Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 4569 svör fundust
Ég sá dauðar marglyttur í hundraðatali í Hvalfirði, hvað veldur þessum dauða?
Spurningin í heild sinni hljóðaði svona: Guðmundur Búi heiti ég og er áhugaljósmyndari. Ég ákvað einsog svo oft áður að skella mér í mynda-rúnt inn í Hvalfjörð þann 6. október 2013. Ég hafði verið að taka myndir hér og þar í firðinum og var staddur við gamla Botnskálann þegar að mér er litið niður í fjöru og sá þa...
Hvar í Biblíunni er jólaguðspjallið?
Í Handbók Íslensku kirkjunnar (Reykjavík 1981) sem prestar þjóðkirkjunnar notast við eru fyrir aðfangadagskvöld gefnir upp tveir valmöguleikar, annars vegar Lúkasarguðspjall 2:1-14 og hins vegar Jóhannesarguðspjall 1:1-5 auk þess sem 14. vers er haft þar með. Það fyrrnefnda (Lúk 2:1-14) er svofellt í nýjustu þ...
Hvernig var samfélag Mayanna, við hvað unnu þeir og hver var heimsmynd þeirra?
Öll samfélög Mayanna byggðu á akuryrkju þar sem maísræktun var undirstaðan og maís meginfæða íbúanna. En þeir ræktuðu ótrúlegan fjölda nytjajurta, svo sem fjölda afbrigða af sílípipar og baunum, sætar kartöflur, tómata, lárperur, grasker, kakó, vanillu, tóbak, baðmull og henekvín (e. henequin). Reyndar ræktuðu May...
Hvað eru pólskipti?
Með orðinu pólskipti er oft átt við það þegar segulskaut jarðar flytjast á milli hinna landfræðilegu skauta hennar. Jörðin er nokkurnveginn kúlulaga, og er geisli (radíus) hennar um 6400 km. Innri hluti hennar, með geislann um 3500 km, er að mestu úr bráðnu efni. Með samanburði við samsetningu loftsteina er lík...
Hvað eru vítamín og til hvers þurfum við þau?
Vítamín eru lífræn efni sem líkaminn þarfnast í litlum mæli til þess að tryggja líf, heilbrigði, vöxt og fjölgun. Hvert vítamín gegnir sérhæfðu hlutverki en meginhlutverk þeirra er að taka þátt í stjórnun efnaskipta líkamans. Vítamínin fáum við aðallega úr fæðunni. Ef eitthvert þessara efna skortir í fæðuna getur...
Hvað er stóuspeki?
Stóuspeki er heimspekikerfi sem varð til í Aþenu undir lok 4. aldar f.Kr. Upphafsmaður þessa heimspekikerfis var maður að nafni Zenon frá Kítíon. Eftir að hafa numið hjá hundingjanum Kratesi, platonistanum Pólemoni og spekingunum Díodórosi Krónosi og Stilponi frá Megöru hóf hann að kenna undir súlnagöngunum Stoa P...
Hvað hefur vísindamaðurinn Steven Campana rannsakað?
Steven Campana er prófessor við Líf- og umhverfisvísindadeild Háskóla Íslands. Hann stundar rannsóknir á fiski- og hákarlastofnum og þáttum sem hafa áhrif á heilbrigði þeirra og fjölda. Veruleg fækkun hefur átt sér stað í mörgum hákarlastofnum í heiminum og ástand þeirra því talið alvarlegt. Þrátt fyrir að vera...
Hvað hefur vísindamaðurinn Erla Björnsdóttir rannsakað?
Erla Björnsdóttir er sálfræðingur og nýdoktor við Háskólann í Reykjavík. Viðfangsefni hennar í rannsóknum, kennslu og klínísku starfi hafa tengst svefni og svefnsjúkdómum. Í doktorsnámi sínu rannsakaði Erla svefnleysi, andlega líðan og lífsgæði hjá sjúklingum með kæfisvefn. Erla stofnaði einnig sprotafyrirtækið B...
Hvað hefur vísindamaðurinn Guðmundur Hrafn Guðmundsson rannsakað?
Guðmundur Hrafn Guðmundsson er prófessor í frumulíffræði við Líf- og umhverfisvísindadeild Háskóla Íslands. Guðmundur stundar rannsóknir á náttúrulegu ónæmi með áherslu á bakteríudrepandi peptíð. Náttúrulegt ónæmi (e. innate immunity) er grunnvarnarkerfi gegn sýklum og myndar fyrstu varnarlínuna gegn örverum,...
Hvaða rannsóknir hefur Nanna Hlín Halldórsdóttir stundað?
Nanna Hlín Halldórsdóttir er nýdoktor í heimspeki við Háskóla Íslands. Rannsóknir hennar hafa einkum verið innan femínískrar heimspeki og gagnrýnna fræða en hafa beinst í auknum mæli að læknahugvísindum og lífsiðfræði. Berskjöldun, vald, þreyta og jafnrétti eru þau helstu hugtök sem Nanna hefur fengist við auk hei...
Er hægt að útrýma veggjalús úr sumarbústað með því að yfirgefa hann í eitt ár?
Upprunalega spurningin var: Hvað lifa veggjalýs lengi í sumarbústað þar sem enginn gistir í amk. eitt ár? Veggjalýs (Cimex lectularius) eru meðal hvimleiðustu skordýra sem fólk getur fengið inn á heimili sín. Veggjalýs hafa fylgt mannfólkinu í árþúsundir og eru enn skæð meindýr á heimilum nútímamanna. Á Ísl...
Hvort eiga menn að klæða sig í eina buxnaskálm og hoppa á öðrum fæti í kringum húsið sitt eða hlaupa á brókinni í kringum húsið á bóndadag?
Um þetta fyrirbæri er aðeins til ein einasta heimild ef heimild skyldi kalla. Einhver gamansamur náungi virðist hafa fært Jóni Árnasyni (1819-1888) þjóðsagnasafnara þennan spuna um miðja 19. öld og hann látið sig hafa það að prenta hann eins og fleira skoplegt. Engin önnur dæmi hafa fundist um þennan sið. Fólk...
Hvað er átt við með samfélagssáttmála?
Orðið „samfélagssáttmáli“ er notað til að lýsa siðfræði- og stjórnspekikenningum sem fela í sér að réttindi manna og skyldur byggist á einhvers konar samkomulagi. Slíkar kenningar eru æði margvíslegar og eiga sér langa sögu svo engin ein stutt skilgreining dugar til að afmarka allt sem meint hefur verið með þessu ...
Hvað getið þið sagt mér um óperur Mozarts?
Mozart (1756-1791) var tvímælalaust eitt helsta óperutónskáld sögunnar. Hæfileikar hans fólust ekki síst í óvenjulegu næmi á innra líf sögupersónanna, sem gerði honum kleift að semja tónlist sem speglar hræringar sálarinnar hverju sinni. Hann greinir persónur sínar að hvað stíl snertir og gefur þannig persónusköpu...
Er munur á góðri og skemmtilegri tónlist?
Höfundur þessa svars er mikill aðdáandi Bítlanna. Besta plata þeirra að hans mati er meistaraverkið Sgt. Peppers Lonely Hearts Club Band (1967). Plata sem breytti tónlistarlandslaginu á sínum tíma og er krúnudjásn sveitarinnar, verk sem verður ekki toppað, hvorki af Bítlum né öðrum. En höfundur á líka uppáhalds Bí...