
Þurrís er búinn til úr koltvísýringsgasi í sérstökum vélum. Þurrís er einnig að finna í náttúrunni en þó ekki á jörðinni. Hann finnst á öðrum plánetum þar sem annað hitastig og annar þrýstingur er. Pólhettur Mars eru til dæmis aðallega úr þurrís. Hægt er að lesa fleira um þurrís í svari Hildar Guðmundsdóttur við spurningunni Hvernig myndast þurrís og af hverju myndar hann þessa gufu eða reyk þegar hann er settur í vatn? en þetta svar byggir einmitt á því. Frekara lesefni á Vísindavefnum:
- Suðumark vatns lækkar við minnkandi þrýsting, en getur ís soðið? eftir Einar Örn Þorvaldsson og Þorstein Vilhjálmsson
- Er vatn á tunglinu? Hefur vatn fundist á einhverjum öðrum plánetum en jörðinni? eftir Sævar Helga Bragason
Þetta svar er í flokknum "bekkirnir spyrja" þar sem starfsfólk vefsins svarar spurningum frá grunnskólabekk í kennslustund, samkvæmt samningi. Lögð er áhersla á skjót svör, stutt og aðgengileg. Oft er byggt á öðrum svörum sem kunna að nýtast almennum lesendum betur.