Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvaðan kemur orðið busi?

Guðrún Kvaran

Árnastofnun - mynd í *Árnarstofnun
Athugasemd ritstjórnar: Svar við þessari spurningu var fyrst birt 20.7.2009 en var endurbirt 17.4.2018. Höfundur svarsins hafði þá bætt aðeins við það, eftir að Vísindavefnum barst þetta bréf frá Rakel Önnu:

Rakel Anna heiti ég og er nemi við Menntaskólann á Akureyri. Ég fór um daginn að velta fyrir mér hvaðan orðið busi kæmi og í stað þess að gúggla það spurðist ég fyrir hjá kennurum. Enginn þeirra gat veitt mér svar fyrir utan einn, en það var hann Sverrir Páll íslenskukennari. Hann sagði mér að orðið hefði komið í íslenskuna úr latínu. Í Bessastaðaskóla var lengi vel kennd latína og í sumum beyingarmyndum latneskra orða endar orðið á ...bus, það á að vera borði fram sem „bús“ en sumir nýnemar báru það alltaf fram „bus“, með engu „ú“-hljóði. Það var kennarinn ekki sáttur við og gerði þá grín af þeim og kallaði þá busa, með engu „ú“ hljóði. Það hefur síðan festst við nýnema að vera kallaðir busar.

Eftir að ég fékk þessa útskýringu ákvað ég að gúggla það líka til að staðfesta þetta en fannst ykkar skýring ekki ná yfir þessa útskýringu okkar Sverris. Þá má kanski bæta við þetta að nú er búið að banna flestallar athafnir tengdar busun, nú má ekki lengur, samkvæmt skólareglum, kalla busa (nýnema)„busa“ og böðla(nema í elsta bekk) „böðla“ en það stoppar nemendur þó yfirleitt ekki, en þessar reglur gengu í garð haustið 2017.

Orðið busi hefur verið notað í íslensku frá því á 19. öld. Þá var það haft um stráka í neðsta bekk mennta- eða latínuskóla, samanber dæmi frá Jóni Thoroddsen frá öðrum þriðjungi 19. aldar í Ritmálsskrá Orðabókar Háskólans:

Busa eður „novibusa“ kölluðu piltar nýsveina eður þá, sem seinasta haust komu í skóla.

Síðar var orðið notað jafnt um stráka og stelpur.

Orðið busi hefur verið notað í íslensku frá því á 19. öld. Á myndinni sjást busar í Norður-Karólínu 1899.

Allmörg 19. aldar dæmi er að finna í Ritmálsskránni og á Timarit.is um busi en dæmi Jóns er hið eina sem gefur upprunann í skyn. Orðið er því líklega myndað af lýsingarorðinu novus í merkingunni ‘nýr’. Þágufall fleirtölu er novis og busi væri þá myndað af síðari lið orðmyndarinnar novibus sem er ranglega myndað þágufall fleirtölu.

Fyrsti bekkur var kallaður busía. Þorvaldur Thoroddsen skrifaði í Minningabók sína (I:63) sem kom út að honum látnum 1922-1923:

í „busíu“, svo var neðsti bekkur kallaður.

Heimildir:
  • Jón Thoroddsen. 1942. Skáldsögur Jóns Thoroddsens I–II. Ritstjóri: Steingrímur J. Þorsteinsson. Reykjavík.
  • Þorvaldur Thoroddsen 1922-1923. Minningabók I-II. Safn Fræðafjelagsins I-II. Kaupmannahöfn.

Mynd:

Höfundur

Guðrún Kvaran

prófessor

Útgáfudagur

17.4.2018

Spyrjandi

Birgir Pétursson, Rakel Anna Boulter

Tilvísun

Guðrún Kvaran. „Hvaðan kemur orðið busi?“ Vísindavefurinn, 17. apríl 2018, sótt 21. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=28633.

Guðrún Kvaran. (2018, 17. apríl). Hvaðan kemur orðið busi? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=28633

Guðrún Kvaran. „Hvaðan kemur orðið busi?“ Vísindavefurinn. 17. apr. 2018. Vefsíða. 21. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=28633>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvaðan kemur orðið busi?
Athugasemd ritstjórnar: Svar við þessari spurningu var fyrst birt 20.7.2009 en var endurbirt 17.4.2018. Höfundur svarsins hafði þá bætt aðeins við það, eftir að Vísindavefnum barst þetta bréf frá Rakel Önnu:

Rakel Anna heiti ég og er nemi við Menntaskólann á Akureyri. Ég fór um daginn að velta fyrir mér hvaðan orðið busi kæmi og í stað þess að gúggla það spurðist ég fyrir hjá kennurum. Enginn þeirra gat veitt mér svar fyrir utan einn, en það var hann Sverrir Páll íslenskukennari. Hann sagði mér að orðið hefði komið í íslenskuna úr latínu. Í Bessastaðaskóla var lengi vel kennd latína og í sumum beyingarmyndum latneskra orða endar orðið á ...bus, það á að vera borði fram sem „bús“ en sumir nýnemar báru það alltaf fram „bus“, með engu „ú“-hljóði. Það var kennarinn ekki sáttur við og gerði þá grín af þeim og kallaði þá busa, með engu „ú“ hljóði. Það hefur síðan festst við nýnema að vera kallaðir busar.

Eftir að ég fékk þessa útskýringu ákvað ég að gúggla það líka til að staðfesta þetta en fannst ykkar skýring ekki ná yfir þessa útskýringu okkar Sverris. Þá má kanski bæta við þetta að nú er búið að banna flestallar athafnir tengdar busun, nú má ekki lengur, samkvæmt skólareglum, kalla busa (nýnema)„busa“ og böðla(nema í elsta bekk) „böðla“ en það stoppar nemendur þó yfirleitt ekki, en þessar reglur gengu í garð haustið 2017.

Orðið busi hefur verið notað í íslensku frá því á 19. öld. Þá var það haft um stráka í neðsta bekk mennta- eða latínuskóla, samanber dæmi frá Jóni Thoroddsen frá öðrum þriðjungi 19. aldar í Ritmálsskrá Orðabókar Háskólans:

Busa eður „novibusa“ kölluðu piltar nýsveina eður þá, sem seinasta haust komu í skóla.

Síðar var orðið notað jafnt um stráka og stelpur.

Orðið busi hefur verið notað í íslensku frá því á 19. öld. Á myndinni sjást busar í Norður-Karólínu 1899.

Allmörg 19. aldar dæmi er að finna í Ritmálsskránni og á Timarit.is um busi en dæmi Jóns er hið eina sem gefur upprunann í skyn. Orðið er því líklega myndað af lýsingarorðinu novus í merkingunni ‘nýr’. Þágufall fleirtölu er novis og busi væri þá myndað af síðari lið orðmyndarinnar novibus sem er ranglega myndað þágufall fleirtölu.

Fyrsti bekkur var kallaður busía. Þorvaldur Thoroddsen skrifaði í Minningabók sína (I:63) sem kom út að honum látnum 1922-1923:

í „busíu“, svo var neðsti bekkur kallaður.

Heimildir:
  • Jón Thoroddsen. 1942. Skáldsögur Jóns Thoroddsens I–II. Ritstjóri: Steingrímur J. Þorsteinsson. Reykjavík.
  • Þorvaldur Thoroddsen 1922-1923. Minningabók I-II. Safn Fræðafjelagsins I-II. Kaupmannahöfn.

Mynd:

...