Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.
Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar
um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að
svara öllum spurningum.
Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að
svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki
nægileg deili á sér.
Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.
Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!
ForsíðaMenntavísindiMenntunarfræðiGetur verið að háskólamenn líti svo á að það sem þeir ekki viti nóg um tali þeir ekki um og það sem þeir vita ekkert um sé ekki til?
Akademísk hugsun er frjáls en öguð.
Starf fræði- og vísindamanna, innan háskóla og annars staðar, snýst um að leita þeirrar þekkingar eða skapa þá þekkingu sem ekki er til fyrir. Þetta líta þeir sjálfir og aðrir á sem skyldu fræðimanna.
Til að þekkingin sé raunveruleg en ekki staðlausir stafir hafa fræðimenn allan vara á í umfjöllun sinni um heiminn. Meðal sjálfsagðra reglna er þá að blaðra ekki um efni án þekkingar á því. --- Það hlýtur að teljast kostur í fari fræðimanns að hann láti ekki eins og hann viti meira en hann veit. Um leið er forvitni þó hans æðsta dyggð og varkárnin þýðir því ekki að hann megi ekki taka þátt í samræðu um það sem hann ekki þekkir -- hann hlýtur einmitt að hlusta eftir því sem aðrir menn hafa að segja. En hann staðhæfir varlega.
Rakhnífur Ockhams nefnist vinsæl regla innan vísindanna. Hún segir mönnum að sleppa öllu því sem óþarft er í lýsingu á veröldinni eða fyrirbærum hennar. Dæmi væru staðhæfingar um annan heim sem hefur engin áhrif á þennan. Nú getur vel verið að annar heimur sé til sem engin tengsl hafi við okkar heim. En það er þá engin leið að sanna það eða afsanna og hvort við játumst slíkri tilgátu eða ekki breytir engu um vísindalega skoðun á þessum heimi. Með rakhníf Ockhams á lofti vísum við hugmyndinni um aðra heima af þessum toga til hliðar sem óþarfri, ónýtri í einhverjum skilningi. Það sem ekkert verður vitað um líta vísindamenn ekki endilega svo á að sé ekki til, heldur að ómögulegt og óþarft sé að fjalla um það. Í svörum hér á Vísindavefnum má sjá þó nokkur dæmi um þetta.
Haukur Már Helgason. „Getur verið að háskólamenn líti svo á að það sem þeir ekki viti nóg um tali þeir ekki um og það sem þeir vita ekkert um sé ekki til?“ Vísindavefurinn, 15. ágúst 2000, sótt 23. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=798.
Haukur Már Helgason. (2000, 15. ágúst). Getur verið að háskólamenn líti svo á að það sem þeir ekki viti nóg um tali þeir ekki um og það sem þeir vita ekkert um sé ekki til? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=798
Haukur Már Helgason. „Getur verið að háskólamenn líti svo á að það sem þeir ekki viti nóg um tali þeir ekki um og það sem þeir vita ekkert um sé ekki til?“ Vísindavefurinn. 15. ágú. 2000. Vefsíða. 23. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=798>.