Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 516 svör fundust
Hvaða rannsóknir hefur Kristján Jóhann Jónsson stundað?
Rannsóknir Kristjáns Jóhanns eru fyrst og fremst á sviði íslenskra bókmennta og bókmenntakennslu. Doktorsritgerð Kristjáns fjallaði um rómantíska tímabilið og Grím Thomsen. Fræðistörf Kristjáns eru aðallega á sviði bókmennta fyrri alda, það er 1350-1900, og íslenskukennslu. Kristján skrifaði bækurnar Lykilinn að N...
Hvað er átt við með þjóðstjórn og utanþingsstjórn?
Orðið þjóðstjórn merkir samstjórn allra eða flestra stjórnmálaflokka á alþingi. Þjóðstjórn hefur einu sinni verið mynduð á Íslandi (1939-42). Sú stjórn var samsteypustjórn Framsóknarflokks, Sjálfstæðiflokks og Alþýðuflokks sem naut stuðnings Bændaflokks. Hér er hægt að skoða dæmi um orðið þjóðstjórn á vef alþingis...
Hvað stendur „band“ fyrir í bandbrjálaður?
Band- í orðum eins og bandvitlaus, bandbrjálaður, bandóður er svokallaður herðandi forliður. Hann er leiddur af nafnorðinu band ‛eitthvað til að binda með, snæri, fjötur, haft’ og vísar til þess er menn, sem misstu stjórn á sér og urðu alveg ærir voru settir í bönd, fjötraðir, þar til æðið rann af þeim. Í da...
Hvernig stofnar maður þjóðríki, til dæmis ef maður á jörð á Suðurlandi eða eyju á Breiðafirði?
Stofnast getur til ríkja með tvenns konar hætti. Í fyrsta lagi getur verið að landsvæði sé þegar háð yfirráðum eins eða fleiri ríkja. Ef svo háttar til getur nýtt ríki aðeins stofnast á svæðinu með einhvers konar samningum við það ríki eða þá í kjölfar uppreisnar, stríðs eða annarra átaka, sem leiða til þess að íb...
Hvað var kosningabandalag Alþýðuflokks og Framsóknarflokks árið 1956 kallað?
Andstæðingar kosningabandalagsins sem Alþýðuflokkur og Framsóknarflokkur gerðu með sér fyrir alþingiskosningarnar 24. júní 1956 kölluðu það gjarnan Hræðslubandalagið. Forsvarsmenn bandalagsins kölluðu það ýmist Umbótabandalagið eða Bandalag umbótaflokkanna. Með sameiginlegu framboði í öllum kjördæmum freistuðu flo...
Hvað er æxlisbæligen?
Byrjum á að rifja stuttlega upp svar við spurningunni Hvað er það sem gerist í frumunum þegar við fáum krabbamein? en þar sagði meðal annars um aðdraganda þess að frumur fari að hegða sér sem krabbameinsfrumur: Til grundvallar liggja alltaf breytingar í stjórnstöð frumunnar og forritum, það er í erfðaefninu (DNA)...
Get ég aukið hjartsláttinn með því að hugsa um hlaup og kæmi það þá í staðinn fyrir líkamlegu áreynsluna?
Hjartað og hjartsláttur eru að mestu leyti undir stjórn ósjálfráða taugakerfisins. Svonefnd drif- og sefkerfi (e. sympathetic and parasympthetic nervous system) sjá um þessa stjórn og það er samspil þeirra sem ræður hjartsláttartíðni. Drifkerfið eykur hjartslátt og kraftinn í slögunum en sefkerfið lækkar hjartslát...
Hver var Björn Sigurðsson og hvert var hans framlag til vísinda?
Björn Sigurðsson (1913-1959) læknir var fyrsti forstöðumaður Tilraunastöðvar Háskóla Íslands í meinafræði að Keldum. Björn lést um aldur fram og hafði þá aðeins verið rúman áratug í starfi forstöðumanns að Keldum. Á stuttri ævi náði hann ótrúlegum árangri í rannsóknum á sviði meinafræði, bakteríufræði, veirufræði,...
Hvað hefur vísindamaðurinn Steinunn Gestsdóttir rannsakað?
Steinunn Gestsdóttir er prófessor í sálfræði við Háskóla Íslands og aðstoðarrektor kennslumála og þróunar við skólann. Sérsvið hennar er þroskasálfræði og hefur hún rannsakað þróun sjálfstjórnunar og hvernig hún tengist þroskaframvindu barna og ungmenna. Eitt það mikilvægasta sem börn þurfa að ná tökum á til að...
Hvað hefur vísindamaðurinn Pálmi V. Jónsson rannsakað?
Pálmi V. Jónsson er prófessor og yfirlæknir öldrunarlækningadeildar Landspítalans. Hann beitti sér fyrir stofnun Rannsóknarstofu Háskóla Íslands og Landspítala í öldrunarfræðum og hefur verið formaður hennar frá 1999. Þar starfa nú 11 doktorsnemar auk annarra nema og nokkurra sérfræðinga. Pálmi er einn upphafsmann...
Hvað getið þið sagt mér um orrustuna við Midway?
Orrustan við Midway var ein örlagaríkasta sjóorrusta seinni heimsstyrjaldarinnar. Hún var háð milli japanska flotans annars vegar og bandaríska flotans hins vegar við kóraleyjuna Midway í norðurhluta Kyrrahafsins dagana 3.-6. júní 1942. Það þótti mjög sérstakt að orrustan var nær eingöngu háð með flugvélum frá ...
Hver var Tacitus og hvað gerði hann merkilegt?
Publius Cornelius Tacitus er gjarnan talinn mestur rómverskra sagnaritara. Um ævi hans er ýmislegt vitað en þó afar lítið með vissu og meira að segja leikur vafi á hvort hann hét Publius eða Gaius. Hann fæddist um árið 55 að öllum líkindum í Gallíu en hlaut menntun sína í Róm. Sitthvað er vitað um stjórnmálaferil ...
Er þjóðkirkjan ríkisstofnun?
Íslenskar ríkisstofnanir eru margar og mismunandi og engin algild skilgreining er til á ríkisstofnun. Í lögum um opinber fjármál er hugtakið ríkisaðili skilgreint sem: „aðilar sem fara með ríkisvald og þær stofnanir, sjóðir og fyrirtæki sem eru að hálfu eða meiri hluta í eigu ríkis og sveitarfélaga.“ Björg Thorare...
Hvaða arkitekt hannaði Colosseum í Róm, hve stórt er það og hve gamalt?
Colosseum, hringleikahúsið í Róm, var reist á árunum 70-82 e.Kr. Vinna hófst við það undir stjórn Vespasíanusar keisara en Títus keisari vígði það árið 80 með hundrað daga kappleikjum. Tveimur árum síðar lýkur Dómitíanus, þriðji keisarinn sem að byggingunni kom, við efstu hæð mannvirkisins sem þá er fullgert. Ark...
Hvað heitir gjaldmiðill Armeníu?
Gjaldmiðill Armeníu nefnist dram. Eitt dram kostar um 15 íslenska aura þegar þetta er ritað (14.5.03) 100 dram frá Armeníu. Armenía var fyrr á öldum mun stærra land en hlutar þess tilheyra nú nágrannalöndunum. Armenía var hluti Rússlands frá 1828, lýsti yfir sjálfstæði 1918 en landið var síðan hernumið af T...