Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 2808 svör fundust
Það eru miklar umræður í vinnunni um það hvort eigi að flota eða fleyta gólf? Getið þið leyst úr þessu?
Spurningin í fullri lengd hljóðaði svona: Það eruð miklar umræður hérna í vinnunni hjá mér hvort maður segir flota eða fleyta. Getið þið aðstoðað við að útkljá þetta vandamál? Þegar verið er að tala um flota eða fleyta gólf. Þá t.d. ég er að fara að flota eða fleyta gólfið hjá mér um helgina. Verknaðurinn s...
Hver voru tíu vinsælustu svörin á Vísindavefnum í febrúar 2015?
Samkvæmt vefmælingu Modernusar voru tíu vinsælustu svör febrúarmánaðar á Vísindavefnum árið 2015 þessi hér: Eru sítrónur eins mikið töfralyf og margir halda fram á veraldarvefnum? Hvað er Asperger-heilkenni? Af hverju er öskudagur haldinn hátíðlegur? Hver er eðlilegur blóðþrýstingur? Hver eru einkenni lungn...
Hvað er til ráða ef allt fjarskiptasamband Íslands um sæstrengi rofnar?
Ef allir sæstrengir sem tengja Ísland við umheiminn rofna samtímis er eina fjarskiptavaraleiðin til útlanda um gervihnetti. Gervihnettir gegndu hlutverki varaleiðar fyrir landið til ársins 2004 en voru þá orðnir of afkastalitlir og nýr sæstrengur FARICE-1 tók við með Cantat-3. Afköst gervihnatta hafa aukist eitthv...
Báru lögsögumenn á Alþingi til forna einhvern hlut sem merki um stöðu sína? Líkt og biskupar báru bagal?
Ekki er til þess vitað að lögsögumenn hafi borið einhver tákn um stöðu sína. Ekkert kemur fram um það í fornum heimildum og enginn slíkur hlutur hefur fundist, hvorki í fornleifauppgreftri né á annan máta. Bagall Páls Jónssonar biskups. Smellið til að sjá stærri mynd. Hér á landi hafa hins vegar fundist mjög ga...
Hver voru vinsælustu svör febrúarmánaðar 2018?
Í febrúarmánuði 2018 voru birt 53 ný svör á Vísindavefnum. Að auki var fjölmörgum fyrirspurnum svarað með því að vísa lesendum á efni sem til er og sumum spurningum var svarað með tölvupósti og símtölum. Tvö mest lesnu svörin í febrúar tilheyra flokki á Vísindavefnum sem helgaður er ártalinu 1918, það eru svör ...
Hvað hefur vísindamaðurinn Sigurður Ingvarsson rannsakað?
Sigurður Ingvarsson er forstöðumaður Tilraunastöðvar Háskóla Íslands í meinafræði að Keldum og prófessor við Læknadeild Háskóla Íslands. Tilraunastöðin starfar fyrst og fremst sem rannsóknastofa á háskólastigi og er eini vettvangurinn í landinu þar sem rannsóknir fara fram á dýrasjúkdómum á mörgum fræðasviðum....
Hvað hefur vísindamaðurinn Páll Jensson rannsakað?
Páll Jensson er prófessor í verkfræði og sviðsstjóri Fjármála- og rekstrarverkfræðisviðs við Tækni- og verkfræðideild Háskólans í Reykjavík. Hann hefur stundað rannsóknir á ýmsum sviðum rekstrarverkfræði, einkum á hagnýtingu aðgerðarannsókna í íslensku atvinnulífi. Aðgerðarannsóknir fjalla um að gera stærðfræði...
Hvernig getur hugtakið „óendanlegt“ staðist? Allt hlýtur að eiga upphafs- og endapunkta?
Flestum þykir okkur erfitt að skilja til fulls hugtakið óendanlegt. Þegar allt kemur til alls virðast þó ekki aðrir kostir í boði en að gera okkur það að góðu þar sem það stenst engan veginn að allt sé endanlegt. Hugsum okkur til dæmis jafn einfaldan hlut og að telja. Fyrst eftir að barn lærir að telja heldur þ...
Ryðga málmar í frosti?
Já, járn ryðgar í frosti ef loftið er rakt, þó hægar en í hlýrra veðri. Ryðmyndun er efnahvarf og þau verða örari eftir því sem hitinn er meiri. Fljótandi vatn eða raka í lofti þarf til ryðmyndunar og því dregur úr henni þegar vatnið frýs Það sem við köllum frost miðast við hitastigið þar sem vatn frýs. Við köllum...
Hvað er lýsi? Hvernig er það nýtt og hver er aðal uppspretta orkunnar í því?
Lýsi er samheiti á fitu sem unnin er úr sjávardýrum. Til eru margar gerðir af lýsi og má til dæmis nefna þorskalýsi, loðnulýsi, síldarlýsi, túnfisklýsi, háfalýsi og sardínulýsi. Þessar tegundir eru allar unnar úr fiskum, ýmist heilum (t.d. loðnulýsi) eða úr einstökum líffærum (t.d. þorskalýsi úr þorskalifur). Meða...
Hvernig verðum við til?
Hér er einnig svarað öðrum spurningum um sama efni:Hvernig fer frjóvgun fram eftir að sæðið er komið inn í líkama konunnar?Geturðu lýst fyrir mér frjóvgunarferlinu?Hvernig á frjóvgun eggs sér stað í manninum?Hvað getið þið sagt mér um frjóvgun hjá manninum?Er það satt að ég hafi byrjaði sem fræ?Hægt er að miða við...
Geturðu sagt mér eitthvað um Kákasuslöndin?
Kákasus (e. Caucasus eða Caucasia) er 440.000 km2 svæði á milli Svartahafs í vestri og Kaspíahafs í austri og tengir saman Evrópu og Asíu. Svæðið dregur nafn sitt af hinum mikla Kákasusfjallgarði sem er um 1200 km langur og nær á milli Svartahafs og Kaspíahafs. Fjallgarðurinn skiptist í tvo meginhryggi: Sá nyrðri...
Hverjar eru ástæðurnar fyrir hárlosi og hvað er hægt að gera við því?
Hárlos er hægt að flokka í tvennt: það er missa hár og fá það aftur eða missa hár og fá það ekki aftur, það kallast skallamyndun. Hár vex að meðaltali um einn cm á mánuði. Hvert hár vex í allt að fimm til sex ár en hættir síðan að vaxa og fellur að lokum af. Hár er í mismunandi vaxtarskeiðum þannig að um það b...
Hvaða dýr uppgötvaði Nikolai Przewalski fyrstur Vesturlandabúa?
Nikolai Mikhailovich Przewalski (1839 – 1888) er sennilega einn af merkari landkönnuðum vesturheims. Hann er maðurinn sem kom þá lítt þekktu landsvæði Mið-Asíu á kortið og gerði margar merkar uppgötvanir á lífríki svæðisins. Przewalski fór í nokkra stóra leiðangra á svæði sem nú tilheyra Úsbekistan, Kína og Mongól...
Getur kona á einhvern hátt orðið ólétt þótt hún sé hrein mey?
Áður en spurningunni er svarað beint er vert að huga aðeins að orðanotkun. Orðasamböndin 'hrein mey' og 'hreinn sveinn' hafa löngum verið notuð um einstaklinga sem eru orðnir kynþroska en hafa ekki haft samfarir. Þessi orðanotkun hefur sætt gagnrýni enda felst í henni að kynlíf sé eitthvað óhreint og skítugt. Með ...