Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 148 svör fundust
Af hverju fær maður kökk í hálsinn þegar maður grætur?
Gráti fylgir oft tilfinningalegu uppnámi eins og sorg, reiði, hræðslu eða sársauka. Þessar og reyndar fleiri tilfinningar koma af stað ferli í líkama okkar sem kallast "flótta- eða árásarviðbragð" (fight or flight response). Þá verða ýmsar breytingar á starfsemi líkamans sem allar miða að því að koma honum í viðbr...
Eru einhverjar aðrar lífverur en menn sem éta evrópska broddgöltinn?
Ætt broddgalta (Erinaceidae) skiptist í tvær undirættir. Annars vegar eiginlega broddgelti (Erinaceidae) og hins vegar svokallaða rottugelti (Galericinae). Eins og nafnið ber með sér líkjast rottugeltir rottum og hafa ekki sams konar brodda á bakinu og hinir eiginlegu broddgeltir. Eiginlegir broddgeltir finnast...
Af hverju fær maður spik af nammi og óhollum mat?
Eins og lesa má um í svari Magnúsar Jóhannssonar við spurningunni Hvers vegna verða sumir feitir þótt þeir borði alveg eins mat og þeir grönnu? ákvarðast holdafar af jafnvæginu milli neyslu og bruna. Við innbyrðum daglega fæðu sem inniheldur ákveðinn fjölda hitaeininga og þessi orka er notuð til að reka áfram ýmis...
Hvað er meltingarvegur í meðalmanni langur?
Meltingarvegurinn nær frá munni og til endaþarms. Í meðalmanni er hann um 9-10 metra langur. Þar af er lengd smáþarmanna um 6 til 7 metrar. Innra yfirborð smáþarmanna er afar stórt. Smáþarmarnir liggja í fellingum og fellingarnar eru þaktar þarmatotum. Himnur totufrumnanna liggja einnig í fellingum. Innra yfirbor...
Hvað éta froskar?
Froskdýr tilheyra einum af fimm flokkum hryggdýra. Flestir froskar eru kjötætur og éta allt sem hreyfist og er nógu lítið til að rúmast í munni þeirra, til dæmis alls konar flugur og skordýr. Stærstu gerðir froska éta jafnvel slöngur, mýs, litlar skjaldbökur og mögulega minni froska. Baulfroskur (Rana catesbe...
Hvað eru átröskunarsjúkdómar?
Átraskanir eru alvarlegir langvinnir geðsjúkdómar sem einkennast af miklum truflunum á mataræði. Þekktustu átraskanirnar eru lystarstol (anorexía) og lotugræðgi (búlemía), en í báðum þessum tilfellum eru sjúklingarnir mjög uppteknir af líkamsþyngd og hræðslu við að þyngjast. Átraskanir valda iðulega alvarlegum lí...
Eru naggrísir ennþá borðaðir í Perú?
Í hugum flestra sem búa á Íslandi eru naggrísir hugguleg gæludýr. Margir íbúar Perú og annarra landa í Suður-Ameríku líta hins vegar fyrst og fremst á naggrísi sem fæðutegund. Naggrísir eru ræktaðir til matar í Perú og víðar. Naggrísir eiga uppruna sinn í Andesfjöllum í Suður-Ameríku. Þeir eru meðalstór nagd...
Mega hundar éta kattamat?
Stutta svarið er að hundar geta lifað á kattamat, en ef hann er uppistaðan í fæðu þeirra um lengri tíma gæti það leitt af sér heilsufarsvanda. Gæludýrafóður er þróað með næringarþörf viðkomandi dýra að leiðarljósi. Hundar eru í eðli sínu alætur en kettir eru hins vegar kjötætur frá náttúrunnar hendi. Næringarþö...
Hvaða dýr veiddi neanderdalsmaðurinn?
Neanderdalsmenn veiddu sér hreindýr og önnur hjartardýr til matar, loðfíla, birni og nashyrninga, auk þess að borða sitthvað úr jurtaríkinu og annað sem til féll. Sú tegund manna sem kallast venjulega Homo neanderthalensis var uppi á árabilinu frá því fyrir um það bil 120.000 árum og þar til fyrir um 28.000...
Fyrir hvað eru Súmerar þekktir?
Fjögur þúsund og fimm hundruð árum fyrir upphaf tímatals okkar (fæðingu Krists) voru sprottin upp lítil þorp í suðurhluta Mesópótamíu þar sem nú heitir Írak. Á þeim tíma náði sjávarströndin miklu lengra inn í landið en nú. Stórfljótin Evrat og Tigris hafa á rúmlega sex þúsund árum borið fram fram óhemjumagn af...
Voru lítil börn á brjósti í gamla daga?
Í flestum löndum fyrr á tímum voru börn höfð á brjósti um lengri tíma. Sums staðar var þó algengt að nýfædd börn væru alls ekki lögð á brjóst eða þau væru vanin af brjósti mjög snemma. Þá var farið að gefa þeim ýmsa fljótandi og fasta fæðu strax eftir fæðingu og brjóstagjöf var þá hætt jafnvel innan nokkra vikna. ...
Í skandínavískri þjóðtrú koma fyrir verur sem kallast nisse eða tomte. Eru til samsvarandi verur í íslenskri þjóðtrú?
Nissarnir eru afar vinsæl fyrirbæri í skandínavískri þjóðtrú og tengjast sérstaklega jólunum. Þeir eru eins konar húsálfar sem halda aðallega til í útihúsum á bændabýlum og gæta búsins sé vel við þá gert. Þess vegna þarf til dæmis alltaf að gefa þeim jólagraut á jólum. Nissinn með jólagrautinn sinn er orðinn eitt ...
Hvað orsakar offitu barna?
Að minnsta kosti eitt af hverjum fimm börnum í Bandaríkjunum er of feitt og tala þeirra sem berjast við offitu fer stöðugt vaxandi. Á síðustu tveimur áratugum hefur of feitum börnum fjölgað um helming og tala þeirra sem eru mjög feit hefur tvöfaldast (Arch Pediatr Adolesc Med. 1995:149: 1085-91). Hlutfall of þungr...
Eru gerlar í öllum mjólkurafurðum og af hverju?
Gerlar finnast í velflestum mjólkurafurðum. Mjólk inniheldur náttúrulega fjölbreytta gerlaflóru, meðal annars mjólkursýrugerla. Við gerilsneyðingu eyðist stór hluti gerlaflóru mjólkurinnar, en þó lifa alltaf einhverjir gerlar af gerilsneyðingu. Gerilsneyðing útrýmir hins vegar öllum sjúkdómsvaldandi bakteríum ...
Hver var Mídas konungur?
Í grískri goðafræði var Mídas konungur í Frýgíu í Anatólíu eða Litlu-Asíu þar sem Tyrkland er nú. Til eru margar sögur af honum en frægust þeirra er sú sem segir frá því hvernig Mídas öðlaðist þann eiginleika að geta breytt öllu því í gull sem hann snerti. Það atvikaðist þannig að dag einn uppgötvaði Díonýsos sem ...