Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 184 svör fundust

category-iconBókmenntir og listir

Hvenær kom fyrsta teiknimyndasagan út? Hver var tilgangur hennar og um hvað var hún?

Ef nefna á einhvern einn mann væri það Svisslendingurinn Rodolphe Töpffer (1799-1846). Hann er upphafsmaður andhetjuhefðarinnar innan myndasagna en hans sögur fjölluðu gjarnan um árangurslitla og hlægilega baráttu vonlausra manna við samfélag og náttúru. (Sjá nánar neðar í svari.) Uppruni listforma er yfirleitt...

category-iconHugvísindi

Hver voru helstu atriði Versalasamninganna og hvers vegna stuðluðu þeir ekki að varanlegum friði eins og stefnt var að?

Í svarinu verður fyrst og fremst fjallað um Versalasamningana eins og þeir snertu Þýskaland. Versalir er lítil borg 22 km suður af París. Í janúar 1919 flykktust þangað prúðbúnir leiðtogar sigurvegaranna í heimsstyrjöldinni fyrri til skrafs og ráðagerða um frið við Þýskaland sem ásamt bandamönnum sínum hafði b...

category-iconStjórnmálafræði

Hvenær urðu Bandaríkin það stórveldi sem þau eru í dag?

Spurningin í fullri lengd hljóðaði svona: Hvenær byrjuðu Bandaríkin að beita sér á heimsvettvangi og hvenær urðu Bandaríkin það stórveldi sem þau eru í dag? Bandaríkin urðu til sem nýtt, fullvalda ríki með sigri í sjálfstæðisstríðinu (1775-1783) gegn Bretlandi. Nýja ríkið var sambandsríki. Hvert og eitt ríki B...

category-iconHugvísindi

Hvað var Pelópsskagastríðið?

Pelópsskagastríðið var háð á fimmtu öld fyrir Krist, nánar tiltekið árin 431-404. Það var háð á milli aþenska stórveldisins, sem stjórnaði borgríkjum við gríska Eyjahafið í nafni Sjóborgarveldisins, og Pelópsskagasambandsins sem var bandalag sjálfstæðra borgríkja á Pelópsskaganum undir forystu Spörtu. Nærri öll gr...

category-iconSagnfræði: Íslandssaga

Hvað ef Þjóðverjar hefðu verið á undan að hernema Ísland, væri þá menning okkar og kannski mál öðruvísi í dag?

„Ja, natürlich,“ væri freistandi svar við spurningunni. Hefðu Þjóðverjar hernumið Ísland á undan Bretum árið 1940, haldið völdum hér og æ síðan ráðið ríkjum um gervalla Evrópu, jafnvel víðar, þá hefði það vitaskuld haft áhrif á menningu okkar og tunguna sömuleiðis. Frelsi væri væntanlega af skornum skammti og einr...

category-iconEfnafræði

Hvernig varð dínamít til?

Hér er einnig svarað spurningunni:Úr hverju er dínamít búið til og hvernig verkar það? Dínamít er sprengiefni sem sænski efnafræðingurinn Alfred Nóbel (1833-1896) fann upp árið 1867. Faðir Alfreds, Immanuel, var byggingarverkfræðingur í Stokkhólmi en þaðan fékk Alfred áhuga sinn á að finna upp öruggari og skilv...

category-iconSagnfræði: mannkynssaga

Hvers konar hertækni var leifturstríð eða Blitzkrieg Þjóðverja?

Á fyrstu árum seinni heimsstyrjaldarinnar beitti þýski herinn nýstárlegri bardagaaðferð sem fól í sér samspil skriðdrekahernaðar og sprengjuflugvéla. Þannig var hægt að sækja hratt fram og koma í veg fyrir að andstæðingurinn næði að skipuleggja varnir. Þessi hernaðaraðferð hefur verið kölluð Blitzkrieg eða lei...

category-iconHugvísindi

Hve margir hafa forsetar Bandaríkjanna verið og hvað hétu þeir?

