Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 415 svör fundust

category-iconGátur og heilabrot

Gáta: VII = I?

Garðar hafði klárað skurðarbrettið sitt í smíði á undan hinum krökkunum svo Smári smíðakennari lét hann fá annað verkefni. Smári hafði mjög gaman af stærðfræðiþrautum og vissi að Garðar var lunkinn við að leysa slíkar þrautir. Þrautin sem Garðar fékk var að láta stærðfræðidæmið sem Smári hafði sett upp með skrúfum...

category-iconEðlisfræði: fræðileg

Af hverju eru norðurljós í mismunandi litum?

Spurningunni Af hverju stafa norður- og suðurljósin? hefur áður verið svarað á Vísindavefnum. Í því svari Aðalbjörns Þórólfssonar og Ögmundar Jónssonar er meðal annars útskýrt hvað gerist þegar eindir úr sólvindinum koma inn í segulsvið jarðar:Hlöðnu eindirnar sem fara inn í segulsvið jarðar hreyfast á miklum hrað...

category-iconLífvísindi: mannslíkaminn

Er jafnvægisskynið ef til vill sjötta skilningarvitið?

Upphaflega hljómaði spurningin svona: Oft hefur verið talað um fimm skynjanir okkar, þ.e. lykt, sjón o.s.frv. En er ekki hægt að tala um jafnvægisskynið sem sjötta skilningarvitið? Eins og spyrjandi bendir réttilega á er hefð fyrir því að tala um að menn hafi fimm skilningarvit, eða sjónskyn, heyrnarskyn, lykta...

category-iconVerkfræði og tækni

Hvað er háskerpusjónvarp?

Þegar fjallað er um sjónvarpstæki í dag og kostum þeirra lýst er upplausnin eitt af því sem getur ruglað fólk. Margir telja ranglega að upplausnin sé það sem skipti mestu máli þegar kemur að samanburði á gæðum tækja. Vissulega skiptir upplausnin máli en sjónvarpsskjár með 1920x1080 upplausn hefur ekki endilega be...

category-iconTölvunarfræði

Hvernig er IP-tala uppbyggð og hvaða upplýsingar felast í henni?

Internetið byggir á því að senda gögn á milli nettengdra tækja en til að geta gert það þurfa tækin að hafa heimilisfang. IP-tala (e. Internet Protocol address) gegnir hlutverki heimilisfangs á Internetinu fyrir tölvur, netbúnað og önnur nettengd tæki. IP-tölur geta verið af tvennum toga, annars vegar svokallaða...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvað eru þyngdarbylgjur?

Þyngdargeislun eða þyngdarbylgjur eru bylgjur í þyngdarsviði massamikilla hluta, hliðstæðar rafsegulbylgjum. Til eru lausnir á jöfnum almennu afstæðiskenningarinnar sem lýsa bylgjunum en vísindamönnum hefur ekki tekist að nema þyngdarbylgjur. Eftir að Isaac Newton setti fram sínar hugmyndir um eðli þyngdarinnar...

category-iconEðlisfræði: í daglegu lífi

Er hægt að flytja rafmagn án þess að hafa rafmagnslínu?

Hugmyndin um þráðlaust rafmagn hljómar eflaust heldur nýstárleg en hún er eldri en marga gæti grunað. Upphaf þráðlausu raftækninnar má rekja til tilrauna uppfinningamannsins Nikola Tesla í lok 19. aldar. Tesla hafði háleitar hugmyndir og stefndi fljótt að því að smíða kerfi sem myndi miðla þráðlausu rafmagni til a...

category-iconVísindafréttir

Framlag vísindasamfélagsins — upplýst umræða um COVID-19

Vísindavefur Háskóla Íslands er opinn öllum fræðimönnum sem vilja leggja sitt af mörkum til upplýstrar umræðu um allt það sem tengist veirum og COVID-19. Mikilvægi vísinda, sérfræðiþekkingar og samvinnu á sem flestum sviðum er öllum ljóst um þessar mundir og Vísindavefurinn og Háskóli Íslands hvetja vísindamenn...

category-iconLæknisfræði

Geta tveir einstaklingar farið í erfðapróf og fengið að vita hvort þeir séu samfeðra?

