Hvað lifa veggjalýs lengi í sumarbústað þar sem enginn gistir í amk. eitt ár?Veggjalýs (Cimex lectularius) eru meðal hvimleiðustu skordýra sem fólk getur fengið inn á heimili sín. Veggjalýs hafa fylgt mannfólkinu í árþúsundir og eru enn skæð meindýr á heimilum nútímamanna. Á Íslandi koma árlega upp einhver tilvik þar sem veggjalýs finnast á heimilum. Í svari Erlings Ólafssonar við spurningunni Hvar finnst veggjalús aðallega á Íslandi og hverjar eru kjöraðstæður hennar? er fjallað almennt um veggjalýs og lífshætti þeirra. Þar kemur meðal annars fram að veggjalýs lifa eingöngu á blóði sem þær sjúga úr fórnarlömbum sínum, sem gjarnan er mannfólk. Saddar halda þær til í fylgsnum sínum sem oftast eru í námunda við svefnstaði, enda eru þær nefndar bedbugs á ensku. Þær geta til dæmis leynst í sprungum og glufum í tréverki, niður með rúmdýnum, í fellingum meðfram saumum, undir gólflistum, í rafmagnsdósum, á bak við myndir og annað sem hangir á veggjum, bakvið laust veggfóður eða í glufóttum panel. Á nóttunni skríða þær svo úr fylgsnum sínum og nærast.
- CDC - Bed Bugs - Biology.
- Bed Bug Management Guidelines--UC IPM.
- Bed bugs | UMN Extension.
- Bed Bugs | Entomology at he Unversity of Kentucky.
- Mynd: Bed bug, Cimex lectularius (9627010587).jpg - Wikimedia Commons. Birt undir Creative Commons Attribution-Share Alike 2.0 Generic leyfi. (Sótt 28.1.2021).