Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.
Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar
um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að
svara öllum spurningum.
Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að
svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki
nægileg deili á sér.
Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.
Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!
Gunna er 13 ára stelpa sem er á leið í heimsókn til ömmu sinnar. Hún ætlar að gleðja ömmu sína með því að færa henni 2 kökur. Amma hennar býr hins vegar í hinum enda bæjarins. Gunna þarf því að fara yfir 7 brýr til að komast á áfangastað en undir hverri brú er 1 tröll. Tröll bæjarins eru svo sólgin í kökur að þau hafa sett á kökutoll. Hvert tröll mun taka helminginn af kökunum hennar Gunnu en þau eru samt mjúk inn við beinið og gefur hvert tröll henni því eina köku til baka í sárabætur.
Hvað þarf Gunna margar kökur?
Hvað þarf Gunna að baka margar kökur til að geta fært ömmu sinni 2 þeirra eftir að hafa farið yfir allar 7 brýrnar?
Hægt er að senda inn lausn á gátunni á þetta netfang.
Lausn við gátunni, ásamt nöfnum þeirra sem sendu inn réttar lausnir, hefur nú verið birt hér.
Mynd:
Ritstjórn Vísindavefsins. „Gáta: Hvað á Gunna að baka margar kökur?“ Vísindavefurinn, 26. júlí 2010, sótt 30. október 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=56682.
Ritstjórn Vísindavefsins. (2010, 26. júlí). Gáta: Hvað á Gunna að baka margar kökur? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=56682
Ritstjórn Vísindavefsins. „Gáta: Hvað á Gunna að baka margar kökur?“ Vísindavefurinn. 26. júl. 2010. Vefsíða. 30. okt. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=56682>.