Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 491 svör fundust

category-iconJarðvísindi

Hvað gerðist eftir að risaeðlur dóu út og þangað til maðurinn kom fram?

Spurningin í fullri lengd hljóðaði svona: Getur einhver útskýrt hvað gerðist frá því að risaeðlurnar dóu út og til ísaldar þegar spendýrin komu fram? Miklar breytingar urðu á dýralífi jarðar fyrir um 66 milljón árum, á mörkum miðlífsaldar og nýlífsaldar. Þá dóu um 75% allra dýrategunda út, þar með taldar allar ...

category-iconLífvísindi: mannslíkaminn

Af hverju eldumst við?

Við fæðingu er fólk tiltölulega líkt í allri líkamsstarfsemi, en eftir því sem árin færast yfir verður það hvert öðru ólíkara. Þetta á einnig við um einstaklinginn sjálfan. Líffæri eldast mishratt og kemur þar til samspil umhverfis- og erfðaþátta. Þannig geta nýrun verið gömul en hjartað ungt! Við fæðingu er maður...

category-iconLífvísindi: almennt

Af hverju eru sumir menn svartir en aðrir hvítir?

Fyrir nokkru var spurt hér á Vísindavefnum Af hverju eru menn með jafnheitt blóð? Í svarinu við þeirri spurningu var gerður greinarmunur á tvenns konar spurningum: Annarsvegar "hvernig" og hinsvegar "af hverju" eða "til hvers" spurningum. Hér er spurt samkvæmt seinni gerð spurninga, af hverju menn eru svartir (þe...

category-iconHeimspeki

Hvað er að skilja atburð?

Stundum segjum við að við skiljum atburð þegar við vitum um hverskonar atburð er að ræða. Þannig gæti maður sem ekki þekkir til leikja horft furðu lostinn á kappleik í handbolta og ekki skilið hvað er að gerast. Ef einhver útskýrði fyrir manninum hvað kappleikir eru og hverskonar kappleikur handknattleikur er, þá...

category-iconBókmenntir og listir

Hvers vegna hlæjum við að óförum annarra?

Í því skyni að svara þessari spurningu er tilvalið að leita til franska heimspekingsins Henri Bergsons (1859-1941). Hann setti fram kenningar sínar um hlátur um aldamótin 1900, í frægri ritgerð sem einfaldlega heitir Hláturinn (Le Rire). Enn í dag eru hugmyndir hans mikilvægar, þó ekki sé nema vegna þess hversu mi...

category-iconHugvísindi

Borða dýrin?

Samkvæmt hefðbundinni málnotkun og máltilfinningu borðar maðurinn en önnur dýr éta. Misskilningur á þessu hefur oft komið fram í spurningum til okkar og virðist vera að færast í vöxt. Því viljum við minna sérstaklega á þetta hér. Það er einungis maðurinn sem borðar, samkvæmt máltilfinningu okkar. Þó má að sjál...

category-iconSálfræði

Hver er Jerome S. Bruner?

Jerome S. Bruner.Jerome S. Bruner er fæddur í New York árið 1915. Hann lauk B.A.-prófi við Duke-háskóla og stundaði síðan nám í sálfræði við Harvard-háskóla og lauk doktorsprófi við þann sama háskóla 1941. Hann varð prófessor við Harvard 1944 og hefur verið við þann skóla síðan. Hann var forseti bandaríska sálfræ...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvað hafa margir farið í geimferðir?

Þegar þetta er skrifað, í lok árs 2010, hafa 517 manns farið út í geiminn, 463 karlar og 54 konur. Þetta fólk er af 38 þjóðernum, langflestir frá Bandaríkjunum eða 334. Sovétmenn sendu 72 út í geiminn og eftir fall þeirra hafa Rússar og önnur fyrrverandi ríki Sovétríkjanna átt 35 geimfara. Fyrsti maðurinn til...

category-iconNæringarfræði

Getum við lifað á hundasúrum, grasi og öðru slíku eins og hestarnir og kýrnar?

Við fáum orku úr jurtum fyrst og fremst í formi sterkju sem er forðasykra plöntunnar, samsett úr glúkósasameindum. Aðalbyggingarefni og uppistaða í frumuveggjum plantna er svokallað beðmi eða sellulósi. Það er einnig úr glúkósasameindum en þær tengjast öðruvísi en glúkósasameindir sterkjunnar og meltingarensím man...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvað er skammrif og hvaða böggull fylgir því?

Skammrif er annars vegar notað um stutt rifbein í kind, það er eitthvert af fjórum fremstu rifjunum en hins vegar um framhluta kindarskrokks (bringu, hrygg og fjögur fremstu rifin). Orðið er notað í tveimur orðasamböndum, það eru komin/farin skammrifin úr deginum ‘það er tekið að líða á daginn’ og þar fylgir böggu...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvaðan komu fyrstu hundarnir og hvernig eru hundar ræktaðir?

Hundar (Canis familiaris) eru náskyldir úlfum og tilheyra þeir báðir sömu ættinni, hundaættinni (Canidae), sem inniheldur aðeins um 35 tegundir í um það bil 10 ættkvíslum. Nánasti forfaðir hunda er talinn vera timburúlfurinn (Canis lupus lyacon), en mjög lítill erfðafræðilegur munur er á hundum og úlfum og geta þe...

category-iconÞjóðfræði

Hver er sagan á bak við dauðann, það er manninn með ljáinn?

Á Íslandi er dauðinn gjarnan persónugerður sem maðurinn með ljáinn, og í sálminum ‘Um dauðans óvissan tíma’ líkir Hallgrímur Pétursson dauðanum við slyngan sláttumann. Á ensku heitir hann Grim Reaper eða Scythe-man og á þýsku Sensemann. Hinn slyngi sláttumaður vitjar deyjandi manns. Hugmynd okkar á Vesturlö...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvað geta geitur lifað lengi?

Geitur eru náskyldar kindum og eru meðal nytsömustu húsdýra. Þær verða venjulega um 15 ára gamlar. Helstu afurðir geita eru mjólk, ull, ostur, kjöt og leður. Talið er að maðurinn hafi haldið geitur sem húsdýr í um 10.000 ár. Á Íslandi hafa geitur verið haldnar frá landnámsöld. Heimildir:Vefútgáfa Br...

category-iconHeimspeki

Er hægt að sanna það vísindalega að maðurinn hafi vitund og að hann hugsi?

Spurningin í heild var sem hér segir:Flestir eru sammála því að maðurinn hafi svokallaða vitund og að hann hugsi. Er hægt að sanna það vísindalega (með mælitækjum til dæmis)? Ef svo er þá hvernig, ef ekki þá hvers vegna?Það er sjaldgæft að vísindamenn taki sér fyrir hendur að sanna að það sem blasir við sé til í...

category-iconTrúarbrögð

Hvað er búddismi?

Búddismi er trúarkenning og heimspeki boðuð í Indlandi af Gautama Buddha sem var uppi fyrir um 2500 árum (menn deila um nákvæmar dagsetningar en almennt er litið svo á að hann hafi fæðst um 563 og dáið um 483 fyrir Krist.) Búddistar líta svo á að allt í heiminum sé hverfult. Ekki bara líkami mannsins heldur han...

Fleiri niðurstöður