Forsetar Bandaríkjanna hafa alls verið 45 að sitjandi forseta, Donald Trump, meðtöldum. Forsetar Bandaríkjanna hingað til: George Washington 1789—1797 (Stjórnarskrá tekur gildi 1789.) John Adams 1797—1801 Thomas Jefferson 1801—1809 (Vesturhlutinn sem tilheyrði Frakklandi innlimaður í Bandaríkin 1803.) Jame...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvað er átt við þegar talað er um Bakkus, hvaðan kemur þetta orð?

Þegar talað er um Bakkus er átt við áfengi, áfengisdrykkju eða ölvun. Í raun réttri er þetta sérnafn og vísar til grísk-rómversks guðs sem hét Dionysos (DionusoV) á forn-grísku en Bacchus á latínu. Hann var goð jurtagróðurs en einkum og sér í lagi goð vínsins. Goðsagnir Grikkja herma að Dionysos hafi verið son...

category-iconTrúarbrögð

Hver er munurinn á súnnítum og sjíta-múslimum?

Hér er einnig að finna svar við spurningu Sigurðar Hólm Gunnarssonar og Andra Arnar Víðissonar: Hvað er múslími? Hverju trúa múslimar?Múslimar skiptast í tvær meginfylkingar, súnníta og sjíta. Súnna þýðir erfikenning, hin rétta kenning sem Múhameð lét skrá á Kóraninn eftir opinberunum sem hann fékk frá Allah, hinu...

category-iconFornfræði

Hvernig varð mannkynið til samkvæmt grískri goðafræði?

Helstu heimildirnar um gríska goðafræði eru kvæði skálda á borð við Hómer og Hesíódos sem báðir voru uppi á 8. öld f.Kr. Í Hómerskviðum er ekki fjallað um tilurð mannkyns. Um efni þeirra má lesa í svari sama höfundar við spurningunni Um hvað fjalla Hómerskviður? Í kvæði Hesíódosar Verk og dagar segir frá tilurð...

category-iconFornfræði

Hvernig og hvers vegna var Trójustríðið háð?

Aðrir spyrjendur eru: Guðmundur Leifur, f. 1995, Baldvin Ómarsson, f. 1987, Hilmar Á. Björnsson, Solveig Gunnarsdóttir, f. 1988 og Robert Chylinski, f. 1987. Þegar spurt er hvers vegna Trójustríðið var háð koma ólíkar skýringar til greina. Annars vegar er hægt að rekja ástæður stríðsins í bókmenntum. Hins veg...

category-iconSagnfræði: mannkynssaga

Hvernig kom bærinn Dunkerque við sögu í seinni heimstyrjöldinni?

Dunkerque (franska, Dunkirk á ensku) er hafnarbær í Norður-Frakklandi, rétt sunnan við landamærin við Belgíu. Í lok maí og byrjun júní 1940 var borgin sögusvið atburða sem reyndust afdrifaríkir fyrir framgang seinni heimsstyrjaldarinnar. Í kjölfar innrásar Þjóðverja í Pólland í byrjun september 1939 lýstu Fra...

category-iconSagnfræði: mannkynssaga

Hvað er Rauði herinn og hverjir börðust í honum?

Ýmsir byltingarherir hafa haft mikil áhrif á framvindu sögunnar. Slíkir herir einkennast meðal annars af því að þeir berjast með ákveðna hugmyndafræði að leiðarljósi. Sú hugmyndafræði getur verið þjóðfélagslega framsækin miðað við hugmyndir síns tíma, boðað hugmyndir um afnám einveldis (til dæmis guðlegs konungsva...

category-iconHugvísindi

Hvernig kom Leníngrad við sögu í seinni heimsstyrjöldinni?

Leníngrad var glæsilegasta borg Sovétríkjanna og ein sú fjölmennasta fyrir seinni heimsstyrjöldina, en talið er að borgarbúar hafi þá verið tæpar 3,2 milljónir. Í stríðinu sátu herir Þjóðverja og Finna um borgina í nærri 900 daga. Fyrstu mánuði umsátursins sultu borgarbúar heilu hungri og ef Sovétmönnum hefði ekki...

Fleiri niðurstöður