Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 141 svör fundust
Væri hægt að koma í veg fyrir að síldardauði í Kolgrafafirði endurtaki sig?
Mikill síldardauði varð í Kolgrafafirði á Snæfellsnesi í desember 2012 og aftur 1. febrúar 2013. Vísindamenn Hafrannsóknastofnunar telja að um 50 þúsund tonn af síld hafi drepist í þessum tveimur lotum. Sennilega héldu ein 250 þúsund tonn af sumargotsíld til í firðinum þennan vetur. Ljóst er að þegar svo mikill...
Hver fann upp kjarnorkusprengjuna?
Þegar menn uppgötvuðu rafeindina og atómkjarnann kringum aldamótin 1900 varð ljóst að atómið var ekki smæsta eining efnis eins og áður hafði verið talið, heldur væri það í raun kljúfanlegt. Í takmörkuðu afstæðiskenningunni (e. theory of special relativity) sem Einstein setti fram árið 1905, fólst meðal annars að ú...
Virka einhver hljóðfæri ekki í þyngdarleysi?
Hljóð þarf efni til að geta borist á milli staða, það berst ekki í tómarúmi. Vel heyrist í hljóðfærum sem leikið er á í geimstöðvum, en fyrir utan stöðvarnar heyrist ekkert, enda eru þar nánast engar agnir. Um borð í geimstöðvum ríkir örþyngd (e. microgravity) sem veldur nánast algjöru þyngdarleysi. Þar er engu...
Hvaða þrautir leystu Vopnfirðingar á vísindaveislu Háskólalestarinnar?
Háskólalestin nam staðar í Vopnafirði 15.-16. maí 2015. Í vísindaveislu í félagsheimilinu Miklagarði laugardaginn 16. maí fengu gestir að kynna sér ýmis undur eðlisfræðinnar, klæðast japönskum búningum, læra um sameindir og atóm og taka þátt í tilraunum næringarfræðinga, svo nokkur dæmi séu nefnd. Vísindavefur...
Albert Einstein sannaði einhvern veginn að 2+2 væru 5 - hvernig stenst það?
Þetta er ekki alvörumál. Hægt er að "sanna" næstum hvað sem er, þannig að lesandi láti blekkjast, með því að gera villur sem menn koma ekki endilega auga á í fyrstu atrennu. Í svari Stefáns Inga Valdimarssonar við spurningunni Hvernig er hægt að sanna að 1=2? var "sannað" að 1=2. Ef sú fullyrðing væri rét...
Hvernig uppgötvuðust svarthol?
Seint á 18. öld kom mönnum til hugar að fyrirbæri sem við nefnum í dag svarthol, væru hugsanlega til. Enski jarðfræðingurinn John Michell (1724-1793) og franski stjörnufræðingurinn Pierre-Simon Laplace (1749-1827) voru fyrstir til að fjalla um hluti sem væru svo massamiklir að ekkert slyppi úr þyngdarsviði þeirra....
Hver er munurinn á tilgátu og kenningu í vísindum?
Sumum staðhæfingum sem vísindin fjalla um er lýst sem kenningum; öðrum er lýst sem tilgátum. Ekki er alltaf gerður skýr greinarmunur á þessu tvennu enda eru þessi hugtök sjaldnast skilgreind nákvæmlega í vísindunum sjálfum. Vísindamenn sjálfir eru nefnilega ekkert endilega að velta fyrir sér hvort það sem þeir set...
Hvað getið þið sagt mér um Lundúnabrunann mikla árið 1666?
Lundúnabruninn mikli (e. The Great Fire of London) var stórbruni sem gekk yfir Lundúnaborg frá og með sunnudeginum 2. september 1666 til miðvikudagsins 5. september 1666. Bruninn náði að eyða nær allri gömlu borginni innan rómverska borgarmúrsins. Það er sá hluti Lundúna sem kallast „Borgin“ (e. City) sem brann...
Hvað eru vísindagarðar?
Hugtakið vísindagarðar vísar til þyrpingar þekkingarfyrirtækja sem staðsett eru í eða við háskólaumhverfi. Markmið slíkra garða er að tryggja öflugt nýsköpunar- og viðskiptaumhverfi og ná þannig að skapa fyrirtækjum og viðkomandi háskólum samlegðaráhrif, báðum til hagsbóta. Elsta dæmið um orðið 'vísindagarðar' ...
Hver var Níels Bohr og hvert var framlag hans til vísindanna?
Níels Bohr (1885-1962) var danskur eðlisfræðingur, einn af frægustu mönnum þeirrar vísindagreinar á sínum tíma. Auk þess sem hann setti fram nýmæli í nútíma eðlisfræði kom hann á fót merkri stofnun í Kaupmannahöfn þar sem margir af helstu eðlisfræðingum heimsins unnu að þróun eðlisfræðinnar, einkum í skammtafræði....
Er búið að leysa einhver af verkefnum Hilberts í stærðfræði?
David Hilbert (1862-1943) var þýskur stærðfræðingur sem meðal annars lagði mikið af mörkum til rúmfræði og fellagreiningar. Hann er frægastur fyrir ávarp sitt á alþjóðlegum fundi stærðfræðinga í París um aldamótin 1900, þar sem hann setti fram lista af 23 stærðfræðilegum verkefnum sem honum þótti mikilvægt að leys...
Hvað er óreiða í stærðfræði?
Í stærðfræði og tengdum greinum getur hugtakið óreiða (e. entropy) vísað til nokkurra mismunandi hluta. Í upplýsingafræði er til dæmis talað um upplýsingaóreiðu sem er mat á lágmarksfjölda já/nei svara sem kóða ákveðnar upplýsingar. Miklar hagnýtingar felast í þessu þar sem upplýsingaóreiðan segir til um lágmarksf...
Af hverju rotast maður við höfuðhögg?
Rot er meðvitundarleysi eftir högg eða byltu. Við rotumst helst við högg sem lendir á höku eða gagnauga svo að höfuðið snýst skyndilega til hliðar eða upp. Ekki er fullljóst af hverju menn rotast við högg en líklegast þykir að það sé vegna áverka á heilastofninn. Heilastofn liggur á milli hvelaheila (e. telence...
Hver var James Clerk Maxwell og hvert var framlag hans til vísindanna?
James Clerk Maxwell fæddist í Edinborg árið 1831 en fjölskylda hans flutti skömmu síðar í sveitasetur á landareign sem faðir hans hafði erft. Frá því að James lærði að tala sýndi hann óslökkvandi áhuga á öllu sem hreyfðist, heyrðist í eða glampaði á og krafðist skýringa á því hvers vegna hlutir hegðuðu sér eins og...
Hvert er hlutverk þindarinnar?
Í heild hljóðaði spurningin svona:Hvert er hlutverk þindarinnar og hverjar geta verið afleiðingar skemmdar/sprungu í þindinni?Þindin er þunnur vöðvi neðan á brjóstkassanum og skilur brjóstholið, með hjarta og lungum, frá kviðarholi með meltingarfærum. Hún er helsti öndunarvöðvi líkamans og sem slík stuðlar hún að ...