Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 612 svör fundust
Hvor er fjölmennari, hvítasunnukirkjan eða lútersku kirkjurnar?
1,75% jarðarbúa, eða 105 milljónir, tilheyra hvítasunnusöfnuðum (Pentecostal) af einhverju tagi en um 1,1%, 64 milljónir, tilheyra lúterskum söfnuðum. Þegar á heildina er litið eru hvítasunnukirkjur því talsvert fjölmennari en lúterskar. Munurinn fer vaxandi þar sem fjölgun í hvítasunnusöfnuðum er meiri en í lúter...
Hverjar voru gjaldeyristekjur Íslendinga af erlendum ferðamönnum árið 2001 og hvernig skiptust þær?
Á vef Hagstofu Íslands má sjá að áætlað er að árið 2001 hafi ferða- og dvalarkostnaður útlendinga á Íslandi verið um 22,9 milljarðar króna. Þá er áætlað að tekjur íslenskra flugfélaga af erlendum ferðamönnum það ár hafi verið 14,8 milljarðar króna. Samtals gerir þetta um 37,7 milljarða króna. Það voru ríflega 12%...
Hvers son var Fjalla-Eyvindur og hvers dóttir var Halla?
Eyvindur og Halla voru bæði Jónsbörn. Eyvindur var fæddur árið 1714 í Reykjadalssókn í Árnessýslu. Faðir hans var Jón Jónsson bóndi í Hlíð í Hrunamannahreppi og móðir hans var Ragnheiður Eyvindsdóttir húsfreyja í Hlíð. Hægt er að leita frekari upplýsinga um foreldra Fjalla-Eyvindar í ættfræðigrunninum Íslend...
Hver er uppruni nafnanna Mekkinó og Mekkín og hvenær komu þau inn í íslenskt mál?
Karlmannsnafnið Mekkinó er myndað af kvenmannsnafninu Mekkín. Fyrsti karlmaðurinn sem bar nafnið fæddist árið 1900. Mekkinó er sjaldgæft nafn og samkvæmt gagnagrunninum Íslendingabók hafa sjö karlmenn borið nafnið, þar af þrír sem seinna nafn af tveimur. Mekkín á sér lengri sögu og virðist fyrst notað á 17. öld...
Hvaða bofs er átt við þegar menn heyra ekki bofs?
Upprunalega spurningin var: Hvaðan kemur orðtakið „að heyra ekki boffs” og hvað þýðir boffs? Orðið bofs er hljóðgervingur í merkingunni ‘gelt, gjamm’ sem og sögnin að bofsa ‘gelta, gjamma’. Sambandið ekki bofs ‘alls ekki neitt’ þekkist þegar í fornu máli en þá skrifað með p. Í Þórðar sögu hreðu stendur í 3...
Eru fordómar til staðar á Íslandi?
Orðið fordómur lýsir afstöðu til manna og málefna. Þrátt fyrir mikla notkun er merking hugtaksins þó ekki alltaf ljós. Samkvæmt Orðabók Menningarsjóðs (1985) og Íslenskri samheitaorðabók (1985) merkir orðið fordómur það sama og hleypidómur, sleggjudómur eða ógrundaður dómur. Í sömu bókum kemur einnig fram að orðið...
Er einhver munur á trú karla og kvenna á yfirnáttúruleg fyrirbæri?
Samkvæmt könnunum Félagsvísindastofnunar á þjóðtrú Íslendinga og reynslu þeirra af yfirnáttúrulegum fyrirbærum sem framkvæmdar voru á árunum 1974[1], 2006-2007[2] og 2023[3] er (og hefur lengi verið) stór munur milli trúar karla og kvenna á yfirnáttúruleg fyrirbæri. Það sama gildir um reynslu, þar sem konur virðas...
Hvernig er nafnið Dagmar í eignarfalli?
Kvenmannsnafnið Dagmar beygist á eftirfarandi hátt: Nf. Dagmar Þf. Dagmar Þgf. Dagmar Ef. DagmararMeiri fróðleik um þetta nafn má finna í bókinni Nöfn Íslendinga eftir Guðrúnu Kvaran og Sigurð Jónsson frá Arnarvatni (Reykjavík: Heimskringla, 1991). ...
Hvað þarf að margfalda fólksfjölda Íslendinga oft til að fá út fólksfjölda Kínverja?
Fólksfjöldinn í Kína er 1.227.740.000 manns og á Íslandi 282.845 sem þýðir að Íslendingar yrðu að vera 4340,6813 sinnum fleiri til að jafngilda fólksfjöldanum í Kína. Upplýsingar fengnar af: Upplýsingar um Kína Vefsetur Hagstofunnar Þetta svar er eftir grunnskólanema á námskeiði Vísindavefsin...
Hver var þáttur Steingríms Jónssonar í rafmagnssögu Íslands?
Segja má að Steingrímur Jónsson sé „stóri maðurinn“ í rafvæðingarsögu Íslands á tuttugustu öld. Hann kom til sögunnar um það leyti sem Íslendingar voru að stíga sín fyrstu meiri háttar skref við virkjun náttúruaflanna, vatnsorkunnar og jarðvarmans, en undir hans forystu voru stigin risaskref sem miðuðu að því að k...
Hver voru vinsælustu svörin á Vísindavefnum í apríl 2019?
Í aprílmánuði 2019 birtust 25 ný svör á Vísindavefnum. Að auki var fjölmörgum fyrirspurnum svarað með því að vísa lesendum á efni sem til er og sumum spurningum var svarað með tölvupósti og símtölum. Flestir höfðu áhuga á að lesa um ketófæði en svör um skyr, frystingu vatns, neyðaráætlanir við hraunrennsli og v...
Er norðlenska flokkuð sem hreimur eða mállýska?
Þegar talað er um „norðlensku“ er venjulega átt við ákveðin einkenni í framburði, einkum svokallað harðmæli og raddaðan framburð. Harðmæli felst í því að bera lokhljóðin p, t og k fram fráblásin inni í orðum, t.d. æpa, vita, vaka ([aiːpʰa], [vɪːtʰa], [vaːkʰa]), í stað ófráblásinn...
Hvers vegna var lýðveldi ekki stofnað fyrr á Íslandi?
Ísland varð lýðveldi 17. júní 1944. Lýðveldi þýðir að þjóðhöfðingi ríkisins er kjörinn en fær ekki embættið í arf líkt og tíðkast í konungsríkjum. Það að Ísland varð lýðveldi þýddi með öðrum orðum að kjörinn forseti varð þjóðhöfðingi Íslands í stað konungs. Stofnun lýðveldisins markaði mikil tímamót í sögu Ísla...
Hvað eru til margir bílar á Íslandi?
Á heimasíðu Hagstofunnar er að finna upplýsingar um fjölda skráðra ökutækja á Íslandi. Því miður eru nýjustu upplýsingarnar frá árinu 2004 en gera má ráð fyrir að bílum hafi fjölgað á landinu síðan þá þar sem gengi krónunnar var innflytjendum afar hagstætt á tímabili. Samkvæmt þessum upplýsingum Hagstofunnar vo...
Hvaðan kemur orðatiltækið "sjaldan hef ég flotinu neitað"?
Orðatiltækið sjaldan hef ég flotinu neitað er sótt í gamla þjóðtrú um hvernig skuli hegða sér í viðurvist álfa. Ef maður situr á krossgötum á jólanótt þyrpast álfar að honum, bera að honum gull og gersemar en hann má ekkert þiggja eða segja. Orðatiltækið „sjaldan hef ég flotinu neitað“ er sótt í gamla þjóðtrú ...