Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 1535 svör fundust

category-iconFöstudagssvar

Af hverju er allt svona mikið vesen?

Það er af því að einu sinni var uppi maður að nafni Murphy. Hann setti fram lögmál sem við hann er kennt og nefnist lögmál Murphys. Lögmálið er yfirleitt dregið saman í eina setningu: Allt sem getur farið úrskeiðis gerir það, fyrr eða síðar. Út frá lögmálinu má meðal annars leiða eftirfarandi reglur: Allt te...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvað getið þið sagt mér um heilaétandi slímdýrið sem fannst í Flórída?

Fyrir nokkru bárust fréttir frá Bandaríkjum um aukna tíðni dauðsfalla af völdum slímdýrs eða amöbu sem leggst á heila fórnarlamba sinna. Amaba þessi nefnist á fræðimáli Naegleria fowleri. Á árunum 1995 til 2004 olli hún 23 dauðsföllum í Bandaríkjunum en það sem af er þessu ári (október 2007) hafa sex manns látis...

category-iconHeimspeki

Hvernig er hugtakið „háskóli“ skilgreint? Gerir vísindasamfélagið siðfræðilegar lágmarkskröfur til starfsemi háskóla?

Skilgreining á háskóla er síður en svo hoggin í stein. Orðið „háskóli“ á íslensku er gjarnan notað sem þýðing á hinu alþjóðlega heiti „universitas“ sem mörg önnur tungumál nota í einni eða annarri mynd. Þetta hugtak vísar einfaldlega í samfélag nemenda og kennara og er dregið af latínu: universitas magistrorum et ...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Er hægt að koma örbylgjum á meira en ljóshraða?

Örbylgjur eru ein gerð rafsegulgeislunar, notaðar meðal annars til að hita upp mat og í GSM-símum. Aðrar gerðir rafsegulgeislunar eru til dæmis ljós, röntgengeislar og útvarpsbylgjur. Eini munurinn á þessum bylgjum er sveiflutíðni þeirra, sem einnig segir til um bylgjulengd rafsegulbylgjunnar og orku einstakra ska...

category-iconLæknisfræði

Er fæðingartíðni barna með Downs að lækka og ef svo er, hverjar eru ástæður þess?

Fæðingartíðni barna með Downs-heilkenni í hverju samfélagi byggir á nokkrun þáttum svo sem aldri mæðra, hvort og hvenær á meðgöngu greining á mögulegum litningagöllum á sér stað og hversu mörgum fóstrum með Downs-heilkenni er eytt. Þannig hefur hækkandi meðalaldur kvenna sem verða barnshafandi áhrif í þá átt að fl...

category-iconLífvísindi: almennt

Hvaðan kom COVID-19-veiran?

Með því að skoða erfðamengi kórónaveirunnar sem veldur COVID-19 í fólki er hægt að varpa ljósi á uppruna hennar.[1] Sýkingin var fyrst greind í Wuhan-borg í Kína í desember 2019 en nú er vitað að veiran var farin að sýkja einstaklinga í borginni um miðjan nóvember. Í grein sem birtist í lok janúar 2020 reyna kí...

category-iconMenntunarfræði

Hvað er upplýsingalæsi?

Upplýsingalæsi (e. information literacy, IL), er hæfni einstaklings til að rata í frumskógi upplýsinga, vita hvaða upplýsingar hann vantar og þekkja leiðir til að finna þær. Upplýsingalæsi er hæfni til að geta borið saman upplýsingar, metið áreiðanleika þeirra á gagnrýninn og greinandi hátt, skilja hvernig þær haf...

category-iconSagnfræði: Íslandssaga

Hversu margir bæir eða þorp á Íslandi standa fjarri sjó?

Upprunalega spurningin hljóðaði svona: Hvað eru margir bæir/þorp á Íslandi sem eru ekki við sjó? Að baki orðunum bær og þorp liggja ekki skýrar skilgreiningar, það er ekkert sem segir hvenær húsaþyrping verður að þorpi eða bæ. Hér þarf því að byrja á að ákveða hvaða merkingu á að leggja í orðin. Ein leið e...

category-iconLæknisfræði

Hvað er lungnakrabbamein og hvað orsakar sjúkdóminn?

Lungun eru hluti af öndunarfærum og taka þátt í loftskiptum. Barkinn (e. trachea) flytur loft til lungnanna sem skiptast í lungnablöð (e. lobi), þrjú blöð hægra megin og tvö vinstra megin. Í lungum berst andrúmsloft í gegnum barka til sífellt smærri berkjugreina. Berkjurnar (e. bronchi) eru holar að innan og í geg...

category-iconSagnfræði: Íslandssaga

Hvenær fór Jón Árnason að safna þjóðsögum?

Jón Árnason (1819-1888) þjóðsagnasafnari segir frá því í endurminningum sínum að hann hafi snemma haft áhuga á að heyra sögur og enginn sem gisti á Hofi, æskuheimili hans, slapp við að segja honum þær, jafnvel þó að drengurinn yrði svo lafhræddur að hann varð að biðja móður sína að halda utan um sig í rúminu. ...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvenær var Einstein uppi?

Albert Einstein fæddist 14. mars 1879 í bænum Ulm í Bæjaralandi, Þýskalandi, og lést 18. apríl 1955 í Princeton, Bandaríkjunum. Einstein bjó í München mesta bernsku sína, með foreldrum sínum. Hann olli þeim áhyggjum því að hann var seinþroska. Sem barn átti hann erfitt um mál, var lítt gefinn fyrir leiki og lei...

category-iconFélagsvísindi almennt

Hvað eru stóru brandajól?

Talað er um brandajól þegar jól falla þannig á vikudaga að margir helgi- og frídagar lenda í röð. Nákvæm skilgreining á stóru og litlu brandajólum hefur lengi verið á reiki og var það þegar á 18. öld. Elsta heimild sem til er um brandajól er rituð af Árna Magnússyni um 1700: Brandajól kalla gamlir menn á Íslandi ...

category-iconHeimspeki

Hvernig er hægt að höfða meiðyrðamál þar sem málfrelsi ríkir? Má ég ekki segja hvað sem ég vil með vísun í málfrelsið?

Málfrelsi leyfir mönnum hvorki að bera ljúgvitni gegn náunga sínum né verða öðrum til ama eða tjóns með ósannindum og blekkingum. Mannréttindi eins og málfrelsi og ferðafrelsi eru yfirleitt skilin svo að réttur hvers og eins takmarkist af réttindum hinna. Við búum við ferðafrelsi en við megum samt ekki fara bók...

category-iconLandafræði

Hvaða höfuðborg er fámennust í heiminum?

Þegar leitað er að minnstu höfuðborg heims á netinu, fær maður ýmis misjafnlega marktæk svör. Meðal annars rakst undirritaður á eina síða þar sem fullyrt var að það væri Reykjavík! Annars staðar er því ýmist haldið fram að Þórshöfn í Færeyjum eða Nuuk á Grænlandi sé minnsta höfuðborgin, en þessi lönd tilheyra D...

category-iconStjarnvísindi: sólkerfið

Kemur sólin upp í austri í Ástralíu?

Svarið er já; sólin kemur upp í austri í Ástralíu og sest í vestri alveg eins og hér hjá okkur á norðurhveli. Munurinn er hins vegar sá að hún fer ekki um suðurhimininn heldur um norðurhimininn. Hún gengur sem sé ekki með klukku (clockwise) heldur á móti klukku (anticlockwise). Okkur gæti dottið í hug að segja að ...

Fleiri niðurstöður