Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 1247 svör fundust

category-iconJarðvísindi

Hvað eru vatnaskil og vatnasvið?

Vatnaskil: Efst eftir fjallshrygg milli tveggja dala mætti draga markalínu þannig að öðrum megin hennar rynni vatn niður í annan dalinn en hinum megin niður í hinn. Það heita vatnaskil. Vatnaskil. Vatnasvið tiltekinnar ár er safnsvæði árinnar: innan þess falla öll vötn og lækir til hennar. Einnig má tala um ...

category-iconLögfræði

Er löglegt að auglýsa áfengi og tóbak í tímaritum eða blöðum ef þau eru skráð útgefin erlendis?

Í 73. gr. stjórnarskrárinnar er tjáningarfrelsið verndað. Samkvæmt 3. mgr. 73. gr. stjórnarskrárinnar er þó heimilt að setja tjáningarfrelsinu skorður, til dæmis til verndar heilsu manna. Til þess þarf þó skýra lagaheimild og þurfa skorðurnar að teljast nauðsynlegar og samrýmast lýðræðishefðum. Í 20. gr. áfengisla...

category-iconTrúarbrögð

Hvers vegna er Tómasarguðspjall ekki í Biblíunni?

Sögulegar ástæður Nú mætti færa fyrir því ýmis söguleg rök hvers vegna Tómasarguðspjall er ekki í Biblíunni. Það mætti til dæmis halda því fram að guðspjöll sem byggja á frásögum eins og guðspjöll Nýja testamentisins (að Jóhannesarguðspjalli meðtöldu) hafi notið vaxandi vinsælda á kostnað eldri rita sem þá ha...

category-iconLandafræði

Hvað eru til mörg lönd í heiminum?

Þegar þetta svar er uppfært, 21. desember 2012, má segja með nokkuð góðum rökum að lönd heims séu 196. Reyndar hefur þessari spurningu verið svarað áður á Vísindavefnum og það tvisvar frekar en einu sinni, í nóvember árið 2000 (Hvað eru mörg sjálfstæð lönd í heiminum?) og í apríl árið 2004 (Hvað eru til mörg l...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Er hægt að gera sýnilega hluti ósýnilega?

Hlutir eru sýnilegir vegna þess að yfirborð þeirra víxlverkar við ljós á ákveðinn hátt og við nemum ljósið með augunum. Einfaldasta leiðin til að gera hlut ósýnilegan er þess vegna að hafa hann í algjöru myrkri. Einnig mætti til dæmis loka augunum, eða setja hlutinn inn í skáp. Líklega er þó ekki átt við það með ...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Væri hægt að knýja geimskip með kjarnorkusprengjum?

Þó það hljómi frekar ólíklega í fyrstu, þá væri hægt að nota kjarnorkusprengjur til að fljúga geimskipi á milli pláneta og fjarlægra stjarna. Þar að auki eru til ítarlegar teikingar og áætlanir um hvernig ætti að smíða slíkt geimskip með þeirri tækni og verkfræðikunnáttu sem við búum yfir í dag. Árið 1958 hóf r...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvers konar dýr eru sævespur, eru þær mjög eitraðar?

Sævespur (Cubozoa) tilheyra fylkingu hveldýra eða holdýra (Cnidaria) líkt og kóraldýr (Anthozoa) og marglyttur (Scyphoza). Á ensku er þessi hópur hveldýra kallaðar 'box jellyfish' vegna teningslaga forms möttulsins. Sævespa (Chironex sp.) Nokkrar tegundir sævespa framleiða afar öflugt eitur. Þekktust þessara...

category-iconHagfræði

Er eitthvað raunverulega ókeypis?

Það fer nú dálítið eftir því hvaða skilning menn leggja í „ókeypis“. Margt kostar nefnilega ekki pening. Sem dæmi mætti nefna bros, hrós eða faðmlag. Í ensku er til orðatiltækið „The best things in life are free“ sem mætti þýða eitthvað á þá leið að það besta í lífinu sé ókeypis. Ef við lítum svo á að „ókeypis“ þý...

category-iconLögfræði

Er löglegt að reka pírataútvarp á lágum krafti?

Upprunalega spurningin var: Er löglegt fyrir almenning að reka svokallaða "pirate radio station (pírataútvarp)" á lágum krafti? Hugtakið pírataútvarp vísar til fyrirbæris sem kallast á ensku Pirate radio, en með því er átt við útvarpsstöðvar sem starfa á skjön við reglur og leyfisveitingar með klækjabrögðum e...

category-iconMálvísindi: almennt

Hvers vegna dó latína út sem lifandi tungumál heillar þjóðar?

Latína var ítalísk mállýska sem er kennd við héraðið Latium (í dag Lazio) á Ítalíu. Framan af var þessi mállýska bara ein meðal margra á svæðinu og fjarri því að vera ríkjandi. Hún breiddist þó út með auknum hernaðarumsvifum og menningarlegum áhrifum Rómverja og náði um síðir yfir talsvert svæði í Evrópu og kringu...

category-iconHeimspeki

Hver er munurinn á kommúnista og femínista?

Eins og með flesta „isma“ og „ista“ þá er hvorki til ein og endanleg skilgreining á femínista né kommúnista. Um er að ræða fjölbreyttar stefnur og hreyfingar og má finna um þær fjöldamörg dæmi í mannkynssögu síðustu alda frá ólíkum svæðum jarðar. En einnig er um að ræða hugmyndir eða hugsjónir sem fólk nýtir til a...

category-iconFélagsvísindi

Hvað þýðir orðið hrakvirði í bókhaldsmáli?

Hrakvirði fjármuna er sú fjárhæð sem fæst við sölu þeirra þegar fyrirtæki hyggst hætta að nota þá. Það getur verið núll eða ekkert ef ekki stendur til að selja fjármunina. Í bókhaldi er afskriftastofn fjármuna kostnaðarverð að frádregnu hrakvirði þeirra í lok áætlaðs nýtingartíma. Sem dæmi mætti nefna leigubíl ...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvernig er hægt að sjá hvort læður séu kettlingafullar?

Fyrstu 10-20 daga meðgöngunnar er nærri ómögulegt að sjá hvort læða sé kettlingafull. Til þess að skera úr um það þyrfti kattareigandinn að fara til dýralæknis og láta framkvæma þungunarpróf á henni. Á annarri eða þriðju viku meðgöngunnar koma fyrstu ytri einkennin í ljós. Geirvörtur læðunnar stækka nokkuð og ...

category-iconBókmenntir og listir

Af hverju eru nótur á píanói svartar og hvítar?

Spurningin í heild sinni hljóðaði svona:Af hverju eru nóturnar á píanóinu bara hafðar svartar og hvítar? Og af hverju eru þær þá ekki svartar og hvítar til skiptis?Milli tveggja samliggjandi nótna á píanói, hvort sem þær eru báðar hvítar eða önnur hvít og hin svört, er svokallað hálftónsbil. Hálftónsbil fæst með þ...

category-iconVísindi almennt

Hvar fæ ég upplýsingar um ættfræði á Netinu og utan þess?

Athugasemd ritstjórnar: Þetta svar var uppfært 16. september 2016 þar sem upplýsingar í upprunalega svarinu voru úreltar. Íslensk erfðagreining og Friðrik Skúlason reka Íslendingabók sem er viðamikill ættfræðigrunnur. Þar geta notendur rakið ættir sínar og skoðað skyldleika við aðra Íslendinga. Einnig mætti nef...

Fleiri niðurstöður