Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 807 svör fundust
Hversu oft er veiruerfðaefni magnað upp þegar sjúkdómurinn COVID-19 er greindur í mönnum?
Upprunalega spurningin var: Hver er algengasti afritunarfjöldinn (e. cycle threshold) í kjarnsýrugreiningum á Íslandi vegna veirunnar SARS-CoV-2? Til að svara þessari spurningu þarf fyrst að útskýra hugtakið kjarnsýrumögnun (e. polymerase chain reaction, PCR) og setja það í samhengi við COVID-19 (sem orsaka...
Hverjir voru starfshættir Alþingis til forna og hvert var gildi þess fyrir þjóðina?
Allt of langt mál væri á þessum vettvangi að lýsa starfsháttum Alþingis að fornu. Í örstuttu máli má þó segja að þingið hafi starfað með tvennum hætti á tveimur ólíkum tímaskeiðum, meðan það sat á Þingvöllum. Á fyrra skeiðinu, frá því á fyrri hluta 10. aldar og fram á síðari hluta 13. aldar, var það sameiginleg...
Hvað eru kirkjugrið og hafa þau eitthvað gildi á Íslandi nú á dögum?
Spurningin í fullri lengd hljóðaði svona: Nákvæmlega hvað eru "kirkjugrið" og hafa þau eitthvað gildi á Íslandi nú á dögum? Á miðöldum var miðstjórnarvald veikt í öllum ríkjum Evrópu, löggæslu var heldur ekki fyrir að fara og ekki var búið að framselja ríkisvaldinu einu umboð til að beita líkamlegu valdi ei...
Hvað er algrím og hvernig nýtist það í tölvufræði?
Algrím er forskrift eða lýsing, á einhvers konar læsilegu mannamáli, sem segir glöggum lesanda hvernig leysa megi tiltekið reiknivandamál. Reiknivandamál er þá í víðum skilningi hvert það vandamál sem felst í að vinna úr tilteknum gerðum gagna og fá önnur gögn sem niðurstöður. Al-Khowârizmî ritaði því algrím samkv...
Hvað gerist ef Alþingi setur lög sem stangast á við stjórnarskrána?
Ef ákvæði almennra laga stangast á við ákvæði stjórnarskrár gildir ákvæði almennu laganna ekki, enda má Alþingi ekki setja lög sem stangast á við ákvæði stjórnarskrár. Telji dómstóll að ákvæði almennra laga gangi gegn ákvæði stjórnarskrár er ákvæði almennu laganna einfaldlega virt að vettugi og ekki beitt við ...
Af hverju ferðast ljósið 300.000 km á sekúndu?
Það er rétt að ljóshraðinn er nálægt þessari einföldu tölu þegar við skrifum hann samkvæmt metrakerfinu sem við notum í mælingum og tugakerfinu sem við notum venjulega til að skrifa tölur. Ef spyrjandi á við þetta tölulega atriði er hins vegar rétt að upplýsa að vísindamenn líta yfirleitt á það sem algera tilvilju...
Hvað getið þið sagt mér um fornbakteríur?
Fornbakteríur (archaea) eru að öllum líkindum elsti hópur lífvera á jörðinni og nokkuð víst að þær hafi komið fram fyrir að minnsta kosti 3,5 milljörðum ára. Sennilega hafa eiginlegar bakteríur (eubacteria) þróast einhvern tímann í fyrndinni út frá fornbakteríum. Fornbakteríur eru dreifkjörnungar líkt og eigin...
Af hverju er stundum vond lykt af heita vatninu?
Hér er einnig svarað spurningunum:Af hverju er mismikil lykt af heitu vatni? Hvaðan og hvers vegna kemur ákveðin lykt sem ferðamenn tala alltaf um þegar þeir fara í sturtu? Margir finna vonda lykt af heitu vatni á Íslandi, lykt sem minnir á ónýt egg, prump eða þá hverasvæði. Lyktin stafar af lofttegundinni bre...
Af hverju dökknar silfur ef heitt vatn er látið renna á það?
Silfur er málmur og frumefni númer 47 í lotukerfinu. Það hefur efnatáknið Ag sem er skammstöfun á latneska heiti þess argentum. Nýfægt silfur er sagt vera hvítt á lit en margir myndu einfaldlega kalla það silfurlitt. Silfur dekkist hins vegar með tíð og tíma og er þá talað um að það falli á silfrið. Ástæðan fyrir ...
Eru einhver lög í gildi um hvenær og hvernig nota megi börn í auglýsingum?
Í samkeppnislögum er fjallað um auglýsingar. Í 22. gr. laganna kemur eftirfarandi fram:Komi börn fram í auglýsingum skal þess gætt að sýna hvorki né lýsa hættulegu atferli eða atvikum er leitt geti til þess að þau eða önnur börn komist í hættu eða geri það sem óheimilt er. Af þessu er ljóst að ekki má láta börn fr...
Hverjir sömdu allar málfræðireglur í íslensku og hvers vegna eru þær enn í gildi?
Elstu skrif sem finna má um íslenskt mál eru fjórar ritgerðir sem varðveittar eru í svonefndri Ormsbók Snorra-Eddu, handriti frá því um miðja 14. öld. Í elstu ritgerðinni, sem oft er kölluð „Fyrsta málfræðiritgerðin“ og samin var á 12. öld, er reynt að fella latneska stafrófið að íslensku hljóðkerfi. Í annarri rit...
Hvað er átt við með orðinu skammtafræði?
Orðið skammtafræði er þýðing á erlendu orði sem notað er í eðlisfræði. Á ensku kallast skammtafræði 'quantum theory', 'quantum physics' eða 'quantum mechanics'. Sambærilegt heiti í frönsku er 'mécanique quantique' og á þýsku eru notuð orðin 'Quantenmechanik', 'Quantentheorie' eða 'Quantenphysik'. Í svari við sp...
Hvað eru fagleg vinnubrögð?
Oft fer best á því að svara svona spurningum með því að vísa í hversdagslegan skilning á hugtakinu. En nú ber svo við að hinn hversdagslegi skilningur er farinn að skolast til. Á síðari árum er til dæmis farið að tala um fagmennsku í einhvers konar yfirfærðri merkingu þegar vísað er til þess að fólk vinni einfaldl...
Er eitthvað merkilegt við brotið 1/137?
Stærðfræðilega er ekki neitt sérstaklega merkilegt við brotið 1/137 = 0.007299270072992700729927... fyrir utan að talan 137 er frumtala. Talan 1/137 á hins vegar dálítinn sess í sögulegu samhengi eðlisfræðinnar. Á fjórða áratug síðustu aldar setti breski eðlisfræðingurinn Arthur Eddington (1882 - 1944) fram t...
Hver er skilgreiningin á þrepasönnun?
Spyrjandi bætir við: Má þrepasanna án þess að vera með gildi sitt hvoru megin við jafnaðarmerki? Er hægt að þrepasanna í orðum? Sönnun með þrepun, þrepasönnun, er ákveðin gerð stærðfræðisönnunar sem þráfaldlega er notuð til að sýna fram á að fullyrðing sé sönn (eða regla gildi) fyrir allar náttúrlegar tölur, þ...