Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 1584 svör fundust
Hvar er að finna gleggsta lýsingu á því hvernig menn sórust í fóstbræðralag til forna?
Í forníslenskum heimildum er ítarlegustu lýsinguna á því hvernig menn sórust í fóstbræðralag að finna í 6. kafla Gísla sögu Súrssonar. Þar ganga í fóstbræðralag svonefndir Haukdælir úr Dýrafirði, Gísli, bróðir hans Þorkell, mágur þeirra Þorgrímur Þorsteinsson goðorðsmaður og Vésteinn Vésteinsson, mágur Gísla. Viná...
Hvaða tjón gæti mögulega hlotist af gosi í Bárðarbungu?
Tjón af völdum gosa á jökulþöktum hluta Bárðarbungu-Veiðivatnakerfis getur bæði stafað af gjóskufalli og jökulhlaupum. Gjóskufall í byggð olli líklega einna mestu tjóni í gosi í ágúst og september 1717. Þá féll gjóska um Norður- og Austurland frá Eyjafirði austur á Hérað, svo að haglaust varð og tafir á heyskap.[1...
Hvað verður um það sem við sturtum niður í klósettið?
Allt það sem við sturtum niður í klósettið fer út í neðanjarðarlögn sem er hluti af fráveitukerfi samfélagsins. Notað vatn flyst síðan eftir neðanjarðarlögninni til næsta viðtaka, sem er yfirleitt sjór eða á. Meginhlutverk fráveitukerfis er að koma í veg fyrir að fólk komist í snertingu við sjúkdómsvaldandi örveru...
Hvað hefur Vísindavefurinn að segja um Harry Potter?
Bókaflokkurinn um galdrastrákinn Harry Potter eftir J. K. Rowling er einn vinsælasti, ef ekki sá allra vinsælasti, í heimi. Þegar þetta er skrifað hafa komið út sex bækur og sú sjöunda og síðasta er væntanleg. Allnokkur svör má finna á Vísindavefnum sem beint eða óbeint tengjast Harry Potter og ævintýrum hans. Hér...
Hver var Karl Popper og hvert var framlag hans til heimspekinnar?
Karl Raimund Popper (1902-1994) er einn af áhrifameiri heimspekingum 20. aldar, sérstaklega á sviði vísindaheimspeki. Hann setti fram hugmyndir um hvernig greina mætti vísindi frá svokölluðum gervivísindum á grundvelli vísindalegrar aðferðafræði sem byggðist á hrekjanleika. Hugmyndir hans í stjórnmálaheimspeki um ...
Hvar er akkeri gullskipsins sem sökk undan ströndum Skeiðarársands?
Skemmst er frá að segja að þessari spurningu verður ekki svarað með neinni nákvæmni út frá íslenskum ritheimildum, eftir því sem best er vitað, og varla munu koma í leitirnar gögn erlendis þar sem fram kemur nákvæm ákvörðun strandstaðar. Ef til vill má finna leifar þessa skips einhvers staðar á Skeiðarársandi en h...
Hvað er Snæfellsjökull hár og hvar er hann í röðinni yfir hæstu jökla Íslands?
Snæfellsjökull nær upp í 1446 m hæð og er áttundi hæsti jökull landsins. Hæstur er vitaskuld Vatnajökull með Hvannadalshjúk, hæsta tind landsins sem rís 2110 (nákvæmlega 2110,6) metra yfir sjávarmál. Þar á eftir kemur Hofsjökull sem nær upp í 1800 metra hæð. Drangajökull er hins vegar lægstur af helstu jöklum la...
Hvar á landinu hefur komið mest úrkoma?
Í þessum texta er eingöngu fjallað um mælingar á mönnuðum veðurstöðvum. Sjálfvirkum mælingum fjölgar nú ört og er úrvinnsla þeirra hafin. Hærri gildi en nefnd eru hér að neðan hafa ekki fundist enn, en þar sem mælum er nú að fjölga í fjalllendi má búast við því að met af ýmsu tagi fari að bætast við. Sérstaklega v...
Hvað getið þið sagt mér um grindhvali?
Grindhvalur (Globicephala melas) eða marsvín eins og tegundin er líka kölluð, tilheyrir undirættbálki tannhvala (Odontoceti), ætt hafurhvela (Delphinidae) og ættkvísl grindhvala (Globicephala). Innan ættkvíslar grindhvala er ein önnur tegund, flipahvalur (Globicephala macrorhynchus) sem hefur suðlægari útbreiðslu ...
Eru til fleiri en einn kvarði til að ákvarða stærð jarðskjálfta?
Hægt er að skilgreina stærð jarðskjálfta á ýmsan veg og hafa margir stærðarkvarðar verið notaðir til að ákvarða hana. Til eru kvarðar sem nota útslagsstærð (ML) en það er hin upphaflega stærð jarðskjálfta samkvæmt skilgreiningu Richters, rúmbylgjustærð (mb), yfirborðsbylgjustærð (Ms), varandastærð (M$\tau$) og væg...
Hve lengi lifir risaskjaldbakan?
Risaskjaldbakan (Geochelone elephantopus) er skjaldbökutegund af ætt landskjaldbaka. Karldýr af þessari tegund geta orðið rúmir 1,2 m á lengd og vegið allt að 227 kg. Risaskjaldbakan lifir aðeins á Galapagoseyjum og er nú í útrýmingarhættu vegna ofveiði og vegna þess að búsvæði hennar hefur víða verið eyðilagt ...
Ef allt mannkynið stæði á einum fleti, hvað yrði hann þá stór, til dæmis miðað við eitthvert land?
Í svari okkar við spurningunni Hvað búa margir í heiminum? kemur fram að mannkynið er nú talið vera um 6,2 milljarðar en einn milljarður er þúsund milljónir eða 109. Til samanburðar má nefna að Ísland er rúmir 100.000 ferkílómetrar að stærð. Hver ferkílómetri er milljón fermetrar þannig að landið er samtals rúm...
Hvaða hlutar Reykjavíkur væru í hættu ef flóðbylgja kæmi vegna eldgoss í Snæfellsjökli?
Þessari spurningu er best að svara með tveimur kortum af Reykjavík. Á kortunum er miðað við að flóðbylgjan kæmi inn til Reykjavíkur á meðal fjöru, það er viðmiðun er núverandi meðal sjávarmál. Á fyrri myndinni eru sýnd þau svæði er yrðu fyrir áhrifum í Reykjavík og nágrenni ef flóðbylgjan yrði um 20 m há. Ljó...
Hvað er Hallgrímskirkja há í metrum?
Turn Hallgrímskirkju er 74,5 metra hár. Kirkjan var reist á árunum 1945-86 til minningar um sálmaskáldið Hallgrím Pétursson (1614-1474) og er hún með hærri mannvirkjum á landinu. Hæsta mannvirki Íslands er 412 metra hátt mastur á Gufuskálum á Snæfellsnesi. Turn Hallgrímskirkju er 74,5 m hár. Arkitekt Hallgr...
Eru til efni sem storkna við hitun?
Spurningin í heild sinni hljóðaði svona:Venjulega þarf að flytja varma inn í fast efni svo að það bráðni. Eru til efni sem storkna við aukinn hita?Já, reyndar. Rannsóknahópur við Fourier-háskólann í Grenoble hefur nýverið skrifað vísindagrein um efnablöndu með sérkennilega eiginleika. Í henni er alpha-cyclodext...