Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvar get ég fengið upplýsingar um gömul dómsmál, og skiptir þá máli hvort höfðað var einkamál eða opinbert mál?

Helga Hafliðadóttir

Í lýðræðissamfélagi þykir mikilvægt að almenningur hafi aðgang að dómum sem dómstólar kveða upp. Eru því allir dómar aðgengilegir almenningi. Hægt er að nálgast dóma hæstaréttar, allt frá stofnun hans, í dómasöfnum sem er að finna á helstu bókasöfnum landsins, til dæmis Landsbókasafni Íslands - Háskólabókasafni. Á heimasíðu Hæstaréttar, er svo hægt að finna alla dóma uppkveðna efir 1998, auk héraðsdómsins sem var til endurskoðunar.

Einnig er hægt að kaupa aðgang að öllum hæstaréttardómum, uppkveðnum eftir 1945, á heimasíðu Lánstrausts. Aðgangur að dómasafninu kostar 9.800 kr.

Héraðsdóma er ekki hægt að finna á netinu eins og hæstaréttardóma. En það stendur til bóta og ætlunin er að birta þá á heimasíðu héraðsdómstóla og dómstólaráðs. Aðeins einn héraðsdómstóll, Héraðsdómur Norðurlands eystra, er búinn að koma sínum dómum inn á vefinn, en þar er ekki hægt að skoða dóma sem eru eldri en eins árs. Hins vegar er hægt að fara í héraðsdóma og fá afrit af dómi.

Ekki skiptir máli hvort höfðað var einkamál eða opinbert mál. Dómarnir eru allir birtir.

Höfundur

nemi í lögfræði við HÍ

Útgáfudagur

21.10.2005

Spyrjandi

Jóna Dís Þórisdóttir

Tilvísun

Helga Hafliðadóttir. „Hvar get ég fengið upplýsingar um gömul dómsmál, og skiptir þá máli hvort höfðað var einkamál eða opinbert mál?“ Vísindavefurinn, 21. október 2005, sótt 21. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=5345.

Helga Hafliðadóttir. (2005, 21. október). Hvar get ég fengið upplýsingar um gömul dómsmál, og skiptir þá máli hvort höfðað var einkamál eða opinbert mál? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=5345

Helga Hafliðadóttir. „Hvar get ég fengið upplýsingar um gömul dómsmál, og skiptir þá máli hvort höfðað var einkamál eða opinbert mál?“ Vísindavefurinn. 21. okt. 2005. Vefsíða. 21. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=5345>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvar get ég fengið upplýsingar um gömul dómsmál, og skiptir þá máli hvort höfðað var einkamál eða opinbert mál?
Í lýðræðissamfélagi þykir mikilvægt að almenningur hafi aðgang að dómum sem dómstólar kveða upp. Eru því allir dómar aðgengilegir almenningi. Hægt er að nálgast dóma hæstaréttar, allt frá stofnun hans, í dómasöfnum sem er að finna á helstu bókasöfnum landsins, til dæmis Landsbókasafni Íslands - Háskólabókasafni. Á heimasíðu Hæstaréttar, er svo hægt að finna alla dóma uppkveðna efir 1998, auk héraðsdómsins sem var til endurskoðunar.

Einnig er hægt að kaupa aðgang að öllum hæstaréttardómum, uppkveðnum eftir 1945, á heimasíðu Lánstrausts. Aðgangur að dómasafninu kostar 9.800 kr.

Héraðsdóma er ekki hægt að finna á netinu eins og hæstaréttardóma. En það stendur til bóta og ætlunin er að birta þá á heimasíðu héraðsdómstóla og dómstólaráðs. Aðeins einn héraðsdómstóll, Héraðsdómur Norðurlands eystra, er búinn að koma sínum dómum inn á vefinn, en þar er ekki hægt að skoða dóma sem eru eldri en eins árs. Hins vegar er hægt að fara í héraðsdóma og fá afrit af dómi.

Ekki skiptir máli hvort höfðað var einkamál eða opinbert mál. Dómarnir eru allir birtir. ...