Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Eru lygamælar til og ef svo er hvernig verka þeir?

Jón Gunnar Þorsteinsson

Lygamælar heita á erlendum málum 'polygraph' en ganga oftast undir svipuðu nafni og íslenska heitið á þessu fyrirbæri; á ensku kallast þeir 'lie detectors'. Orðið polygraph merkir eiginlega að 'skrifa margt', enda eru lygamælar tæki sem nema og skrá samtímis ýmsar breytingar á líkamsstarfsemi, til dæmis á hjartslætti, blóðþrýstingi, koltvísýringsmagni í blóði og rafboðum í taugum og vöðvum. Sá sem er í lygaprófi er spurður spjörunum úr á meðan tækin mæla og skrá breytingarnar.



Gamaldags flaumrænn (analogue) lygamælir. Í dag eru notaðir stafrænir mælar.

Eitt af því sem mælt er í þessum prófum er rafleiðni fingurgómanna. Undir álagi getur líkaminn brugðist við með því að svitna og þegar húðin er rök leiðir hún rafmagn betur. Tækin leiða þetta í ljós en síðan er það hlutverk þess sem stýrir prófinu að meta hvað veldur, hvort að líklegt sé að sá sem tók prófið hafi sýnt álagsviðbrögð af því að hann svaraði spurningunni ósatt eða hvort að líkamlegu viðbrögðin stafi af einhverju öðru.

Það er semsagt rétt að árétta að lygamælar geta ekki á neinn hátt mælt hvort við segjum satt eða ljúgum, þeir mæla aðeins breytingar á líkamsstarfsemi. Síðan þarf að túlka þessar breytingar. Grundvallarforsenda lygamælinga er sú að þegar við ljúgum, eða reynum að halda einhverju leyndu, sé hægt að greina það með því að mæla óhjákvæmileg álagsviðbrögð líkamans.

Í Bandaríkjunum er talið að um 3.500 manns sinni lygamælingum og mælarnir eru meðal annars notaðir í sumum atvinnuviðtölum bæði hjá opinberum fyrirtækjum og einkafyrirtækjum. Í öllum fylkjum Bandaríkjanna, að undanskildu Nýju-Mexíkó, er óheimilt að nota niðurstöður úr lygaprófi sem sönnunargagn fyrir dómstólum, nema að uppfylltum sérstökum skilyrðum. Meginreglan er sú að báðir aðilar máls þurfa að samþykkja framlagninu prófsins svo það sé tekið gilt.

Frekara lesefni af Vísindavefnum:

Heimildir og myndir:

Höfundur

Jón Gunnar Þorsteinsson

bókmenntafræðingur og ritstjóri Vísindavefsins

Útgáfudagur

31.7.2003

Spyrjandi

Eyþór Örn, f. 1987

Tilvísun

Jón Gunnar Þorsteinsson. „Eru lygamælar til og ef svo er hvernig verka þeir?“ Vísindavefurinn, 31. júlí 2003, sótt 21. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=3626.

Jón Gunnar Þorsteinsson. (2003, 31. júlí). Eru lygamælar til og ef svo er hvernig verka þeir? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=3626

Jón Gunnar Þorsteinsson. „Eru lygamælar til og ef svo er hvernig verka þeir?“ Vísindavefurinn. 31. júl. 2003. Vefsíða. 21. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=3626>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Eru lygamælar til og ef svo er hvernig verka þeir?
Lygamælar heita á erlendum málum 'polygraph' en ganga oftast undir svipuðu nafni og íslenska heitið á þessu fyrirbæri; á ensku kallast þeir 'lie detectors'. Orðið polygraph merkir eiginlega að 'skrifa margt', enda eru lygamælar tæki sem nema og skrá samtímis ýmsar breytingar á líkamsstarfsemi, til dæmis á hjartslætti, blóðþrýstingi, koltvísýringsmagni í blóði og rafboðum í taugum og vöðvum. Sá sem er í lygaprófi er spurður spjörunum úr á meðan tækin mæla og skrá breytingarnar.



Gamaldags flaumrænn (analogue) lygamælir. Í dag eru notaðir stafrænir mælar.

Eitt af því sem mælt er í þessum prófum er rafleiðni fingurgómanna. Undir álagi getur líkaminn brugðist við með því að svitna og þegar húðin er rök leiðir hún rafmagn betur. Tækin leiða þetta í ljós en síðan er það hlutverk þess sem stýrir prófinu að meta hvað veldur, hvort að líklegt sé að sá sem tók prófið hafi sýnt álagsviðbrögð af því að hann svaraði spurningunni ósatt eða hvort að líkamlegu viðbrögðin stafi af einhverju öðru.

Það er semsagt rétt að árétta að lygamælar geta ekki á neinn hátt mælt hvort við segjum satt eða ljúgum, þeir mæla aðeins breytingar á líkamsstarfsemi. Síðan þarf að túlka þessar breytingar. Grundvallarforsenda lygamælinga er sú að þegar við ljúgum, eða reynum að halda einhverju leyndu, sé hægt að greina það með því að mæla óhjákvæmileg álagsviðbrögð líkamans.

Í Bandaríkjunum er talið að um 3.500 manns sinni lygamælingum og mælarnir eru meðal annars notaðir í sumum atvinnuviðtölum bæði hjá opinberum fyrirtækjum og einkafyrirtækjum. Í öllum fylkjum Bandaríkjanna, að undanskildu Nýju-Mexíkó, er óheimilt að nota niðurstöður úr lygaprófi sem sönnunargagn fyrir dómstólum, nema að uppfylltum sérstökum skilyrðum. Meginreglan er sú að báðir aðilar máls þurfa að samþykkja framlagninu prófsins svo það sé tekið gilt.

Frekara lesefni af Vísindavefnum:

Heimildir og myndir:...