Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 331 svör fundust

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvernig verður hunang til og hvernig koma býflugurnar því í býflugnabúið?

Býflugur búa til hunang úr blómasykri (e. nectar). Blómasykur er aðallega vatn eða um 80% en í honum eru einnig flóknar fjölsykrur. Býflugurnar nota langa rörlaga tungu eða rana til að sjúga upp blómasykurinn og geyma hann síðan í eins konar hunangssarpi. Býflugur hafa í reynd tvo maga, annars vegar hunangssarpinn...

category-iconLæknisfræði

Hvað er rafleysa í hjarta?

Rafleysa eða sláttarstöðvun (asystole) er það þegar að engin rafleiðni er í hjartanu og því enginn samdráttur í hjartavöðvum. Þá getur hjartað ekki dælt blóði. Þetta er því hjartastopp sem sést á hjartalínuriti (EKG) sem flöt lína. Rafleysa getur komið í kjölfar sleglatifs (ventricular fibrillation) og er það ...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Er það ekki tóm þvæla að vatn frjósi neðan frá?

Jú, það er hárrétt hjá spyrjanda. Vatn frýs ekki neðan frá heldur frýs það fyrst við yfirborðið og nær þá að einangra heitara vatnið sem er fyrir neðan. Ef vatn frysi neðan frá mundu vötn botnfrjósa í frostum og dýralíf í þeim yrði lítið! Nær allir vökvar dragast saman þegar þeir kólna og eðlismassi þeirra hækk...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvað er það sem gefur páfagaukum umfram aðra fugla möguleikann á að geta lært að tala?

Fræðimenn telja að talhæfileikar páfagauka umfram aðra fugla og önnur dýr liggi ekki í greindinni heldur í líkamsgerðinni. Hæfileiki páfagauka til að skapa ýmis hljóð liggur fyrst og fremst í uppbyggingu barkakýlisins. Dr. Irene Pepperberg hefur fengist við rannsóknir á páfagaukum. Talsverðar rannsóknir hafa...

category-iconJarðvísindi

Hvaðan kemur hraunið sem liggur yfir Hafnarfirði og að hluta til Garðabæ, og kom það allt úr sama gosi?

Fyrir um 8000 árum varð eldgos sem myndaði eldborgina Búrfell fyrir sunnan Hafnarfjörð og þaðan runnu í því gosi hraunin sem sýnd eru á meðfylgjandi korti. Í heild sinni nefnast þau Búrfellshraun, en eins og sést á kortinu bera ýmsir hlutar þess sérstök nöfn, svo sem Smyrlabúðarhraun, Gráhelluhraun, Lækjarbotnahra...

category-iconJarðvísindi

Hverjir sjá um mælingar, skráningar og rannsóknir á jarðskjálftum á Íslandi?

Nú á dögum hefur Veðurstofa Íslands það hlutverk að reka net jarðskjálftamæla til að fylgjast með og skrá skjálftavirkni landsins. Netið er þéttast á virkustu svæðunum, það er umhverfis flekaskilin sem liggja í gegnum landið frá Reykjanestá og allt til norðurstrandarinnar milli Öxarfjarðar og Skagafjarðar. Skjálft...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Getur þú sagt mér allt það helsta um froskdýr?

Froskdýr (Amphibia) er einn af fimm flokkum hryggdýra, hinir eru spendýr, fiskar, fuglar og skriðdýr. Froskdýr greinast í þrjá hópa, salamöndrur (Caudata eða Urodela) sem ólíkt öðrum froskdýrum hafa rófu alla ævi, froska og körtur (Anura) sem fullvaxnir eru rófulausir og að loks hóp sem kalla má ormakörtur (Gymno...

category-iconHugvísindi

Þegar einhver drap einhvern á víkingatímanum var hann síðan oftast líflátinn. Hvernig var það gert?

