Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 169 svör fundust
Hvaða orkugjafar eru á Íslandi?
Spurningunni má svara á tvenna vegu. Annars vegar út frá því hvaða orkugjafar eru nýttir til raforkuframleiðslu og hins vegar út frá orkunotkun. Munurinn liggur til dæmis í því að á Íslandi er jarðvarmi víða notaður til húshitunar og auk þess er olía notuð á ýmsar vélar og farartæki. Hins vegar er það vatnsaflið s...
Menga rafbílar og hvers vegna er rafbíllinn ekki vinsælli en bensín- og dísilbílar?
Margir halda því fram að þegar búið er að framleiða rafbíl, flytja hann á milli landa og koma honum til eigandans sé heildarmengun rafbíls meiri en bíls sem er einfaldari í framleiðslu og gengur fyrir bensíni eða dísil. Svo er þó ekki. Þá hefur einnig verið töluvert rætt um framleiðsluna á rafmagni fyrir rafbílana...
Hver var Nikola Tesla og hvert var framlag hans til vísindanna?
Nikola Tesla var af serbneskum ættum og fæddist í smábænum Smiljan í Austurríki-Ungverjalandi (nú hluti af Króatíu) árið 1856. Ungur að árum fékk hann ýmsar framúrstefnulegar hugmyndir, til dæmis að í framtíðinni yrði mögulegt að varpa myndum sem fólk sæi fyrir sér í huganum upp á skjá, smíða vélmenni sem hegðuðu ...
Hver eru heildarútgjöld Íslendinga til hitaveitu á ári?
Árið 1996 voru heildartekjur hitaveitna á Íslandi 5,8 milljarðar króna. Notkun hitaveitna er vitaskuld meiri í hverjum mánuði á vetrum en sumrum. Álitamál er þó hvernig skipta á rekstrarkostnaði eftir árstímum og verður ekki gerð tilraun til þess hér. Reykjanesvirkjun.Þess má geta að árið 1995 seldu hitaveitur la...
Hvernig er hægt að búa til litla vatnsvirkjun í skólastofunni okkar?
Spurningin í heild sinni hljóðaði svona:Hvernig er best hægt að búa til lítið líkan af virkri vatnsvirkjun? Við krakkarnir í 9-HL erum að gera bekkjarverkefni og þurfum að búa til virka vatnsvirkjun. En það er auðveldara sagt en gert. Við erum komin með grundvallaratriðin en við erum ekki alveg viss hvernig nák...
Hvað mengar eitt álver mikið í samanburði við bíl?
Í heild sinni hljóðaði spurningin svona:Hvað mengar eitt álver mikið í samanburði við bíl. Til dæmis þegar eitt álver bætist við, hvað jafnast það á við mikla fjölgun í bílaflotanum? Álver og bílar eiga það sameiginlegt að valda bæði staðbundinni og hnattrænni mengun. Með staðbundinni mengun er átt við efni sem f...
Eru sorpbrennslur sem framleiða orku (rafmagn eða hita vatn) mjög miklir mengunarvaldar?
Sorpbrennslur eru nánast jafn misjafnar og þær eru margar en þó má fullyrða að sorpbrennslur í hinum vestræna heimi séu að öllu jöfnu litlir mengunarvaldar. Hins vegar var sú tíðin fyrir nokkrum áratugum að hreinsibúnaður var nánast enginn. Þess í stað voru skorsteinar hafðir nógu háir til að mengun bærist langt ...
Hver var Thomas Alva Edison og hvaða uppgötvanir gerði hann?
Thomas Alva Edison fæddist í þorpinu Milan í Ohio-ríki í Bandaríkjunum árið 1847, en ólst upp í Port Huron í Michigan. Hann var aðeins þrjá mánuði í skóla og kennarinn taldi hann „ruglaðan“ enda var hann alla tíð heyrnardaufur. Hann sýndi þó snemma gott viðskiptavit með því að selja sælgæti og dagblöð í lestum sem...
Eru lygamælar til og ef svo er hvernig verka þeir?
Lygamælar heita á erlendum málum 'polygraph' en ganga oftast undir svipuðu nafni og íslenska heitið á þessu fyrirbæri; á ensku kallast þeir 'lie detectors'. Orðið polygraph merkir eiginlega að 'skrifa margt', enda eru lygamælar tæki sem nema og skrá samtímis ýmsar breytingar á líkamsstarfsemi, til dæmis á hjartslæ...
Hvað gerist ef rafhlaða á móðurborði tölvu tæmist?
Á móðurborði venjulegrar tölvu er rafhlaða sem sér um að geyma ýmsar stillingar fyrir móðurborðið. Þessum stillingum má breyta þegar tölvan er ræst með því að opna BIOS-stillingarnar áður en stýrikerfi tölvunnar ræsir sig upp. Rafhlaðan sér einnig um að keyra litla klukku ef móðurborðið missir rafmagn. Þannig getu...
Hvað er rafhleðsla?
Spyrjandi segir í skeyti til svarshöfundar:Ég var að lesa svar þitt við spurningunni: Hvað er rafmagn? á Vísindavefnum. Ég þakka svarið en fannst þú ekki komast að kjarnanum í spurningunni vegna þess að í svarinu gerir þú ráð fyrir að rafhleðslur séu staðall. Spurningin var hins vegar um hvað þetta fyrirbæri sé. Þ...
Hvað er gegnumtrekkur?
Vindur er loft á hreyfingu. Misjafn loftþrýstingur er langalgengasta ástæða þess að vindur kviknar, þrýstingurinn er ekki sá sami á einum stað og öðrum. Ástæður þrýstimunarins geta verið býsna margslungnar, en vindurinn verður til þegar loft fer að streyma frá hærri þrýstingi í átt að þeim lægri. Það tekur tíma og...
Það er hægt að breyta rafmagni í örbylgjur en er hægt að snúa ferlinu við og breyta örbylgjum í rafmagn?
Það má breyta örbylgjum í rafstraum með afriðandi loftneti (e. rectenna, rectifier antenna). Afriðandi loftnet breytir örbylgjum beint í jafnstraum. Einfalt afriðandi loftnet er byggt með því að leggja Schottky-tvist (e. Schottky diode) á milli póla loftnets. Schottky-tvistur hefur þann eiginleika að leiða vel raf...
Hvað er mikill straumur í einni eldingu?
Spyrjandi spurði einnig hvernig eldingar myndast en um það hefur verið fjallað á Vísindavefnum í svari Haraldar Ólafssonar og Þórðar Arasonar við spurningunni Hvernig myndast þrumur og eldingar? Spennan sem myndast milli tveggja skýja eða milli skýja og jarðar í þrumuveðri getur numið milljónum volta. Loftið v...
Hvað notar meðalheimili á Íslandi mörg vött af rafmagni?
Heimili landsins nota raforku til að knýja hin ýmsu tæki en einnig til lýsingar innan- og utanhúss. Síðan má ekki gleyma því að um 8-9% heimila nota raforku til húshitunar. Á Vísindavefnum er fróðleg grein eftir Þorstein Vilhjálmsson sem hann kallar Orkumenning og orkusaga. Þar fjallar hann meðal annars um hve...