Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 2484 svör fundust
Hver er uppruni orðsins skæðadrífa?
Elstu þekktu dæmi um orðið skæðadrífu sem merkir "mikil og þétt snjódrífa (í logni)" eru frá 18. öld. Forliðurinn gæti verið kominn af lýsingarorðinu skæður (ákafur) og merkingin þá áköf snjókoma. Líklegra er þó að forliðurinn sé sama orð og skæði sem getur merkt stórar snjóflyksur og líkingin þá dregin af tilsnið...
Er til sögnin að „bambast”? Hvað þýðir hún?
Sögnin að bamba er til og einkum notuð um hæga hreyfingu eins og til dæmis að bamba á móti stórviðri, það er komast hægt áfram. Hún er líka notuð um þá sem eru hægfara. Elstu dæmi um hana eru frá 18. öld en hún er ekki algeng. Vel er hægt að hugsa sér sögnina í miðmynd, bambast, það er: bambast á móti veðrinu. ...
Hvað táknar lögmálið í Biblíunni? Er það sama og torah hjá Gyðingum?
Í íslensku Biblíunni er orðið lögmál þýðing á hebreska orðinu torah, sem orðrétt þýðir fræðsla eða kenning. Í grísku þýðingu Biblíunnar eða Gamla testamentisins frá því á 3. öld f. Kr. er torah þýtt með orðinu nomos sem þýðir lög eða lögmál og þar af leiðandi er nomos notað í Nýja testamentinu. Þegar Biblían var þ...
Hvað er Surtshellir gamall?
Í svari við spurningunni Hvernig myndast hraunhellar? kemur fram að hraunhellar eru rásir sem hraunbráðin rann eftir og tæmdust síðan. Surtshellir, lengsti og nafntogaðasti hellir á Íslandi, er hraunhellir. Hann er í Hallmundarhrauni sem talið er vera frá 10. öld eins og lesa má um í svari við spurningunni Er ...
Hvað þýðir „að láta einhvern finna til tevatnsins“?
Orðasambandið að láta einhvern finna til tevatnsins er notað um að ná sér niðri á einhverjum. Einnig er talað um að láta einhvern fá til tevatnsins eða að láta einhvern fá tevatnið sykurlaust. Orðið tevatn er komið í málið úr dönsku, tevand, og á Orðabók Háskólans dæmi um það allt frá 18. öld. Orðasamböndin er...
Af hverju vöskum við upp en ekki niður?
Sagnarsambandið að vaska upp er gamalt í málinu. Elsta dæmi Orðabókar Háskólans er frá miðri 17. öld úr ævisögu Jóns Ólafssonar Indíafara sem skrifuð var 1661. Sennilegast er að það hafi borist hingað úr dönsku vaske op eins og nafnorðið uppvask, í dönsku opvask. Vaskað upp. Í dönsku eru einnig heimildir um ...
Úr hverju er hláturgas?
Hláturgas eða glaðgas kallast díniturmónoxíð á máli efnafræðinnar og hefur efnatáknið N2O. Sameind þess (e. molecule) er mynduð úr einni súrefnisfrumeind (O) og tveimur niturfrumeindum (N; hefur einnig verið kallað köfnunarefni á íslensku). Efnið var fyrst búið til árið 1776 og framan af notað til svæfinga. Um ...
Hvaðan kemur máltækið "glöggt er gests auga(ð)", og er þessi gestur Óðinn?
Ekki er sennilegt að átt sé við Óðin í þessum málshætti. Gestur var vissulega eitt af heitum Óðins en málshátturinn virðist ekki gamall. Elstu dæmi Orðabókar Háskólans eru frá 19. öld. Líklegra er því að átt sé við það að gestur, sem kemur í hús, sér oft það sem er öðru vísi en hann á að venjast. Hann tekur oft ef...
Hver er þessi „obbi“, þegar talað er um obbann af einhverju?
Orðið obbi merkir ‛mestur hluti af einhverju’. Það er algengast í orðasambandinu obbinn af einhverju ‛mestur hluti einhvers’. Elst dæmi um það eru frá 17. öld. Í Íslenskri orðsifjabók Ásgeirs Blöndals Magnússonar (1989:682) er obbi skylt forsetningunni of ‛yfir, um’ og forsetningunni/atviksorðinu...
Af hverju segjum við 'í morgunsárið'?
Orðið morgunsár er í raun samsett úr orðunum morgunn og atviksorðinu ár í merkingunni ‛árla, snemma’. Elstu dæmi Orðabókar Háskólans eru frá um miðja 19. öld úr þýðingum Sveinbjarnar Egilssonar á Odysseifs- og Ilíonskviðum. Morgunsár, sem er notað í hvorugkyni í sambandinu í morgunsárið, merkir því ̵...
Hvaðan kemur orðið gósentíð, þá sérstaklega fyrri parturinn?
Í fyrstu Mósebók Gamla testamentisins (45.10) lét Jósef senda föður sínum þau skilaboð að hann skyldi flytja með fjölskyldu sína alla og búfénað, en mikil hungursneyð ríkti, til þess lands sem héti Gósenland. Gósenland var búsældarland í Egyptalandi og þar bjuggu Gyðingar um tíma. Þegar á 19. öld var farið að nota...
Hvað getið þið sagt mér um ríki múslima á Spáni sem kallaðist Al-Andalus?
Árið 711 leiddi herforinginn Tariq ibn Ziyad 1200-1700 manna her Berba frá Norður-Afríku til Suður-Spánar. Herinn kom að landi við Gíbraltar en sem dregur nafn sitt af brenglaðri útgáfa af arabíska heitinu Jebal Tarik sem merkir 'fjall Tariqs'. Eftir að hafa komið her sínum á land er sagt að Tariq hafi látið brenn...
Á hverju byggist munklífi?
Upprunalega spurningin var:Á hverju byggist munklífi? Hvaða verkefnum var sinnt í munka- og nunnuklaustrum á miðöldum? Er munka- og nunnuklaustur það sama? Allt frá fyrstu öldum kristni hefur gætt þeirrar hugsjónar að kristnum mönnum beri að líkja eftir lífi Krists og breytni á sem bókstaflegastan hátt. Nefna m...
Hvernig virka orgel?
Upprunalega hljóðaði spurningin svona: Hvernig virka kirkjuorgel? Í íslensku er orðið orgel bæði notað um hljóðfærið sem hefur pípur og gömlu fótstignu hljóðfærin. Erlendis er orðið orgel ekki notað um fótstignu hljóðfærin heldur eru þau nefnd harmóníum enda er virkni þeirra allt önnur. Í þessu svari er fyrst o...
Hvar fundust handrit Íslendingasagnanna?
Íslendingasögur voru flestar samdar á 13. öld og voru þá skrifaðar á bókfell eða með öðrum orðum verkað skinn, einkum af kálfum. Sögurnar voru ýmist hafðar stakar í handriti eða settar saman í stærri bækur, sumar mjög veglegar. Handritagerð á Íslandi stóð í mestum blóma á 14. öld en hnignaði síðan hægt og sígandi ...