Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 1564 svör fundust
Hvernig verka venjulegar kjarnorkusprengjur?
Kjarnorkan myndast við kjarnahvörf þar sem atómkjarnar breytast hverjir í aðra og gefa frá sér orku um leið. Þannig á kjarnorkan upptök sín í atómkjarnanum en venjuleg efnaorka sem myndast við bruna og önnur efnahvörf á upptök sín í rafeindaskipan frumeinda og sameinda utan atómkjarnans. Í kjarnahvörfum breytist m...
Er húðin líffæri?
Skilgreining á líffæri er:hlutur sem er samsettur úr tveim eða fleiri mismunandi tegundum vefja, hefur ákveðið hlutverk og þekkist á útliti eða lögun sinni.Húðin er gerð úr mismunandi vefjum og hefur ákveðið hlutverk og þekkist vel á útliti sínu. Hún er eitt stærsta líffæri líkamans, að minnsta kosti hvað varðar y...
Hvað getið þið sagt mér um indverska nashyrninginn?
Indverski nashyrningurinn (Rhinoceros unicornis) er ein fimm núlifandi tegunda nashyrninga í heiminum. Hann er ólíkur stóru afrísku tegundunum að því leyti að hann hefur aðeins eitt horn (líkt og hinar tvær asísku tegundirnar) eins og latneska heitið gefur til kynna. Hann finnst víða á Indlandi, í Bangladess, Nepa...
Er hægt að sjá í gegnum málma með röntgengeislum?
Já, það er vel hægt! Röntgengeislar eru í eðli sínu þannig að þeir smjúga í gegnum efni og í raun geta þeir smogið í gegnum hvaða efni sem er. Þeir dofna samt alltaf á leið sinni um efni, en dofnunin getur verið frá því að vera nánast engin, til dæmis í lofti, upp í að vera mjög mikil, til dæmis í blýi. Það hve...
Hver er sagan á bak við dauðann, það er manninn með ljáinn?
Á Íslandi er dauðinn gjarnan persónugerður sem maðurinn með ljáinn, og í sálminum ‘Um dauðans óvissan tíma’ líkir Hallgrímur Pétursson dauðanum við slyngan sláttumann. Á ensku heitir hann Grim Reaper eða Scythe-man og á þýsku Sensemann. Hinn slyngi sláttumaður vitjar deyjandi manns. Hugmynd okkar á Vesturlö...
Átti Jesús einhver systkini og gætu því núlifandi menn verið skyldir Kristi?
Upprunalega spurningin hljóðaði svona: Það er sagt frá því í guðspjöllunum að Jesús hafi átt systkini. Er hægt, og hefur verið reynt að rekja ættir núlifandi manna til Maríu meyjar. Er möguleiki á því að einhverjir séu skyldir Kristi? Í Markúsarguðspjalli, sem ritað um 40 árum eftir krossfestinguna, er eftirfa...
Hver er sagan á bak við hinn gríska þurs Argos? Hverjar eru grunnheimildir?
Argos hafði viðurnefnið panoptes á grísku, en það þýðir bókstaflega 'alsjáandi' enda var skrokkur hans alsettur 100 augum. Í grískum goðsögum kemur hann mest við sögu í einu af mörgum framhjáhöldum Seifs. Mynd af morði Argosar á fornum grískum vasa. Hermes leggur til Argosar og Íó í kvígulíki stendur hægra me...
Hvar pissar maður á leiðinni til tunglsins?
Hér er einnig svarað spurningunni:Er hægt að pissa í geimnum? Ekki hafa verið farnar mannaðar ferðir til tunglsins síðan snemma á 8. áratug síðustu aldar þannig að enginn hefur þurft að pissa á þeirri leið í langan tíma. Síðast þegar einhver þurfti að pissa á leið til tunglsins var aðstaðan hins vegar mjög bágb...
Fyrir hvað eru Súmerar þekktir?
Fjögur þúsund og fimm hundruð árum fyrir upphaf tímatals okkar (fæðingu Krists) voru sprottin upp lítil þorp í suðurhluta Mesópótamíu þar sem nú heitir Írak. Á þeim tíma náði sjávarströndin miklu lengra inn í landið en nú. Stórfljótin Evrat og Tigris hafa á rúmlega sex þúsund árum borið fram fram óhemjumagn af...
Hvað er Bonsai? Er það tegund eða aðferð?
Bonsai er japanskt orð og þýðir upprunalega að planta í bakka. Merking orðsins hefur þó breyst lítið eitt með tímanum og tengist nú einkum japönskum dvergatrjám og listinni að rækta tré í bökkum. Bonsai-tré líkjast venjulegum trjám sem vaxa villt í náttúrunni nema þau eru miklu minni. Bonsai-tré eru tekin úr ...
Úr hverju voru vatnslagnir Rómverja til forna og af hverju drógu þau menn til dauða?
Sú hugmynd er útbreidd að hnignun Rómaveldis til forna hafi meðal annars stafað af því að Rómverjar notuðu blýrör (lat. plumbum) í vatnslögnum. Þannig hafi háþróað vatnsveitukerfi gert Rómverja sljórri, ekki síst yfirstéttarfólk sem hafði betri aðgang að vatni en lágstéttirnar. Fátt bendir til þess að slíkar hugmy...
Hvað getið þið sagt mér um Chibcha, frumbyggja Kólumbíu?
Chibcha-fólkið er einn af frumbyggjahópum Kólumbíu í Suður-Ameríku. Í sumum heimildum gengur fólkið undir nöfnunum Muisca eða Mosca en hér verður heitið Chibcha notað og þá umritað sem Síbsjar. Á máli Síbsjar-búa þýðir síbsjar 'höfðingi samfélagsins'. Fyrir tíma landvinninga Spánverja í Suður- og Mið Ameríku bj...
Hvað eru steinkol og til hvers eru þau notuð?
Steinkol myndast úr leifum ferskvatnsplantna sem grafist hafa í jörð. Það umhverfi sem helst leiðir til kolamyndunar er votlendi þéttvaxið trjám og öðrum gróðri. Trjábolir, greinar, lauf og könglar falla í vatnið, verða vatnsósa og sökkva. Þá einangrast viðurinn frá súrefni andrúmsloftsins en bakteríur halda áfram...
Hvernig myndast þurrís og af hverju myndar hann þessa gufu eða reyk þegar hann er settur í vatn?
Hér verður einnig svarað eftirfarandi spurningum:Hver er munurinn á þurrís og venjulegum ís? Er þurrís virkilega svo kaldur að mann getur kalið ef maður snertir hann? Af hverju breytist þurrís ekki í vökva við bráðnun? Hvernig býr maður til þurrís? Hvar er þurrís notaður? Margir hafa eflaust séð þegar þurrís ...
Mig vantar svo að vita hvernig segulómun (MRI) fer fram?
Vatn er algengasta efnið í líkamanum og alls eru um 2/3 hlutar líkamans vatn. Hlutfall vatns er nokkuð mismunandi eftir líffærum og gerð vefja, en magn og eiginleikar vatns (hvort það er bundið eða óbundið) í vefjum breytist oft ef fólk veikist. Þetta fyrirbæri er notað við rannsóknir með segulómun. Vatn er efn...