Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 140 svör fundust
Hvenær tengdist Ísland við Internetið?
Ísland tengdist hinu eiginlega Interneti þann 21. júlí árið 1989. Þann dag urðu fyrstu IP-samskiptin yfir tengingu ISnet frá Tæknigarði Háskóla Íslands til tengistöðvar NORDUnet í Danmörku. Internetvæðing landsins hófst þó nokkrum árum fyrr. Árið 1986 tengdist Hafrannsóknastofnunin EUnet, en það var eitt þeirr...
Hvað er átt við með intraneti? Hver er munurinn á því og innra neti?
Internetið er oft kallað Alnetið á íslensku. Alnetið er samtenging margra neta um allan heim. Sú samtenging er byggð á IP-nettækninni, þar sem IP stendur fyrir Internet Protocol, samskiptastaðal Alnetsins. IP-nettæknin er óháð vélbúnaði; menn hafa jafnvel útfært IP-net með bréfdúfum! IP-nettæknin er nú orðin ek...
Hvernig eru lyklaborðin á tölvunum í Kína, Japan og þeim löndum sem hafa aðra leturgerð en við?
Kínverjar, Japanar, Kóreubúar og fleiri þjóðir nota aðra leturgerð en við. Í staðinn fyrir bókstafi nota þeir ýmist myndletur eða atkvæðaskrift. Í þessum málum geta verið mörg þúsund tákn. Í kínversku eru til dæmis um 30.000 tákn, og veldur það augljóslega vandræðum við hönnun lyklaborða fyrir þessi mál. Að hanna ...
Hvað er hægt að hlaða miklu efni niður af netinu?
Spyrjandi bætir einnig við:Þessu getið þið ekki svarað!Þrátt fyrir fullyrðingu spyrjanda ætlum við að svara þessu og teljum að við höfum oft komist í hann krappari. Eins og fram kemur í fyrri svörum um Internetið er það einfaldlega tölvunet sem sett er saman úr minni einingum: vefþjónum og venjulegum tölvum sem...
Hvernig virkar þurrís?
Munurinn á þurrís og venjulegum klaka er að þurrísinn er frosinn koltvísýringur (koldíoxíð, CO2) en klakinn er frosið vatn. Þurrísinn er miklu kaldari en venjulegur ísmoli. Það sérstaka við þurrís, eða það hvernig hann virkar, er að að hann "bráðnar" allt öðru vísi en venjulegur klaki. Ísmolinn sem við tökum úr...
Hvernig finnur maður ummál þríhyrnings?
Lítum á þríhyrninginn ABC. Hann hefur hornin A, B, og C og hliðarnar a, b og c, eins og sést á myndinni. Til þess að finna út ummál þríhyrnings leggjum við saman allar hliðar hans, það er: \[U_{\bigtriangleup }=a+b+c\] Til að reikna út ummálið þurfa þess vegna lengdir allra þriggja hliða þríhyrningsins að vera...
Er Plútó ennþá flokkuð sem reikistjarna?
Athugasemd ritstjórnar: Þegar þetta svar var upphaflega skrifað var Plútó flokkaður sem ein af reikistjörnum sólkerfisins. 24. ágúst árið 2006 samþykkti Alþjóðasamband stjarnfræðinga aftur á móti nýja skilgreiningu á reikistjörnum. Plútó fellur ekki undir hana og telst nú til dvergreikistjarna. Reikistjörnurnar er...
Snúast allar reikistjörnurnar rangsælis eins og jörðin?
Í sólkerfinu okkar eru átta reikistjörnur, þar af ferðast allar átta rangsælis á braut sinni um sólu en sex þeirra snúast rangsælis um möndul sinn. Reikistjörnurnar sem snúast ekki rangsælis um möndul sinn eru Venus og Úranus. Venus snýst réttsælis en Úranus liggur nánast á hlið með möndulhalla 98° frá lóðréttu. Þ...
Hvernig reiknar maður út flatarmál trapisu?
Trapisa er ferhyrningur sem hefur tvær hliðar sem eru samsíða. Fjarlægðin á milli samsíða hliðanna tveggja er kölluð hæð trapisunnar. Ef við vitum hæð trapisu og lengd samsíða hliðanna getum við reiknað út flatarmál hennar með einfaldri formúlu: trapisa með hæð h og samsíða hliðar af lengd a og c hefur flatarmálið...
Hvenær var fyrsta forritunarmálið fundið upp? Er það enn notað?
Fyrsta forritunarmálið er talið vera Plankalkül, sem skilgreint var af Konrad Zuse á árunum 1942-1946. Þó var skilgreining málsins ekki gefin út opinberlega fyrr en árið 1972. Sökum þess hve seint skilgreining Plankalkül var gefin út var það aldrei notað og hafði því ekki mikil áhrif á þróun forritunarmála. Þess m...
Er til íslensk hjátrú um norðurljós?
Ekki er mikið um íslenska hjátrú sem tengist norðurljósum. Þó eru einstaka dæmi um slíkt. Sagt er að mikil hreyfing norðurljósa og litbrigði viti á hvassviðri en liggi þau kyrr sé von á stillum. Einnig telja sumir að þegar norðurljós sjáist seint á vetri sé enn að vænta snjókomu. Rauð norðurljós eru ófriðarboð...
Tímamótaritgerðir Einsteins á íslensku
Þorsteinn Vilhjálmsson, prófessor í eðlisfræði og vísindasögu og fyrrverandi ritstjóri Vísindavefsins, hefur hlotið styrk úr Almanakssjóði til að vinna að útgáfu á bókinni Efni og eindir, ljós og skammtar, með þýðingu á ritgerðum eftir Albert Einstein frá árinu 1905 ásamt inngangsorðum og öðru stoðefni fyrir almen...
Af hverju hafa ekki verið nein norðurljós í vetur?
Norðurljósin eru síbreytileg, alveg eins og veðrið. Þau eiga rætur sínar að rekja til sólarinnar en virkni á yfirborði hennar ræður því hvort norðurljósin láti á sér kræla. Frá sólinni streyma hlaðnar agnir sem komast inn í lofthjúpinn við norður- og suðurpól jarðar. Þessar agnir víxlverka við agnir í lofthjúpnum...
Hvað er netkort og hver er munurinn á því og mótaldi? Hvort er betra?
Netkort er notað til að tengja tölvu inn á staðarnet eða nærnet (e. Local Area Network, LAN). Tölvan verður þá ein af mörgum tölvum á staðarnetinu og getur skipst á gögnum við hinar tölvurnar, prentað á prentara, eða komist á Internetið gegnum þá tölvu staðarnetsins sem er tengd "út". Sérhver tölva á staðarnetinu...
Hvað er fjörfiskur og hvað er til ráða?
Fjörfiskur (e. eyelid twitch) er hvimleitt vandamál sem flest allir upplifa einhvern tíma á lífsleiðinni. Um er að ræða ósjálfráða síendurtekna samdrætti í vöðvum í augnlokinu, oftast því efra, sem geta staðið í nokkra klukkutíma og allt upp í nokkra daga. Lítið er vitað um uppruna fjörfisks í flestum tilviku...