma R...
Gáta: Hvernig komast mannfræðingarnir rétta leið?
Mannfræðingar tveir héldu til frumskóga Bakteríu þar sem þeir ætluðu að rannsaka ættbálk sem hafði fram að þessu verið einangraður frá umheiminum. Fólkið í ættbálki þessum var sagt búa yfir einstakri góðmennsku og réttsýni og lifði í sátt og samlyndi við umhverfi sitt. Það var einnig þeim eiginleikum búið að geta ...
Hvernig varð Sálumessa Mozarts til?
Sálumessa Mozarts (K. 626) er síðasta verkið sem hann vann að og var ófullgerð þegar hann lést í desember 1791. Af öllum þeim sálumessum sem samdar voru á 18. öld nýtur verk Mozarts mestrar hylli. Hér nær list tónskáldsins að sumu leyti hápunkti sínum, en þó hefur hin óvenjulega tilurðarsaga verksins vafalaust kyn...
Hver var rauði baróninn?
Manfred Albrecht Freiherr von Richthofen fæddist 2. maí árið 1892 í Breslau, Silesia í Þýskalandi (sem í dag heitir Worclaw og tilheyrir Póllandi). Hann stundaði bæði veiðar og hestamennsku á yngri árum, og þegar hann lauk herþjálfun 19 ára að aldri gekk hann til liðs við riddaraliðssveit Alexanders III Rússlandsk...
Er einhvers staðar til erfðaefni úr risaeðlum og væri hægt að láta þær koma aftur?
Það eru víst um 65 milljónir ára síðan risaeðlurnar urðu útdauðar. Steingerð bein þeirra hafa varðveist en lítið sem ekkert annað. DNA sameindir erfðaefnisins eru óstöðugar og jafnvel í lifandi frumum eru þær stöðugt að verða fyrir smáskemmdum. Þær mundu ekki endast lengi ef frumurnar réðu ekki yfir aðferðum til a...
Stjórnar græðgi hlutabréfaverði?
Ef hugtakið græðgi er skilið sem viljinn til að græða þá er svarið einfaldlega já. Flest hlutabréfakaup eru gerð í þeirri von að fjárfestingin skili arði. Ef almennt er talið að hlutabréf ákveðins félags muni skila miklu, annaðhvort vegna hárra arðgreiðslna eða vegna hækkunar á verði í framtíðinni, þá verða þau br...
Hvað er langt frá Íslandi til Japan?
Milli Reykjavíkur og Tókíó eru 8820 kílómetrar stystu leið eftir yfirborði jarðar. Sú leið liggur ekki eftir breiddarbaugum eins og auðvelt er að láta sér detta í hug þegar horft er á kort. Stysta leið milli staða á jörðinni er alltaf eftir svokölluðum stórhring en það er hringur sem hefur miðju í miðju jarðar og ...