Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 308 svör fundust

category-iconHeimspeki

Hvaða rannsóknir hefur Sigríður Þorgeirsdóttir stundað?

Sigríður Þorgeirsdóttir er fyrst kvenna til að gegna fastri stöðu í heimspeki við Háskóla Íslands. Heimspeki hennar hefur á margan hátt endurspeglað þessa staðreynd, en Sigríður hefur ötullega unnið að framgangi femínískrar heimspeki sem að hennar dómi er eitt helsta endurnýjunarafl heimspekinnar í samtímanum. ...

category-iconMálvísindi: íslensk

Af hverju segjast sumir ætla að 'troða úlfalda í gegnum nálarauga'?

Orðasambandið um úlfaldann og nálaraugað á rætur að rekja til Nýja testamentisins. Í samstofna guðsjöllunum Matteusarguðspjalli (19.24), Markúsarguðspjalli (10.25) og Lúkasarguðspjalli (18.25) stendur í biblíuútgáfunni frá 1981:Enn segi ég: Auðveldara er úlfalda að fara í gegnum nálarauga en auðmanni að komast inn...

category-iconSálfræði

Vinna sálfræðingar eingöngu við meðferð?

Sálfræði er fjölmennust þeirra greina sem kenndar eru innan Félagsvísindadeildar Háskóla Íslands. Sálfræði er sívaxandi grein sem meðal annars má sjá á stöðugri fjölgun nemenda milli ára og sífellt aukinni eftirspurn í atvinnulífinu eftir starfsfólki með sálfræðimenntun. Algengur misskilningur er að sálfræði sn...

category-iconHeilbrigðisvísindi

Af hverju man fólk með Alzheimer hvað það gerði fyrir 50 árum, en ekki hvað það borðaði í morgunmat?

Alzheimers-sjúkdómur er algengasti heilahrörnunarsjúkdómurinn, en þeir eru allmargir. Eitt aðaleinkenni hans er skert minni og virðist það einkum koma fram í nærminni eða með öðrum orðum hæfileikanum til að leggja nýja hluti eða nýliðna atburði á minnið. Þegar nánar er að gáð, til dæmis með beinum spurningum um fj...

category-iconHugvísindi

Hvernig er hægt að útskýra heimspeki Heideggers á mannamáli?

Þessari spurningu verður best svarað í verki, það er að segja með því að útskýra í stuttu máli nokkra helstu þættina í heimspeki þýska hugsuðarins Martins Heideggers (1889–1976), en í öðru svari er fjallað nánar um hvað felist í orðinu mannamál. Í skrifum sínum og hugsun reyndi Heidegger einmitt að streitast ge...

category-iconHeimspeki

Hvaða rannsóknir hefur Geir Sigurðsson stundað?

Geir Sigurðsson er prófessor í kínverskum fræðum við Háskóla Íslands. Áður en hann hóf störf við HÍ starfaði hann sem lektor við Félags- og lagadeild og síðar Kennaradeild Háskólans á Akureyri árin 2005-2007. Við HÍ hefur hann byggt upp BA-námsleið kínverskra fræða og kennir þar meðal annars námskeið um kínverska ...

category-iconStærðfræði

Hvað er sýndarfylgni?

Hugtakið sýndarfylgni (e. spurious correlation) er notað þegar tengsl mælast á milli tveggja breyta, köllum þær x og y, en á milli þeirra er ekki orsakasamband. Þetta getur gerst fyrir hreina tilviljun en algengara er að breyturnar tvær tengjast báðar annarri breytu, köllum hana z, sem veldur því að svo gæti virst...

category-iconHeimspeki

Í hverju er gagnsemi háskólamenntunar fyrir samfélagið fólgin?

Þegar rætt er um gagnsemi háskólamenntunar er langoftast bent á að hún sé áhrifaríkasti þátturinn í að auka hagvöxt, nýsköpun og samkeppnishæfni þjóða. Þetta fellur vel að ríkjandi gildismati og samfélagssýn og þjónar því vel sem rök fyrir að veita skuli auknu fjármagni til háskóla. Þetta er mikilvæg röksemd, en h...

category-iconHugvísindi

Hvaða sannanir eru fyrir því að Aristóteles hafi verið til?

Vissulega getur verið ástæða til að staldra við svona spurningar og hugleiða þær, ekki síst þegar um er að ræða mann sem á að hafa verið til fyrir rúmum 2300 árum. En í hans tilviki er þó kannski minni ástæða til að spyrja en um marga aðra frá svipuðum tíma. Gríski heimspekingurinn Aristóteles (384-322 f.Kr.) v...

category-iconHeimspeki

Getur verið að háskólamenn líti svo á að það sem þeir ekki viti nóg um tali þeir ekki um og það sem þeir vita ekkert um sé ekki til?

Akademísk hugsun er frjáls en öguð. Starf fræði- og vísindamanna, innan háskóla og annars staðar, snýst um að leita þeirrar þekkingar eða skapa þá þekkingu sem ekki er til fyrir. Þetta líta þeir sjálfir og aðrir á sem skyldu fræðimanna. Til að þekkingin sé raunveruleg en ekki staðlausir stafir hafa fræðimenn...

category-iconLífvísindi: mannslíkaminn

Hvaðan kemur munnvatnið?

Munnvatn er myndað í þremur pörum munnvatnskirtla sem allir tengjast munnholi um rásir. Á heiti þeirra má ráða hvar þeir eru staðsettir — kjálkabarðskirtlar, vangakirtlar og tungudalskirtlar. Munnvatni er ætíð seytt í einhverju magni til þess að munnurinn allur, þar með talið tunga og varir, haldist rakur. Seyti þ...

category-iconSálfræði

Hvernig rætast draumar?

Sumir virðast telja að draumar séu yfirnáttúrleg fyrirbæri og að í þeim geti falist eins konar spádómur um framtíðina. Samkvæmt vísindum nútímans er hins vegar ekkert yfirnáttúrlegt við drauma, þeir eru starfsemi hugans í svefni, á sama hátt og hugsanir okkar eru starfsemi hugans í vöku. Gildi drauma til að ...

category-iconSálfræði

Hver var Wilhelm Wundt og hvernig lagði hann grunninn að sálfræði sem vísindagrein?

Í sálfræði, ekki síður en öðrum greinum, hefur orðið vinsælt, í anda Tómasar Kuhn, að segja söguna með áherslu á byltingar. Sumir sjá þá byltingu við hvert fótmál, atferlisbyltingu á fyrri hluta 20. aldar og hugræna tölvubyltingu á síðari hluta aldarinnar. Sumir sjá jafnvel enn fleiri, en aðrir eru sparari á bylti...

category-iconVísindi almennt

Skoða vísindin hlutina þverfaglega til að leita svara í samsvörun?

Spyrjandi lætur eftirfarandi hugleiðingar fylgja spurningu sinni:Mín spurning er hvort vísindin skoði hluti almennt þverfaglega til að leita svara í gegnum lögmál samsvörunnar. Til að mynda þá skoða ég yfirleitt myndir frá Hubble sjónaukanum með augum heimspekings og líffræðinnar. Stjarna sem er að deyja hefur t...

category-iconMálvísindi: íslensk

Er orðið þroskamat til í fleirtölu: Þroskamöt?

Það er út af fyrir sig hægt að setja þetta orð í fleirtölu og beygja mat eins og orðið gat. En það er meiri spurning hvort einhver þörf er á því -- og þar að auki má telja nokkuð víst að margir fella sig afar illa við það. Rétt er að hafa í huga að orðið mat hefur tvær aðalmerkingar, það er að segja "það að ...

Fleiri niðurstöður