Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 10000 svör fundust

category-iconHagfræði

Hvað keypti nýi Landsbankinn af gamla Landsbankanum fyrir hið svokallaða Landsbankabréf?

Stutta svarið við þessari spurningu er einfalt: Hér er verið að vísa til skuldabréfs sem gefið var út sem hluti af uppgjöri milli gamla Landsbankans (þrotabúsins) og nýja Landsbankans. Þegar nýi Landsbankinn var stofnaður þá fékk hann afhentar ýmsar eignir sem höfðu verið í eigu gamla Landsbankans, fyrst og fremst...

category-iconVeðurfræði

Af hverju telja vísindamenn að þeir geti spáð fyrir um loftslagsbreytingar?

Öll spurningin hljóðaði svona: Af hverju telja vísindamenn að þeir geti spáð fyrir um loftslagsbreytingar? Er reynslan af slíkum spádómum ekki frekar slæm? Spurningin er í tveimur hlutum. Hér verður fyrri þættinum svarað fyrst, og svo rætt um reynslu af spám um loftslagsbreytingar. Allar vísindalegar spár þ...

category-iconLæknisfræði

Væri hægt að framleiða dópamín sem verkjalyf í staðinn fyrir morfín?

Í heild hljóðaði spurningin svona: Náttúruleg „verkjalyf“ líkamans eins og dópamín virðast hvorki hafa eitrunar- né ávanabindandi áhrif, eins og t.d. morfín. Svo hvers vegna er dópamín þá ekki bara framleitt sem lyf til sölu, í staðinn fyrir hættulegu, ávanabindandi gerviefnin? Taugaboðefni eru sameindir, oft...

category-iconHeimspeki

Er hægt að færa rök fyrir því að rökræður séu tilgangslausar?

Stutta svarið er, já, svo sannarlega. Það er auðvelt að færa gild rök fyrir staðhæfingum sem eru augljóslega ósannar. Tökum einfalt dæmi:1. Ef Salka Valka er á lífi þá er hún í felum.2. Salka Valka er á lífi.3. Salka Valka er í felum. Í þessari rökfærslu eru forsendurnar 1 og 2 og niðurstaðan 3. Rökfærslur eru ...

category-iconLífvísindi: almennt

Hver fékk Nóbelsverðlaunin í lífeðlisfræði og læknisfræði 2022 og fyrir hvað?

Nóbelsverðlaunin í lífeðlisfræði og læknisfræði eru veitt einstaklingum sem 50 manna hópur sérfræðinga við Karolinsku stofnunina í Stokkhólmi velur úr hópi tilnefninga sem sendar hafa verið Nóbelsnefndinni. Verðlaunin hafa verið veitt fyrir margskonar rannsóknir á frumum, genum, þroskun, veirum og bakteríum, en al...

category-iconTrúarbrögð

Hver er munurinn á engli og erkiengli?

Hér er einnig svarað spurningunum: Hvað er erkiengill? (Guðmunda Dagbjört) Hverjir "eru" erkienglarnir (nöfn)? (Jóhanna Kristín) Hverjir voru og hvaða hlutverk gegndu englarnir Michael og Gabríel? (Rúnar Sighvatsson) Á engla er víða minnst í Biblíunni, eða ríflega 300 sinnum, og hafa þeir löngum verið snar...

category-iconLífvísindi: almennt

Af hverju eru veirur til?

Til að svara spurningunni „af hverju eru veirur til?“ þarf fyrst að átta sig á því hvað veirur eru og hvað þær gera. Þegar svör við því hafa fengist er hægt að svara spurningunni um tilvist veira. Hvað eru veirur? Veirur eru agnarsmáar lífverur sem þurfa að sýkja frumur til að fjölga sér. Þær geta ekki fjölg...

category-iconLögfræði

Hvenær er maður orðinn sekur um glæp samkvæmt íslenskum lögum; þegar hann játar eða nægar sannanir liggja fyrir eða þegar hann er dæmdur fyrir dómstóli?

