Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 1588 svör fundust
Hvaða stjörnur og stjörnumerki sjást á himninum fyrstu vetrarmánuðina?
Í hverjum mánuði koma í ljós ný stjörnumerki á kvöldin á meðan önnur hverfa undir sjóndeildarhringinn. Hér er fjallað stuttlega um það sem má sjá á næturhimninum frá nóvember og fram í febrúar. Um miðjan vetur er kjörið tækifæri til þess að skoða mörg af þekktustu stjörnumerkjum og fyrirbærum á himninum. Stjör...
Í Rauðahafi drap hvítuggi konu. Getið þið sagt mér frá þessari hákarlategund?
Hvítuggi (e. ocean whitetip shark, lat. Carcharhinus longimanus) er stór uppsjávarhákarl sem finnst í hlýjum sjó við miðbaug. Hvítugginn lifir á opnum hafsvæðum þar sem sjávarhiti er á bilinu 20-28°C en hann virðist forðast kaldari hafsvæði. Útbreiðslusvæði hans er á milli 43° norðlægrar og 45° suðlægrar breiddarg...
Gengur líkamsklukkan alltaf í takt við venjulega klukku?
Þrjár klukkur koma við sögu þegar fjallað er um mikilvægi þess að hafa rétta klukku; sólarklukka og staðarklukka (sem báðar eru ytri klukkur) og dægurklukka (innri klukka). Þessar klukkur eru ólíkar en tengjast þó innbyrðis. Sólarklukkan endurspeglar snúning jarðar um sólu en jafnfram líka um möndul sinn. Sólar...
Hvernig er stjórnarskránni breytt og er hægt að finna betri leið til þess?
Alþingi getur breytt stjórnarskrá Íslands, en það verður að gerast í tveimur lotum. Fyrst er frumvarp um stjórnarskrárbreytingu lagt fyrir Alþingi og fjallað um það á sama hátt og önnur lagafrumvörp. Breytingin tekur hins vegar ekki gildi þó að Alþingi samþykki það. Til þess að stjórnarskrárbreyting taki gildi þar...
Hvað varð um börn Loðvíks XVI. og Maríu Antoníettu eftir að þau voru hálshöggvin?
Loðvík XVI. (1754-1793) og eiginkona hans María Antoníetta (1755-1793) eignuðust fjögur börn. Frumburðurinn hét María Theresa og fæddist árið 1778 eftir rúmlega átta ára hjónaband foreldranna. Stúlka gat ekki tekið við krúnunni og því var mikilvægt að þeim hjónum fæddist drengur. Sú varð raunin árið 1781 þegar Lo...
Benda nýjustu rannsóknir til þess að ivermectin gagnist sem meðferð við COVID-19?
Í núverandi heimsfaraldri COVID-19 (sem orsakast af kórónuveirunni SARS-CoV-2) hefur, þrátt fyrir fjölda lyfjarannsókna, verið skortur á góðum meðferðarúrræðum. Til þessa hafa rannsóknir aðeins sýnt ávinning af örfáum lyfjum - þau helstu eru sykursterar (e. glucocorticoids, þá aðallega dexametasón), einstofna móte...
Hvers vegna eru svo fáar tegundir ferskvatnsfiska á Íslandi?
Það er rétt athugað að hér á landi eru einungis fáar tegundir fiska í fersku vatni, nánar tiltekið fimm, það er að segja Atlantshafslaxinn, urriði, bleikja, hornsíli og áll. Þetta er einungis brot af því sem þekkist á svipuðum breiddargráðum á meginlöndunum. Ástæða tegundafæðarinnar er sú að Ísland hefur verið...
Hversu lengi geymast gögn á geisladiskum?
Upphafleg spurning var:Geymsluþol gagna á CD diskum, segulböndum og hörðum diskum? Ég las einhvers staðar mér til hrellingar að geymsluþol CD og harðdiska væri aðeins nokkur ár, en ég hefi komið miklu magni gamalla ljósmyndafilma yfir á CD diska. Hvað er til í þessu ?Ekki er vitað hversu lengi gögn geymast á geisl...
Hvað er svokallað glæpagen, og hver eru einkenni þess?
Leitin að fædda afbrotamanninum er orðin löng og ströng. Fyrsta uppgötvunin sem þótti benda til að glæpahegðan væri arfbundin kom frá ítalska fangelsislækninum Cesare Lombroso árið 1876. Hann taldi á grundvelli athugana sinna að fangar hefðu líffræðileg einkenni sem gerðu þá frábrugðna öðrum borgurum og skýrðu afb...
Hvað eða hver var eða er „Hollendingurinn fljúgandi“?
Ef leitað er á Netinu með leitarorðinu „Hollendingurinn fljúgandi" kemur í ljós að nafnið tengist ólíkum hlutum. Til dæmis bera ýmis fyrirtæki nafnið "Hollendingurinn fljúgandi". Á meðal þeirra má nefna veitingahús, diskótek, flugskóla, bátasmíðastöðvar, bakarí og meira að segja sorphreinsunarfyrirtæki. Nafn...
Hversu margar dýrategundir hafa einungis einn maka á lífsleiðinni? Hvaða dýr eru það?
Nokkur pörunarmynstur eru þekkt í náttúrunni. Í fyrsta lagi er það svokallað einkvæni (e. monogamy). Einkvæni kallast það þegar dýr velja sér annað dýr til pörunar á hverju pörunartímabili en halda að því loknu í sitt hvora áttina. Í öðru lagi er það svokallað fjölkvæni (e. polygyny). Fjölkvæni kallast það þegar ...
Getur verið að staðsetning öreindar tengist bylgjueiginleikum og hraði hennar eindaeiginleikum?
Spyrjandi bætir við að spurningin sé borin upp vegna hugleiðinga um óvissulögmál Heisenbergs.Svarið er nei; ef svo væri þá mætti einnig halda því fram að hraðann væri hægt að ákvarða eins nákvæmlega og við vildum með betri og betri mælingum. Spurningar sem þessi vakna oft þegar reynt er að horfa á skammtafræði ...
Er hægt að stýra myndun koltvísýrings með því að velja rétt eldsneyti?
Spyrjandi bætir líka við:Er eldsneyti jarðarbúa eins slæmt að þessu leyti nú og fyrir hálfri öld?Svarið við fyrri spurningunni er að sannarlega er unnt að stýra myndun koltvísýrings, eða CO2, með vali eldsneytis. Þá er hlutfall kolefnis og vetnis mikilvægt og æskilegt að velja það eldsneyti þar sem þetta hlutfall ...
Hvað er ABC-greining?
ABC-greining byggist upphaflega á rannsóknum ítalska verkfræðingsins Vilfredo Pareto (1848-1923). Hann veitti því meðal annars athygli að 80% af verðmætum á Ítalíu voru í eigu um það bil 20% þjóðarinnar. Við nánari skoðun hefur komið í ljós að slík 80/20 skipting er nokkuð algeng á fleiri sviðum. Til dæmis er oft ...
Hvert er strjálbýlasta land í heimi?
Ef við skoðum kort sem sýnir hvernig mannkynið dreifist um jörðina kemur berlega í ljós að dreifingin er langt frá því að vera jöfn. Raunin er sú að um helmingur jarðarbúa býr á um 5% af þurrlendi jarðar og um 90% mannkyns býr á tæplega 20% þurrlendis. Þéttleiki byggðar í heiminum. Um það bil þriðjungur a...