Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 1461 svör fundust

category-iconLífvísindi: almennt

Hvað er snertiskyn?

Snertiskyn telst til húðskyns eins og varmaskyn (hitaskyn og kuldaskyn). Snertiskynið er elsta, frumstæðasta og þaulsetnasta skyn okkar. Það er fyrsta skynið sem við upplifum í móðurkviði og það síðasta sem við missum áður en við deyjum. Snerting er skynjuð þegar snertinemar í húðinni eða vefjum beint undir hen...

category-iconTrúarbrögð

Af hverju var rithöfundurinn Salman Rushdie dæmdur til dauða?

Árið 1989 dæmdi Ruhollah Khomeini, æðsti klerkur byltingarstjórnarinnar í Íran, rithöfundinn Salman Rushdie (f. 1947) til dauða fyrir guðlast. Að mati Khomeinis fól bókin Söngvar Satans eftir Rushdie í sér siðlausa og móðgandi umfjöllun um Múhameð spámann og eiginkonur hans. Jafnframt taldi Khomeini að bókin rangt...

category-iconEfnafræði

Ef metan er að mestu leyti vetni, hvað gerir það svo óæskilega gastegund?

Metan er efnasamband sem þýðir að hver sameind þess er gerð úr tveimur eða fleiri frumeindum (atómum) mismunandi frumefna. Efnasambönd hafa yfirleitt allt aðra eiginleika en frumefnin sem þau eru gerð úr. Eitt þekktasta og mikilvægasta dæmið um þetta er vatnið (H2O; tvær vetnisfrumeindir og ein súrefnisfrumein...

category-iconLæknisfræði

Af hverju rotast maður við höfuðhögg?

Rot er meðvitundarleysi eftir högg eða byltu. Við rotumst helst við högg sem lendir á höku eða gagnauga svo að höfuðið snýst skyndilega til hliðar eða upp. Ekki er fullljóst af hverju menn rotast við högg en líklegast þykir að það sé vegna áverka á heilastofninn. Heilastofn liggur á milli hvelaheila (e. telence...

category-iconHeimspeki

Í hverju er gagnsemi háskólamenntunar fyrir samfélagið fólgin?

Þegar rætt er um gagnsemi háskólamenntunar er langoftast bent á að hún sé áhrifaríkasti þátturinn í að auka hagvöxt, nýsköpun og samkeppnishæfni þjóða. Þetta fellur vel að ríkjandi gildismati og samfélagssýn og þjónar því vel sem rök fyrir að veita skuli auknu fjármagni til háskóla. Þetta er mikilvæg röksemd, en h...

category-iconBókmenntir og listir

Af hverju er óbó alltaf notað til að gefa tóninn í upphafi sinfóníutónleika?

Spurningin í fullri lengd hljóðaði svona: Hvernig stendur á því að óbó er notað til að gefa tóninn í upphafi tónleika sinfoníuhljómsveita, og önnur hljóðfæri stilla sig eftir? Gestir sinfóníutónleika hafa eflaust tekið eftir því að áður en hljómsveitin hefur leik sinn þarf hún að stilla sig saman. Þetta er...

category-iconHugvísindi

Hvaðan kemur orðið busi?

Athugasemd ritstjórnar: Svar við þessari spurningu var fyrst birt 20.7.2009 en var endurbirt 17.4.2018. Höfundur svarsins hafði þá bætt aðeins við það, eftir að Vísindavefnum barst þetta bréf frá Rakel Önnu: Rakel Anna heiti ég og er nemi við Menntaskólann á Akureyri. Ég fór um daginn að velta fyrir mér hvaða...

category-iconFélagsvísindi

Mega lögreglumenn vera ónúmeraðir, grímuklæddir og neita að gefa upp númer hvað þeir séu?

