Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Er hægt að útrýma veggjalús úr sumarbústað með því að yfirgefa hann í eitt ár?

Jón Már Halldórsson

Upprunalega spurningin var:
Hvað lifa veggjalýs lengi í sumarbústað þar sem enginn gistir í amk. eitt ár?

Veggjalýs (Cimex lectularius) eru meðal hvimleiðustu skordýra sem fólk getur fengið inn á heimili sín. Veggjalýs hafa fylgt mannfólkinu í árþúsundir og eru enn skæð meindýr á heimilum nútímamanna. Á Íslandi koma árlega upp einhver tilvik þar sem veggjalýs finnast á heimilum.

Í svari Erlings Ólafssonar við spurningunni Hvar finnst veggjalús aðallega á Íslandi og hverjar eru kjöraðstæður hennar? er fjallað almennt um veggjalýs og lífshætti þeirra. Þar kemur meðal annars fram að veggjalýs lifa eingöngu á blóði sem þær sjúga úr fórnarlömbum sínum, sem gjarnan er mannfólk. Saddar halda þær til í fylgsnum sínum sem oftast eru í námunda við svefnstaði, enda eru þær nefndar bedbugs á ensku. Þær geta til dæmis leynst í sprungum og glufum í tréverki, niður með rúmdýnum, í fellingum meðfram saumum, undir gólflistum, í rafmagnsdósum, á bak við myndir og annað sem hangir á veggjum, bakvið laust veggfóður eða í glufóttum panel. Á nóttunni skríða þær svo úr fylgsnum sínum og nærast.

Veggjalýs (Cimex lectularius) hafa fylgt mannfólkinu í árþúsundir og eru enn skæð meindýr á heimilum nútímamanna.

Veggjalýs geta komið sér vel fyrir í húsum og erfitt getur reynst að útrýma þeim. Það hefur verið stungið upp á því að reyna að ráða niðurlögum þeirra með því að fólk yfirgefi húsakynnin í einhvern tíma og skeri þannig á fæðuöflun þeirra. Þetta er hins vegar ekki ýkja góð hugmynd þar sem veggjalýs geta lifað í lengri tíma án fæðu. Tíminn veltur þó á nokkrum þáttum, meðal annars aldri veggjalúsanna, rakastigi, hitastigi og jafnvel afráni á þeim.

Yngri veggjalýs geta ekki verið án fæðu nema í fáeinar vikur en eldri veggjalýs komast af í marga mánuði, jafnvel ár eða lengur. Lægra hitastig hægir á efnaskiptum þeirra og lengir þá líf þeirra í fæðuleysi, eitthvað sem hægt er að túlka sem dvalastig. Einnig getur slík sveltiaðferð valdið því að veggjalýs dreifi úr sér vegna fæðuleysis og berist í aðra hluta hússins, jafnvel í næstu íbúðir ef um fjölbýli er að ræða. Við þetta getur því vandinn aukist.

Því er ekki hægt að mæla með því að útrýma þessum ófögnuði úr húsakynnum með því að svelta dýrin. Á endanum kemur væntanlega að því að veggjalýsnar geta ekki lifað lengur, en það er alls ekki víst að eitt ár dugi til. Ráðlegra er að fara eftir því sem kemur fram í áðurnefndu svari Erlings Ólafssonar en þar segir: „Það getur verið flókið að ráða niðurlögum veggjalúsa. Nauðsynlegt er að kunnáttumaður meti aðstæður vandlega og gangi skipulega til verks með þeim ráðum sem eru í boði og þykja henta á hverjum stað.“

Heimildir og mynd:

Höfundur

Jón Már Halldórsson

líffræðingur

Útgáfudagur

29.1.2021

Spyrjandi

Baldur Eiðsson

Tilvísun

Jón Már Halldórsson. „Er hægt að útrýma veggjalús úr sumarbústað með því að yfirgefa hann í eitt ár?“ Vísindavefurinn, 29. janúar 2021, sótt 21. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=80899.