Það sem við köllum ríkisvald var ekki sterkt á víkingaöld, til dæmis hér á Íslandi. Alþingi fór með löggjafarvald og einnig með dómsvald ásamt héraðsþingum. Valdið sem ríkisstjórnin fer með hér hjá okkur ásamt mörgum stofnunum ríkisins í umboði hennar nefnist framkvæmdavald og það var nánast ekki til hjá víkingum....

category-iconLífvísindi: mannslíkaminn

Hvers vegna myndast dökk rönd á maganum á óléttum konum?

Margar konur fá dökka rönd á kviðinn þegar þær eru barnshafandi. Röndin getur orðið næstum einn cm á breidd og nær frá lífbeininu upp að nafla og jafnvel yfir naflann, alla leið að bringspölum (neðsta hluta bringubeins). Rönd þessi kallast linea nigra á latínu, sem þýðir svört rönd. Í raun eru allir með rönd á þ...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Af hverju eru flæmingjar bleikir?

Einhvers staðar segir 'þú ert það sem þú étur'. Þetta má vel heimfæra á flamingóa, eða flæmingja eins og þeir eru líka kallaðir á íslensku, því bleiki eða ljósrauði liturinn sem einkennir þá er tilkominn vegna fæðunnar sem þeir innbyrða. Í reynd eru flæmingjar ljósgráleitir þegar þeir koma úr eggi og fá ekki þenna...

category-iconJarðvísindi

Hversu algengt er að nýjar eyjar verði til í eldgosum?

Þessu er nú tæplega auðsvarað fyrir heiminn allan, en svo vel vill til að Sigurður heitinn Þórarinsson skrifaði grein um neðansjávargos við Ísland í Náttúrufræðinginn árið 1965. Þá var Surtseyjargosið 1963-67 í algleymingi og efnið ofarlega á baugi. Í inngangi að greininni segir Sigurður frá nokkrum þeirra erlendu...

category-iconJarðvísindi

Hvað getið þið sagt mér um eldvirkni á Reykjanesskaga?

Gosbeltið á Reykjanesskaga er sniðreksbelti, það er að segja í senn þverbrota- og gliðnunarbelti. Stefna þess er 70-80 gráður austur, en það sveigir til norðaustlægari stefnu allra vestast. Þarna munar 25-35 gráðum frá rekstefnu. Þáttur þverbrotabeltisins kemur fram í norður-suður sniðgengjum með hægri hliðrun.[1]...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvernig get ég búið til sólarrafhlöðu og hvað þarf í hana?

Ljósspennurafhlöð sem gerð voru úr hreinum kísli voru aflgjafar gerfitungla á sjötta áratug 20. aldar. Ljósspennurafhlað er í raun sólknúin rafhlaða þar sem eina eldsneytið er ljósið sem drífur hana. Ljósspennurafhlað er gert úr hálfleiðandi efni sem í hefur verið myndað pn-skeyti, sem hefur mikið flatarmál. Þetta...

category-iconEfnafræði

Hvaða 10 málmar hafa lægst bræðslumark?

Hér fyrir neðan er tafla um þær 10 málmtegundir sem hafa lægsta bræðslumarkið. Hitastigið er gefið upp bæði á selsíus- og kelvin-kvarða. Eitt kelvín (K) er varmafræðilega jafnstórt og ein selsíusgráða (°C), eini munurinn er sá að kelvínkvarðinn hefur núllpunkt við alkul (-273,15 °C). Því er auðvelt að breyta á mil...

category-iconHugvísindi

Ingólfur Arnarson á að hafa fundið Ísland en hafði enginn komið til Íslands áður?

Það er einhver misskilningur hjá spyrjanda að Ingólfur Arnarson eigi að hafa „fundið Ísland“ eða komið þangað fyrstur. Hins vegar á hann að hafa verið fyrsti landnámsmaðurinn, það er að segja fyrstur til að hefja hér skipulega og varanlega búsetu. Þennan fróðleik höfum við úr heimildum eins og Íslendingabók og Lan...

Fleiri niðurstöður