Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 591 svör fundust
Hvað getið þið sagt mér um köfun sjófugla?
Nafnið sjófuglar á við fugla sem lifa í nánum tengslum við sjóinn. Fæða þeirra er að mestu eða öllu leyti sjávarfang og varpstöðvar eru yfirleitt við strandlengjuna. Sjófuglum má skipta í þrjá hópa eftir því hvort þeir nota fætur, vængi eða hvoru tveggja til sundsins (Storer, 1960b). Fuglar sem nota vængi til sund...
Hver var Pierre Bourdieu og hvert var framlag hans til félagsvísinda?
Pierre Bourdieu (1930-2002) er einn áhrifamesti félagsvísindamaður síðustu áratuga. Hann var af alþýðufólki kominn en lauk heimspekinámi frá elítuháskóla í París og hóf síðan að vinna að félagsfræðilegum rannsóknum. Hann fékkst frá upphafi við viðamiklar empírískar rannsóknir, bæði eigindlegar og megindlegar, en þ...
Er hægt að stoppa upp köngulær og langfætlur?
Spurningin í heild sinni hljóðaði svona:Er hægt að stoppa upp köngulær og langfætlur? Ef það er hægt hvernig er það þá gert?Best er að varðveita köngulær og langfætlur í sérstökum vökva því þær hafa ekki harða skurn eins og skordýr. Því hentar illa þurrka þær og festa með nál því þær skorpna og molna þegar þær þor...
Hver var Simone de Beauvoir og hvert var framlag hennar til heimspekinnar?
Simone de Beauvoir (1908-1986) var franskur heimspekingur, rithöfundur og femínisti. Rit hennar Hitt kynið sem kom út árið 1949 er í hópi áhrifamestu bóka 20. aldar og er talið hafa átt stóran þátt í að hrinda af stað því sem kallað er „önnur bylgja“ femínismans. Beauvoir gaf út skáldverk, heimspekirit og rit um s...
Hvaða áhrif hefur það á lífið á jörðinni ef ósonlagið hverfur?
Ósonið í ósonlaginu gleypir í sig skaðlega útfjólubláa geislun af flokki B, með bylgjulengd 200 – 300 nm, og hindrar þar með að hún komist að yfirborði jarðar (1 nm eða 1 nanómetri er milljarðasti partur úr metra). Þessi geislun hefur styttri bylgjulengd en sýnilegt ljós og hver ljóseind er að sama skapi orkumeiri...
Eru salamöndrur hryggdýr?
Hryggdýr skiptast í fimm flokka; spendýr, skriðdýr, fiska, fugla og froskdýr. Salamöndrur ásamt froskum skipa hóp froskdýra og því eru þær hryggdýr. Lesa má meira um salamöndrur í svari sama höfundar við spurningunni Eru salamöndrur eðlur? Salamandra af tegundinni Ambystoma maculatum. Það sem allir hópar ...
Hvernig er efnahagur, menning og landslag á Fídjieyjum?
Til Fídjieyja teljast um 800 eyjar og sker. Þær liggja í Suður-Kyrrahafi um 3100 kílómetrum norðaustur af Sydney í Ástralíu. Stærstu eyjarnar heita Viti Levu og Vanua Levu. Landnám á eyjunum hófst fyrir um 3500 árum síðan og í dag er búið á meira en 100 eyjum. Talið er að fyrstu íbúarnir hafi komið frá Melanesíu s...
Hvaða stríð hafa verið á Íslandi?
Svarið við spurningunni fer eiginlega eftir skilgreiningunni á því hvað er stríð. Samkvæmt íslenskri orðabók hefur orðið stríð nokkrar merkingar. Stríð merkir til dæmis „styrjöld, vopnuð stórátök þjóða (eða fjölmennra hópa)“. Þau stríð sem við heyrum oftast um í fréttum, til dæmis stríðið í Írak, Afganistan, Sómal...
Hvað er erfðafræði?
Eins og nafnið bendir til er erfðafræðin fræðigrein þar sem fengist er við rannsóknir á því hvernig eiginleikar erfast frá kynslóð til kynslóðar. Upphaf nútíma erfðafræði má rekja til tilrauna austurríska munksins Gregors Mendel (1822-1884). Mendel birti niðurstöður sínar árið 1866 en þær vöktu þá litla sem enga a...
Hvers vegna var Demókrítos kallaður heimspekingurinn hlæjandi? Það væri mjög þægilegt ef svarið gæti verið komið fyrir helgi.
Í fornöld myndaðist ákveðin hefð fyrir því að tengja heimspekinginn Demókrítos við hlátur. Þannig kemur Demókrítos til að mynda fyrir í háðsádeilunni Sölu heimspekinganna eftir Lúkíanos, þar sem Seifur og Hermes standa fyrir uppboði á heimspekingum. Þegar einn hugsanlegra kaupenda á uppboðinu spyr hann hvers vegna...
Hvað þýðir að bóluefni veiti 70% vernd fyrir veirunni sem veldur COVID-19?
Bóluefni virka misvel. Þau geta komið í veg fyrir smit eða minnkað líkur á smiti og alvarlegum einkennum þeirra sem smitast. Bóluefnin sem þróuð hafa verið gegn veirunni sem veldur COVID-19 falla í seinni flokkinn. Mat á því hversu mikla vernd bóluefni veita gegn smiti eða alvarlegum einkennum byggir á rannsókn...
Eru fordómar til staðar á Íslandi?
Orðið fordómur lýsir afstöðu til manna og málefna. Þrátt fyrir mikla notkun er merking hugtaksins þó ekki alltaf ljós. Samkvæmt Orðabók Menningarsjóðs (1985) og Íslenskri samheitaorðabók (1985) merkir orðið fordómur það sama og hleypidómur, sleggjudómur eða ógrundaður dómur. Í sömu bókum kemur einnig fram að orðið...
Eru skíðishvalir ófélagslyndir?
Skíðishvalir eru alls ekki ófélagslyndir, enda sést gjarnan til nokkurra dýra saman, oft tveggja til þriggja. Dýr eru talin sýna félagshegðun eða félagslyndi þegar einhvers konar samskipti eiga sér stað milli tveggja eða fleiri einstaklinga. Á fæðusvæðum getur sést til tugi einstaklinga sömu tegundar, svo sem hnúf...
Hver er sagan á bak við heilaga gralbikarinn?
Fyrstu sögurnar sem fjalla um gralinn eru frá 12. og 13. öld. Samkvæmt sumum þeirra er gralinn sá bikar sem Jesús drakk úr við síðustu kvöldmáltíðina. Þessi bikar var svo sagður hafa verið notaður til að safna því blóði Krists sem draup af honum á krossinum. Gralnum er oft eignaðir yfirnáttúrulegir eiginleikar og ...
Væri hægt að hafa jarfa sem gæludýr?
Það er yfirleitt ekki mælt með því að einstaklingar taki inn á heimili sín villt dýr, enda getur verið afar erfitt að venja þau af villtu eðli sínu. Þó hefur undirritaður heimildir fyrir því að jarfar (Gulo gulo) séu í einhverjum tilvikum hafðir sem gæludýr í Bandaríkjunum. Þeir eru þó ekki eins algengir og fjölmö...