Jón Már Halldórsson. (2021, 29. janúar). Er hægt að útrýma veggjalús úr sumarbústað með því að yfirgefa hann í eitt ár? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=80899

Jón Már Halldórsson. „Er hægt að útrýma veggjalús úr sumarbústað með því að yfirgefa hann í eitt ár?“ Vísindavefurinn. 29. jan. 2021. Vefsíða. 21. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=80899>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Er hægt að útrýma veggjalús úr sumarbústað með því að yfirgefa hann í eitt ár?
Upprunalega spurningin var:

Hvað lifa veggjalýs lengi í sumarbústað þar sem enginn gistir í amk. eitt ár?

Veggjalýs (Cimex lectularius) eru meðal hvimleiðustu skordýra sem fólk getur fengið inn á heimili sín. Veggjalýs hafa fylgt mannfólkinu í árþúsundir og eru enn skæð meindýr á heimilum nútímamanna. Á Íslandi koma árlega upp einhver tilvik þar sem veggjalýs finnast á heimilum.

Í svari Erlings Ólafssonar við spurningunni Hvar finnst veggjalús aðallega á Íslandi og hverjar eru kjöraðstæður hennar? er fjallað almennt um veggjalýs og lífshætti þeirra. Þar kemur meðal annars fram að veggjalýs lifa eingöngu á blóði sem þær sjúga úr fórnarlömbum sínum, sem gjarnan er mannfólk. Saddar halda þær til í fylgsnum sínum sem oftast eru í námunda við svefnstaði, enda eru þær nefndar bedbugs á ensku. Þær geta til dæmis leynst í sprungum og glufum í tréverki, niður með rúmdýnum, í fellingum meðfram saumum, undir gólflistum, í rafmagnsdósum, á bak við myndir og annað sem hangir á veggjum, bakvið laust veggfóður eða í glufóttum panel. Á nóttunni skríða þær svo úr fylgsnum sínum og nærast.

Veggjalýs (Cimex lectularius) hafa fylgt mannfólkinu í árþúsundir og eru enn skæð meindýr á heimilum nútímamanna.

Veggjalýs geta komið sér vel fyrir í húsum og erfitt getur reynst að útrýma þeim. Það hefur verið stungið upp á því að reyna að ráða niðurlögum þeirra með því að fólk yfirgefi húsakynnin í einhvern tíma og skeri þannig á fæðuöflun þeirra. Þetta er hins vegar ekki ýkja góð hugmynd þar sem veggjalýs geta lifað í lengri tíma án fæðu. Tíminn veltur þó á nokkrum þáttum, meðal annars aldri veggjalúsanna, rakastigi, hitastigi og jafnvel afráni á þeim.

Yngri veggjalýs geta ekki verið án fæðu nema í fáeinar vikur en eldri veggjalýs komast af í marga mánuði, jafnvel ár eða lengur. Lægra hitastig hægir á efnaskiptum þeirra og lengir þá líf þeirra í fæðuleysi, eitthvað sem hægt er að túlka sem dvalastig. Einnig getur slík sveltiaðferð valdið því að veggjalýs dreifi úr sér vegna fæðuleysis og berist í aðra hluta hússins, jafnvel í næstu íbúðir ef um fjölbýli er að ræða. Við þetta getur því vandinn aukist.

Því er ekki hægt að mæla með því að útrýma þessum ófögnuði úr húsakynnum með því að svelta dýrin. Á endanum kemur væntanlega að því að veggjalýsnar geta ekki lifað lengur, en það er alls ekki víst að eitt ár dugi til. Ráðlegra er að fara eftir því sem kemur fram í áðurnefndu svari Erlings Ólafssonar en þar segir: „Það getur verið flókið að ráða niðurlögum veggjalúsa. Nauðsynlegt er að kunnáttumaður meti aðstæður vandlega og gangi skipulega til verks með þeim ráðum sem eru í boði og þykja henta á hverjum stað.“

Heimildir og mynd:...