Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 84 svör fundust
Hvað getið þið sagt mér um Carl von Linné?
Carl von Linné (1707-1778), einnig þekktur sem Carl Linnaeus eða Carolus Linnaeus, hefur oft verið kallaður faðir flokkunarfræðinnar. Hann fann upp svokallað tvínafnakerfi (e. binomial nomenclature) sem nú er notað til flokkunar á öllum lífverum. Linné fæddist 23. maí árið 1707 í suðurhluta Svíþjóðar. Frá unga...
Ef allir bílar gengju fyrir vetni hvað þyrfti þá mikla raforku til framleiðslu á vetni fyrir núverandi bílaflota Íslendinga?
Þegar meta á hversu mikla raforku þyrfti til að framleiða vetni fyrir bílaflota Íslendinga er nauðsynlegt að gera sér fyrst grein fyrir hversu mikla orku flotinn er að nota með núverandi tækni. Þá er nærtækast að byggja á tölum orkuspárnefnd Orkustofnunar. Þar kemur fram að árið 2004 hafi 163.294 bílar gengið ...
Hvað eru til margar tegundir af spendýrum í heiminum?
Það fer eftir heimildum í hversu margar tegundir lífríki jarðar er flokkað. Fræðimenn nota mismunandi aðferðir eða forsendur við flokkunina, það sem sumir telja undirtegund telja aðrir vera sérstaka tegund og svo framvegi. Þetta svar er byggt á upplýsingum frá alþjóðlegum náttúruverndarsamtökum sem kallast Inte...
Hvaða dýr búa í Brasilíu og hver þeirra eru í útrýmingarhættu?
Ómögulegt er að telja upp eða fjalla um öll þau dýr sem lifa í Brasilíu í einu svari þar sem það myndi sjálfsagt fylla mörg bindi af bókum, svo mikill er fjöldinn þar. Hér verður því aðeins gerð grein fyrir fjölda tegunda í hinum ýmsu flokkum, en athyglinni síðan beint að dýrum í mikilli útrýmingarhættu. Hvergi...
Hvað er teflon?
Teflon er vöruheiti á hitaþolnu plastefni sem smíðað er með fjölliðun tetraflúoretýlen-sameinda undir miklum þrýstingi (45-50 atm). Við fjölliðunina myndast polytetraflúoretýlen (PTFE). Fyrir utan hitaþol og styrk hefur teflon þann eiginleika að flest efni loða illa við það og eru vinsældir þess byggðar á því. Hé...
Hvaða trúarbrögð, sem eru stunduð enn þann dag í dag, eru elst?
Hér verður einnig svarað spurningunni: Hver algengustu trúarbragða nútímans eru elst? Verður sagt frá þeim trúarbrögðum sem flestir aðhyllast í heiminum í dag, kristni, íslam, hindúisma og búddisma. Auk þess verður fjallað um gyðingdóm sem fellur ekki í flokk útbreiddustu trúarbragða nú á tímum en sem er engu að s...
Hvað varð um börn Loðvíks XVI. og Maríu Antoníettu eftir að þau voru hálshöggvin?
Loðvík XVI. (1754-1793) og eiginkona hans María Antoníetta (1755-1793) eignuðust fjögur börn. Frumburðurinn hét María Theresa og fæddist árið 1778 eftir rúmlega átta ára hjónaband foreldranna. Stúlka gat ekki tekið við krúnunni og því var mikilvægt að þeim hjónum fæddist drengur. Sú varð raunin árið 1781 þegar Lo...
Hvað getið þið sagt mér um Grímsvatnagosið árið 2011?
Öflugt gos hófst í Grímsvötnum þann 21. maí 2011 klukkan sjö um kvöld. Vísindamenn höfðu búist við gosi í nokkurn tíma, því að mælingar á landrisi í Eystri-Svíahnúk sýndu að kvikuhólfið undir vötnunum var komið í svipaða stöðu og fyrir eldsumbrotin í nóvember 2004. Þá hafði jarðskjálftavirkni heldur aukist misseri...
Af hverju urðu Nonna- og Mannabækurnar svona vinsælar?
Jón Sveinsson fæddist árið 1857 og ólst upp á Möðruvöllum í Hörgárdal. Hann missti föður sinn vorið 1869 en þá um haustið bauðst drengnum að fara til náms í Frakklandi. Út fór hinn ungi Jón og dvaldi eitt ár í Danmörku, tók kaþólska trú og hélt síðan til Frakklands til náms í jesúítaskóla. Hann gerðist jesúíti og ...
Hvernig þróaðist heilinn í hryggdýrum?
Talið er að hryggdýr hafi komið fram fyrir um 500 milljónum ára. Mikil tegundaútgeislun (lesa má um tegundaútgeislun í svari sama höfundar við spurningunni Hvað geturðu sagt mér um þróun apa?) varð meðal fiska fyrir um 400 milljónum ára og um 50 milljónum árum síðar varð mikil fjölgun nýrra tegunda meðal frosk- og...
Hvað veldur nýburagulu?
Nýburagula er ástand í nýburum sem stafar af gulu litarefni sem kallast gallrauði (e. bilirubin). Þetta efni myndast við niðurbrot á slitnum rauðkornum en í þeim er rauða litarefnið blóðrauði. Járnið í blóðrauðasameindum er notað aftur í nýjar sameindir en prótínhlutanum er breytt í gallrauða sem þarf að fjarlægja...
Gæti ég fengið að vita allt um smyrilinn?
Smyrillinn (Falco columbarius), sem hefur einnig verið kallaður dvergfálki eða litli skratti, er ránfugl líkt og fálki eða valur og haförn (Haliaeetus albicilla). Smyrillinn er af ætt fálka og af sömu ættkvísl og fálkinn (Falco rusticoulos). Hann er minnstur allra fálka, aðeins 165 til 295 grömm að þyngd og 29-33 ...
Hvað er ADHD?
Hér er einnig svarað spurningunum: Af hverju stafar ofvirkni í börnum? Eldist ofvirkni af börnum sem eru með hana eða fylgir hún barninu alla ævi? ADHD er skammstöfun fyrir Attention Deficit Hyperactivity Disorder. Á íslensku hefur þetta heilkenni verið nefnt athyglisbrestur með ofvirkni, skammstafað AMO ...
Hver eru merkustu rit Jóns lærða?
Um Jón lærða er fjallað í tveimur öðrum svörum eftir sama höfund:Hver var Jón lærði Guðmundsson?Hvernig var ævi Jóns lærða Guðmundssonar?Fremst í fyrrnefnda svarinu er sagt frá notkun heimilda og á sú athugasemd einnig við um þetta svar. Sumarið 1637 fór Jón til Austurlands og dvaldist þar til æviloka 1658, e...
Hver var Hugo Grotius og hvert var hans framlag til fræðanna?
Hugo Grotius var einn þeirra andans manna á sautjándu öldinni sem stuðluðu að grundvallarbreytingum á vestrænni menningu. Í dag er hans helst minnst sem lögspekings og þá sérstaklega vegna hugmynda hans um alþjóðalög eða þjóðarétt, en hann skrifaði einnig verk um guðfræði og flestar greinar heimspekinnar. Hann þót...