Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 95 svör fundust
Hvað er búið á mörgum eyjum við Ísland?
Niðurstaða skyndiskoðunar á landakorti og upprifjunar í huganum er sú að búið sé á átta eyjum við Ísland. Þá er miðað við að einhver eigi þar lögheimili (reyndar þýðir lögheimili ekki endilega að viðkomandi hafi heilsársbúsetu á staðnum en til þess að hafa eitthvað viðmið er þetta valið). Þessar eyjur eru Heimaey,...
Hvernig varð jörðin til?
Athugasemd ritstjórnar: Þegar þetta svar var upphaflega skrifað var Plútó flokkaður sem ein af reikistjörnum sólkerfisins. 24. ágúst árið 2006 samþykkti Alþjóðasamband stjarnfræðinga aftur á móti nýja skilgreiningu á reikistjörnum. Plútó fellur ekki undir hana og telst nú til dvergreikistjarna. Reikistjörnurnar er...
Hjólin undir bíl á ferð virðast stundum snúast í hina áttina. Af hverju?
Ásdís Birgisdóttir: Af hverju snúast dekkin á bílum alltaf öfugan hring í bíómyndum? Einar Bragi: Af hverju sýnast hjólin snúast aftur á bak í sjónvarpi og bíó?Sumir virðast halda að þetta gerist alltaf en það er ekki rétt; það gerist bara stundum! Í fyrsta lagi duga ekki hjól af venjulegustu gerð til að þe...
Hvað er langt milli Vopnafjarðar og Eyrarbakka upp á míkrómetra?
Þessi spurning gefur tilefni til að taka á málum sem margir átta sig ekki á til hlítar. Er þá einkum átt við nákvæmni í tölum og talnameðferð og hvernig hún helst í hendur við eðli máls og aðstæður allar hverju sinni. Míkrómetrinn er skammstafaður µm, þar sem µ er gríski bókstafurinn mý. Einn µm er milljónasti ...
Hvað er svona merkilegt við Amasonfljótið og Amasonregnskóginn?
Amasonfljót er langstærsta fljót í heimi og vatnsmagnið sem fellur til sjávar er meira en samanlagt vatnsmagn úr Níl, Mississippi- og Yangtze-fljótum. Þótt áin Níl sé 250 km lengri en þeir 6400 km sem Amasonfljótið telur, er hún bara um 2,3% af heildarflæði (m3/s) Amasonfljótsins. Amasonfljótið er um 13 sinnum len...
Hvað er eitt ljósár mörg ár?
Ljósár er sú vegalengd sem ljós ferðast á einu ári og vísar því til vegalengdar. Eitt ár er hins vegar sá tími sem það tekur Jörðina að ganga einn hring í kringum sólina. Hér er því um tvær mismunandi mælieiningar að ræða sem ekki er hægt að bera saman. Önnur mælir vegalengd en hin tíma. Til dæmis vitum við að ...
Hvert er heimsmetið í maraþonhlaupi?
Uppruni maraþonshlaupsins nær allt aftur til ársins 490 f.Kr. Grikkir áttu þá í stríði við Persa í orrustunni um Maraþon. Þegar sigur Grikkja var í höfn var maður að nafni Þersippos sendur til Aþenu til að segja frá sigrinum. Þegar hann kom á leiðarenda hné hann niður örendur. Meira má lesa um þetta í svari Geirs ...
Hvað getið þið sagt mér um Sæunnarsundið?
Svonefnt Sæunnarsund var mikið þrekvirki sem unnið var af kú nokkurri sem synti yfir Önundarfjörð á flótta undan örlögum sínum. Forsaga uppákomunnar er sú að árið 1987 þurfti bóndi á bænum Neðri-Breiðadal í Önundarfirði að fækka gripum sínum vegna nýrra laga um gripakvóta. Hann þurfti því að slátra einni af kúnum ...
Hvað hefur Katla gosið oft og hvað er langt á milli gosa?
Kötlugos á sögulegum tíma eru um 20 talsins að frátöldu Eldgjárgosinu á tíundu öld. Miðað er við gos sem brutust upp úr jöklinum og skildu eftir sig gjóskulag í jarðvegi í nágrenni Mýrdalsjökuls. Hugsanlegt er að lítil gos sem ekki náðu að brjótast upp úr jökli hafi orðið öðru hverju milli stærri gosanna, síðast í...
Hvenær gaus Hofsjökull síðast?
Í stuttu máli sagt þá er ekki vitað hvenær Hofsjökull gaus síðast enda gossaga hans lítið þekkt. Hofsjökull er meðal tilkomumestu megineldstöðva landsins þar sem hann rís um 1800 metra hár og bungubreiður upp af miðhálendinu. Hann er nálægt því að vera kringlóttur, 35-40 kílómetrar að þvermáli, eftir því hvar m...
Er hæð bygginga einhver takmörk sett ef nóg fjármagn er fyrir hendi?
Skýjakljúfarnir á Manhattaneyju í New York hafa löngum vakið athygli og aðdáun manna. Empire State byggingin þótti á sínum tíma eitt af furðuverkum veraldar (byggingarár 1931). Var hún í 40 ár hæsta bygging heims (380 m) eða þar til hafnarstjórnin í New York lét reisa tvíburaturnbyggingarnar við höfnina (World Tra...
Er vegum oft breytt vegna „álfasteina“ eða er það bara eitthvað sem útlendingum er sagt?
Spurningin í fullri lengd hljóðaði svona: Hafa oft orðið tafir eða breytingar á veglagningu á Íslandi vegna „álfasteina“ eða er það bara eitthvað sem útlendingum er sagt? Á undanförnum áratugum hafa komið upp einstaka tilvik þar sem trú á álfabyggðir og álagabletti hefur tengst vegaframkvæmdum. Þessi mál ha...
Hvers konar berg finnst í Fremrinámakerfinu? Getið þið sagt mér eitthvað meira um Fremrináma?
Fremrinámakerfið nær sunnan úr Ódáðahrauni, norður með Norðurfjöllum og Jökulsá á Fjöllum og út með Öxarfirði. Það er meira en 100 kílómetra langt og breidd mest milli Heilagsdals og Ketildyngju, um tíu kílómetrar. Þar er megineldstöðin með mestri gosvirkni og upphleðslu, súru bergi og háhitasvæði. Kerfið er í óby...
Hvaða halastjarna er með lengstan hala?
Yfirleitt er í mesta lagi ein meiri háttar halastjarna sýnileg með berum augum frá jörðinni í einu. Lengdin á halanum breytist mjög með fjarlægð frá sól og er ekki endilega hin sama í hverri heimsókn halastjörnunnar eftir aðra. Þess vegna er lengd halans á halastjörnum ekki einkennisstærð sem hægt er að fletta upp...
Af hverju er það vandamál að íbúum landsbyggðarinnar fari fækkandi?
Í heild hljóðaði spurningin svona:Af hverju er vandamál að íbúafjölda landsbyggðarinnar sé að fækka? Hvaða afleiðingar hefði það í för með sér t.d. ef byggð legðist 100% af á Vestfjörðum? Hvað er hægt að gera til að sporna við þessari þróun? Þekkist þetta vandamál í öðrum löndum? Þann 1. janúar 2015 bjuggu 117....