Upprunalega hljóðaði spurningin svona:Við erum tvö sem erum búin að vera að spá hvort við eigum sama pabbann, við erum nokkuð viss en langar að fá að vita það 100%. Það er ekki mikil hjálp frá mömmu hans þar sem hún vill ekkert segja og pabbi minn eða okkar segir lítið. Okkur finnst mjög dýrt að borga nærri 300 þú...

category-iconGátur og heilabrot

Gáta: Hvað flýgur býflugan í gátunni langt?

Tvær járnbrautarlestir leggja af stað á sama tíma, önnur frá stað A en hin frá stað B. Báðar ferðast þær með hraðanum 50 km/klst og 100 km eru milli staðanna. Járnbrautin liggur eftir beinni línu. Býfluga leggur einnig af stað frá stað A á sama tíma og lestin og flýgur meðfram járnbrautarteinunum í átt að s...

category-iconVísindavefur

Hvernig á maður að geta spurt Vísindavefinn af einhverju viti ef ekki má slá inn fleiri en 100 bókstafi?

Svarið er frekar einfalt: Með því að senda okkur skýringar með spurningunni eða viðbætur við hana í tölvupósti á póstfangið sem er neðst á forsíðu okkar. Við setjum þennan viðbótartexta þá í svarreit í vinnslunni hjá okkur og birtum hann í upphafi svarsins eins og lesendur okkar hafa oft séð. Vísindavefurinn h...

category-iconHeilbrigðisvísindi

Af hverju fær maður kalt í heilann þegar maður borðar ís?

Margir hafa örugglega fundið fyrir verk þegar þeir borða ís. Verkurinn kemur yfirleitt fram nokkrum sekúndum eftir að maður hefur borðað mjög hratt eitthvað kalt. Oftast finnum við fyrir verknum í miðenninu, en hann getur þó einnig verið í gagnaugum og augntóftum. Þegar eitthvað mjög kalt kemst í snertingu við ...

category-iconVísindavefur

Gáta: Hvað á Gunna að baka margar kökur?

Gunna er 13 ára stelpa sem er á leið í heimsókn til ömmu sinnar. Hún ætlar að gleðja ömmu sína með því að færa henni 2 kökur. Amma hennar býr hins vegar í hinum enda bæjarins. Gunna þarf því að fara yfir 7 brýr til að komast á áfangastað en undir hverri brú er 1 tröll. Tröll bæjarins eru svo sólgin í kökur að þau ...

category-iconHeilbrigðisvísindi

Eru GSM-símar skaðlegir heilsunni?

Fjölmiðlar flytja reglulega fréttir af því hve hættulegt kunni að vera að nota farsíma. Þar er skýrt frá áhyggjum manna af því að farsímar kunni að valda krabbameini eða heilaskemmdum með einkennum eins og svefntruflunum, minnistapi, höfuðverk, ógleði og svima svo nokkuð sé nefnt. Hér er mikið í húfi því að minnst...

category-iconEðlisfræði: fræðileg

Hvað eru loftskeyti og hvenær var fyrsta loftskeytastöðin sett upp á Íslandi?

Nokkrir hafa sent Vísindavefnum spurningar um loftskeyti og fyrstu eiginlegu loftskeytastöðina á Íslandi. Laufey Karlsdóttir vildi einnig fá útskýringu á tækninni sem loftskeyti byggja á. Spurning hennar hljóðaði svona: Hvað er loftskeyti? Þegar það er sent er líklega notað rafmagn. Hvernig get ég útskýrt það ...

Fleiri niðurstöður