Lögreglumenn eru að jafnaði einkennisklæddir og gilda strangar reglur um hvernig lögreglubúningur skal úr garði gerður. Sérstök reglugerð hefur verið gefin út af hálfu dómsmálaráðuneytisins um lögregluskilríki og notkun þeirra en þar segir að lögreglumenn og handhafar lögregluvalds skuli að jafnaði vera með lögre...

category-iconHugvísindi

Af hverju er málverkið af Mónu Lísu svona frægt? Eru til fleiri gerðir af því en ein?

Leonardó da Vinci: La Gioconda (Móna Lísa), máluð 1503-1506. Hæð 77 cm; Lengd 53 cm. Heimild: Wikimedia Commons. Leonardó da Vinci (1452-1519) málaði Mónu Lísu eða La Gioconda, eins og verkið er kallað víðast utan hins enskumælandi heims, í Flórens rétt upp úr aldamótunum 1500, og hann málaði hana aðeins einu s...

category-iconHeimspeki

Hvað er fyrirbærafræði?

Fyrirbærafræði (e. phenomenology, þ. Phänomenologie) er heimspekistefna sem kom fram á 20. öld og hefur haft ómæld áhrif á iðkun heimspekinnar. Kjarni fyrirbærafræðinnar er rannsókn á gerð mannlegrar vitundar eins og hún birtist frá sjónarhorni fyrstu persónu. Grundvallarformgerð vitundarinnar er í því fólgin að h...

category-iconStærðfræði

Hvernig má réttlæta það að gefa sér frumsendur í stærðfræði, án þess að sanna þær?

Upprunalega spurningin hljóðaði svona: Hvernig má réttlæta það að gefa sér frumreglur í stærðfræði, án þess að sanna þær? Sem fræðigrein er stærðfræði byggð upp þannig að nýjar niðurstöður eru leiddar út (sannaðar) á grundvelli þeirra niðurstaðna sem þegar eru komnar. Í upphafi byrjar maður því með tvær hen...

category-iconVísindavefur

Hver er þessi frú í Hamborg og af hverju er hún að gefa okkur peninga?

Rannsóknarnefndin sem var skipuð af yfirstjórn Vísindavefsins fyrir skömmu og fjallað er um í svari við spurningunni Hver stal kökunni úr krúsinni í gær? hefur hvorki setið auðum höndum né kyrrum fótum. Fyrstu niðurstöður hennar verða birtar innan tíðar, líklega í þremur stórum tíðabindum. Bakarasveitinni varð ...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvað éta kanínur?

Kanínur eru jurtaætur og geta étið ýmiss konar plöntur. Villtar kanínur éta einkum gras en einnig ýmiss konar lauf, blóm, ber, rætur, trjábörk og jafnvel trjágreinar. Fæða þeirri inniheldur mikið beðmi sem er tormeltanlegt en meltingarkerfi þeirra hefur þróað aðferðir til að melta það betur. Kanínur eru svoköl...

category-iconMálvísindi: íslensk

Er ekki hæpið að segja "gefa e-m gott klapp"? Hvað með að "eyða" leyfinu sínu?

Orðasambandið að gefa einhverjum gott klapp í merkingunni 'að klappa fyrir e-m' virðist vera fremur ungt í málinu. Áður var nær eingöngu notað að klappa fyrir e-m, til dæmis „Við skulum klappa fyrir Jóni.” Að gefa einhverjum gott klapp er íslensk myndun þar sem hugsanlega er tekið mið af erlendri notkun. Til d...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvað á maður að gefa smáfuglum, skógarþröstum og öðrum, að éta úti í garði á veturna?

Þegar vetrarhörkur ríkja sækja þúsundir fugla til byggða í fæðuleit og fjölmargir landsmenn bera út fæðu fyrir þá. Á höfuðborgarsvæðinu yfir vetrartímann eru algengustu smáfuglarnir skógarþröstur (Turdus iliacus), stari (Sturnus vulgaris), hrafn (Corvus corax), snjótittlingur (Plectrophenax nivalis) og auðnutittli...

Fleiri niðurstöður