Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 268 svör fundust
Hafa leikmenn fengið að gefa stjörnum og öðrum fyrirbærum í geimnum nöfn?
Heyrst hefur af fyrirtækjum sem auglýsa stjörnur himinsins til sölu. Fyrir um 4000 krónur eða svo, stundum meira eða minna, gefst manni kostur á að nefna eina stjörnu eftir sér, ástvini sínum eða einhverjum öðrum. Í kaupbæti er fallegt skírteini með nafninu sem þú valdir, stundum bók eða stjörnukort, einhverjir að...
Hvað eru tekjuáhrif?
Hagfræðingar nota hugtakið tekjuáhrif (e. income effect) oftast til að lýsa áhrifum tiltekinnar verðbreytingar á eftirspurn vegna þeirrar breytingar á kaupmætti sem verðbreytingin veldur. Að auki veldur verðbreyting alla jafna svokölluðum staðkvæmdaráhrifum (e. substitution effect) en með því er átt við þá breytin...
Hvað varð um peningana sem almenningur tapaði í hruninu 2008?
Eignaverðsbóla býr til mikið af verðmætum á pappír en hefur miklu minni áhrif á raunveruleg verðmæti í hagkerfinu. Skýringin er að í bólu setja markaðir hærri verðmiða en áður á eignir eins og fyrirtæki (hlutabréf) eða fasteignir. Þar með finnst eigendum þeirra þeir verða ríkari en áður. Í ákveðnum skilningi eru þ...
Hvað merkir "ginn" í orðinu "ginnkeyptur"?
Í heild hljóðaði spurningin svona:Ég er að velta fyrir mér hvaðan merking orðsins að vera ginnkeyptur kemur. Hvað þýðir "ginn" í orðinu og hver er uppruni þessa orðs? Fyrri liðurinn ginn- í nokkrum orðum er forliður notaður til áherslu. Að baki liggur sögnin að ginna ‘lokka, tæla, svíkja’ sem í fornu máli hafði e...
Eru jólasveinar til í alvörunni?
Hér er jafnframt svarað spurningu Davíðs Arnar (f. 1989) Er jólasveinninn til í alvöru eða er hann bara eitthvert rugl? Hvað er það að vera til "í alvörunni"? Það er auðvitað ekkert vafamál að jólasveinar eru til í hugum okkar og í sögum og frásögnum af þeim. Í einhverjum skilningi hljóta þeir því að vera ti...
Hvar get ég fengið upplýsingar um gömul dómsmál, og skiptir þá máli hvort höfðað var einkamál eða opinbert mál?
Í lýðræðissamfélagi þykir mikilvægt að almenningur hafi aðgang að dómum sem dómstólar kveða upp. Eru því allir dómar aðgengilegir almenningi. Hægt er að nálgast dóma hæstaréttar, allt frá stofnun hans, í dómasöfnum sem er að finna á helstu bókasöfnum landsins, til dæmis Landsbókasafni Íslands - Háskólabókasafni. Á...
Ef vinur minn selur mér sál sína er hann þá sálarlaus?
Spurningin í heild sinni hljóðaði svona:Ef vinur minn selur mér sál sína gegn greiðslu og við gerum með okkur skriflegan samning/afsal, er hann þá sálarlaus?Eins og venja er á Vísindavefnum þótti viðeigandi að leita álits sérfræðings til að svara þessu brýna álitaefni. Einhverra hluta vegna vísuðu sálfræðiskor Hás...
Hvernig er komið í veg fyrir innherjaviðskipti og samráð á millibankamarkaði með gjaldeyri?
Spurningin var upphaflega: Í nýlegu svari á Vísindavefnum Hvaða aðilar stýra gengi íslensku krónunnar? kemur m.a. fram að gengi krónunnar ráðist á millibankamarkaði með gjaldeyri þar sem: "[t]ilboð[..] eru birt á sameiginlegum gagnaveitum þar sem aðeins viðskiptavakar og Seðlabankinn sjá tilboðin." Hvaða völd...
Hvað eru hlutabréfavísitölur?
Hlutabréfavísitölur eru mælikvarðar á þróun verðs ákveðinna tegunda eða flokka hlutabréfa. Þær eru því á margan hátt hliðstæðar verðlagsvísitölum, eins og vísitölu neysluverðs. Vísitala neysluverðs er mælikvarði á þróun verðlags, það er að segja á breytingar á verði allra vara og allrar þjónustu. Munurinn liggur þ...
Hvert er gengi krónunnar?
Þegar þetta er skrifað, þann 3. apríl 2008, er gengisvísitalan 150,3 stig samkvæmt upplýsingum á vef Seðlabanka Íslands. Sumum finnst betra að fylgjast með genginu með því að skoða hvað þarf að borga margar íslenskar krónur fyrir ákveðinn erlendan gjaldeyri, til dæmis bandaríkjadollar eða evru. Í dag þarf að bor...
Hvaðan kemur orðatiltækið „að seljast eins og heitar lummur“?
Orðatiltækið að eitthvað seljist eins og heitar lummur er ekki gamalt í málinu. Dæmi fara ekki að sjást á timarit.is fyrr en eftir miðja 20. öld. Heitar lummur þóttu, og þykja mörgum enn, mesta lostæti og hægt var að á síðustu öld að kaupa nýbakaðar lummur á kaffihúsum. Því hefur þótt gott að grípa til þeirra þega...
Hvernig á að fallbeygja orðið Hagkaup?
Orðið kaup merkir ‛verslun, viðskipti’ og er venjulega notað í fleirtölu sem og í merkingunni ‛það að kaupa’. Gerð eru góð eða slæm kaup, maður getur átt í hagstæðum eða óhagstæðum kaupum við einhvern annan og þriðji maður getur til dæmis gengið inn í kaupin. Ekki er kominn festa á beygingu verslun...
Hvers vegna er munur á kaup- og sölugengi gjaldmiðla?
Skýringin á þessu er í raun sú sama og á því að smásöluverð er alla jafna hærra en heildsöluverð á vörum. Það fylgir því einhver kostnaður að versla með allar vörur og sá kostnaður rekur fleyg milli kaup- og söluverðs. Hversu stór þessi fleygur er fer eftir ýmsu, til dæmis því hve erfið vara er í meðförum, hve stó...
Má lögráða einstaklingur sem hefur náð 18 ára aldri neyta áfengis?
Árið 1933 var samþykkt tillaga á Alþingi þess efnis að fara skyldi fram þjóðaratkvæðagreiðsla á árinu um hvort afnema skyldi bann við innflutningi áfengra drykkja. Ólíkt öðrum þjóðaratkvæðagreiðslum sem farið höfðu fram áður um ýmis málefni tengd íslensku þjóðinni féllu atkvæði í þessu ákveðna máli nokkuð jafnt og...
Hvert er hlutfall launakostnaðar af heildarútgjöldum fyrirtækja annars vegar og opinberra stofnana hins vegar, að meðaltali?
Þjóðhagsstofnun hefur áætlað að árið 1998 hafi útgjöld vegna launa verið 69% af útgjöldum hins opinbera til þess sem kallað er samneysla. Samneysla er í grófum dráttum kaup hins opinbera (ríkis og sveitarfélaga) á vörum og þjónustu þannig að í þessu eru ekki öll ríkisútgjöld. Skiptir mestu að útgjöld vegna ýmiss k...