Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 1739 svör fundust

category-iconJarðvísindi

Þegar Veðurstofan gefur upp dýpi á jarðskjálftum er þá miðað við sjávarmál?

Í heild hljóðaði spurningin svona: Þegar Veðurstofan gefur upp dýpi á jarðskjálfta, er þá átt við dýpi frá yfirborði þess landssvæðis þar sem upptök skjálftans eru eða er átt við dýpi miðað við sjávarmál? Dæmi: Ef jarðskjálfti verður á 0,1 km dýpi undir Bárðarbungu er þá átt við að upptökin séu 100 m undir yfi...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvað getið þið sagt mér um makríl?

Makríll (Scomber scombrus) getur orðið allt að 60 cm á lengd en algengast er að hann sé á bilinu 35-45 cm. Makríllinn ber þess merki að vera mikill sundfiskur, hann er rennilegur í vexti, gildastur um miðjuna og mjókkar til sporðs og kjafts. Hann er oftast grænn eða blár á baki með 30-35 dökkum hlykkjóttum rákum e...

category-iconJarðvísindi

Hvers vegna kom jarðskjálfti í Japan?

Í svari Steinunnar S. Jakobsdóttur við spurningunni: Hvað veldur jarðskjálftum? er fjallað um mismunandi gerðir jarðskjálfta eftir flekasamskeytum. Á flekamótum þar sem einn fleki þrýstist undir annan verða svokallaðir þrýstigengisskjálftar. Allra stærstu skjálftar á jörðinni eru gjarnan af þessari gerð og þessir...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvernig hefur þróun hrognkelsa verið undanfarin ár?

Hrognkelsi (Cyclopterus lumpus) hafa verið veidd hér við land í áraraðir, bæði grásleppa, sem er hrygnan, og rauðmaginn, sem er hængurinn. Fiskurinn er veiddur í net þegar hann gengur upp á grunnsævið til hrygningar. Hrygning fer fram á grýttum og þanggrónum botni á 0-40 metra dýpi. Venjulega koma fyrstu hrygnurna...

category-iconHugvísindi

Hvenær komst Fidel Castro til valda á Kúbu?

Lögfræðingurinn Fidel Castro gerði fyrstu byltingartilraun sína 26. júlí 1953 þegar hann gerði misheppnaða árás á herstöð í Santiago de Cuba. Eftir árs útlegð í Mexíkó gekk Castro á land í Oriente-héraði á Kúbu ásamt 80 mönnum 2. desember 1956. Flestir þessara manna féllu eða voru handteknir, en eftir rúmlega t...

category-iconTrúarbrögð

Hverju svaraði Jesús þegar farísear spurðu lærisveinana hvers vegna meistari þeirra æti með tollheimtumönnum og bersyndugum?

Sagan er sögð í Matteusarguðspjalli (9:10-9:17): Nú bar svo við, er Jesús sat að borði í húsi hans, að margir tollheimtumenn og bersyndugir komu og settust þar með honum og lærisveinum hans. Þegar farísear sáu það, sögðu þeir við lærisveina hans: „Hvers vegna etur meistari yðar með tollheimtumönnum og bersyndug...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvað verða refir gamlir?

Þegar aldurinn fer að færast yfir villt dýr taka tennur að slitna og gulna og á það við um íslenska melrakkann sem önnur dýr. Þegar refir nálgast að fylla tug ára hefur tönnum fækkað og sérstaklega er algengt að framtennur vanti. Vígtennur eru orðnar slitnar og algengt er að krónan sé horfin við 10 ára aldur. Illa...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Eru til tvíhöfða dýr önnur en stökkbreytt afbrigði?

Undir venjulegum kringumstæðum hafa öll dýr sem á annað borð eru með höfuð aðeins eitt. Frávik frá þessu eru vegna stökkbreytinga. Fundist hafa dýr eins og þessi naðra af tegundinni Elaphe scalaris sem geta þrifist með tvo hausa. Hún fannst á Spáni og var þá orðin tveggja mánaða gömul og hafði náð 20 cm lengd. ...

category-iconStjarnvísindi: sólkerfið

Af hverju snýr tunglið alltaf sömu hlið að jörðu?

Þetta fyrirbæri nefnist bundinn snúningur og er nokkuð algengt í sólkerfinu. Í stuttu máli er skýringin sú að þyngdarkraftur frá jörð er ráðandi á tunglinu og svonefndir sjávarfallakraftar hafa teygt eilítið á tunglinu þannig að það er eilítið ílangt og annar "endinn" stefnir alltaf í átt að jörð. Þyngdarkraftu...

category-iconJarðvísindi

Hverrar tegundar eru fallegu hvítu steinarnir sem finnast í Glerhallavík í Skagafirði?

Glerhallur (draugasteinn, holtaþór) nefnist öðru nafni kalsedón (e. chalcedony). Hann er dulkornótt afbrigði af kvarsi (SiO2) og er þétt sambreyskja örsmárra kristalla. Raunar kom í ljós nýlega að kalsedón er samgróningur tveggja kísilsteinda, kvars (sem kristallast í þríhyrnda kerfinu) og móganíts (einhalla kerfi...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvað lifa minkar í íslenskri náttúru lengi?

Íslenskir vísindamenn hafa gert nokkuð af því að aldursgreina minka. Meðal annars aldursgreindi Karl Skírnisson dýrafræðingur 972 minka á árunum fyrir 1990 og Róbert A. Stefánsson líffræðingur, ásamt starfsfólki á Náttúrustofu Vesturlands, aldursgreindi yfir þrjú þúsund minka til viðbótar. Minkar í íslenskri n...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Af hverju ganga bílar ekki fyrir vatni?

Spurningin er væntanlega sú, hvort vatn gæti komið í stað bensíns eða dísilolíu sem orkugjafi fyrir bíla? Svarið við því er einfaldlega nei. Eldsneyti sem notað er á bíla eru aðallega kolvetni (e. hydrocarbons). Þegar slíku eldsneyti er brennt, en bruni er hvarf við súrefni, endar allt kolefnið sem var í eldsn...

category-iconLífvísindi: mannslíkaminn

Hver var James Dewey Watson og hvert var hans framlag til erfðafræðinnar?

James Dewey Watson var fæddur í Chicago árið 1928 og ólst þar upp. Árið 1947 brautskráðist hann frá Chicago-háskóla með B.Sc.-próf í dýrafræði. Á þessum árum var hann áhugasamur fuglaskoðari. Hann var síðan í doktorsnámi við Indiana-háskólann í Bloomington undir leiðsögn Salvadors E. Luria (1912-1991) sem hlaut Nó...

category-iconTrúarbrögð

Af hverju gengur fólk í hjónaband?

Orðalag þessarar spurningar krefst í raun réttri að svarið komi frá þeim sem leggja stund á félagsfræðilegar rannsóknir og hafa rannsakað raunverulegar ástæður þess að fólk gangi í hjónaband. Vísast er að svörin við spurningunni, væri hún borin fram í dag í víðtækri könnun, yrðu margvísleg. Einnig er trúlegt að s...

category-iconJarðvísindi

Hvernig er talið að ólíkar kvikugerðir sem koma upp í íslenskum eldstöðvum verði til?

Þessi spurning beinist að kjarna storkubergfræðinnar – uppruna og venslum hinna ýmsu bergtegunda. Á síðasta fimmtungi 20. aldar var orðið ljóst að storkubergi á jörðinni má í aðalatriðum skipta í fjórar meginsyrpur, sem hver um sig tengist tilteknu „jarðfræðilegu umhverfi.“ Á rekhryggjum myndast lág-alkalíska eða ...

Fleiri niðurstöður