Svarið er: „Þegar maður er dæmdur fyrir dómstóli.” Í 2. mgr. 70. gr. stjórnarskrárinnar segir að hver sá sem er borinn sökum um refsiverða háttsemi skuli talinn saklaus þar til sekt hans hefur verið sönnuð. Í 1. mgr. 70. gr. stjórnarskrárinnar segir að öllum beri réttur til að fá úrlausn um réttindi sín og sky...

category-iconÞjóðfræði

Af hverju er rauður litur jólanna?

Hér er einnig svarað spurningunni: Hvers vegna hafa menn jólahúfur? (Katrín Möller, f. 1989) Rauður litur hefur frá fornu fari staðið sem tákn fyrir lífskraftinn, meðal annars vegna þess að hann er litur blóðsins. Þessi litur hefur einnig verið talinn vernda gegn hinu illa, fjandanum og hyski hans. Í trúarathöfn...

category-iconHeimspeki

Hver var Averroes og hvert var framlag hans til fræðanna?

Ibn Rushd (1126–1198) eða Averroes, eins og hann nefndist á latínu eftir spænskum miðaldaframburði (Aven Ruiz), var læknir, dómari og heimspekingur í borginni Cordoba á Spáni og var uppi á 12. öld. Cordoba tilheyrði þá arabískumælandi ríki sem nefndist Al-Andalus og var á fyrri hluta aldarinnar undir stjórn fursta...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Var Betlehemstjarnan raunverulega til?

Betlehemstjarnan er dularfullt tákn og hún hefur valdið stjörnufræðingum, sagnfræðingum og guðfræðingum miklum heilabrotum í tæp tvö árþúsund. Í þessu svari ætlum við skoða fjóra möguleika:Stjarnan var einstakt tilvik, hún hafði aldrei sést áður og hefur ekki sést síðan. Guð lét hana birtast til að opinbera fæð...

category-iconTrúarbrögð

Á hverju byggist munklífi?

Upprunalega spurningin var:Á hverju byggist munklífi? Hvaða verkefnum var sinnt í munka- og nunnuklaustrum á miðöldum? Er munka- og nunnuklaustur það sama? Allt frá fyrstu öldum kristni hefur gætt þeirrar hugsjónar að kristnum mönnum beri að líkja eftir lífi Krists og breytni á sem bókstaflegastan hátt. Nefna m...

category-iconHeilbrigðisvísindi

Getur opin fósturæð í börnum aukið næmni fyrir sýklum, til dæmis kvefi?

Flestir meðfæddir hjartasjúkdómar virðast auka tíðni efri og neðri öndunarfærasýkinga en ég kannast ekki sérstaklega við að kvef sé algengara hjá þessum börnum, þó að svo kunni að vera. Ég geri ráð fyrir að með opinni fósturæð sé átt við opinn brjóstgang (patent ductus arteriosus) sem er æð milli lungnaslag...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvað er átt við með landrekskenningunni og hver eru rökin fyrir henni?

Með „landrekskenningunni" er venjulega átt við þá kenningu sem þýski jarðeðlisfræðingurinn Alfred Wegener (1880-1930) setti fram í bókinni Myndun meginlanda og úthafa árið 1915. Annað afbrigði kenningarinnar kom fram 1964 og nefnist „botnskriðskenning" og loks þriðja afbrigðið 1968, „flekakenning". Meginmunurinn á...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Er hæð bygginga einhver takmörk sett ef nóg fjármagn er fyrir hendi?

Skýjakljúfarnir á Manhattaneyju í New York hafa löngum vakið athygli og aðdáun manna. Empire State byggingin þótti á sínum tíma eitt af furðuverkum veraldar (byggingarár 1931). Var hún í 40 ár hæsta bygging heims (380 m) eða þar til hafnarstjórnin í New York lét reisa tvíburaturnbyggingarnar við höfnina (World Tra...

Fleiri niðurstöður