Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 10000 svör fundust

category-iconVeðurfræði

Hvað getið þið sagt mér um hafís?

Á hafinu flýtur tvenns konar ís, hafís sem er frosinn sjór, og borgarís sem myndast þegar brotnar úr jöklum sem skríða í sjó fram eða liggja meðfram strönd, eða á henni. Hafís getur myndast í fjörðum hér við land á köldum vetri. Hann kallast þá lagnaðarís og er orðið dregið af því að sagt er að fjörðinn leggi. ...

category-iconStjarnvísindi: sólkerfið

Hvað er nú vitað um loftsteininn frá Suðurskautslandinu sem talinn var bera merki um líf á Mars?

Upphafleg spurning var sem hér segir:Nýlega var mikið rætt um loftstein sem fannst á Suðurskautslandinu og var talinn hafa komið frá Mars fyrir um 13.000 árum. Hvernig er vitað um aldur, og hvernig er hægt að álykta að hann kom frá Mars?Árið 1983 var rannsakaður loftsteinn sem fundist hafði á jaðri Suðurskautsjöku...

category-iconStjarnvísindi: sólkerfið

Getið þið bent mér á heimildir um sólina þar sem ég er að gera verkefni um hana?

Á Vísindavefnum er að finna fjölmörg svör um sólina, meðal annars þessi:Hvað er sólin stór? eftir Tryggva ÞorgeirssonHvað er sólin heit? eftir Tryggva ÞorgeirssonAf hverju er sólin til? eftir Árdísi Elíasdóttur og Gunnlaug BjörnssonHvert er flatarmál sólarinnar? eftir EÖÞHvað er sólin þung? eftir Björn Brynjúlf Bj...

category-iconTrúarbrögð

Hvernig túlka guðfræðingar kenningar Erich von Dänikens um Biblíuna?

Kenningar von Dänikens hafa hvorki haft áhrif á guðfræðina né aðrar fræðigreinar. Þvert á móti hafa fjölmargir fræðimenn hrakið þær í bæði tímaritsgreinum og bókum. Von Däniken tekur Biblíuna fortakslaust trúanlega í tilteknum atriðum en hafnar henni jafnafdráttarlaust í öðrum, hvorttveggja algerlega eftir eigin g...

category-iconHeimspeki

Hver var Jacques Derrida og hvert var framlag hans til heimspekinnar?

Um franska heimspekinginn Jacques Derrida (1930-2004) er óhætt að fullyrða að hann hafi verið býsna umdeild persóna sem öðru fremur helgaði sig linnulausri gagnrýni á hvers kyns ríkjandi valdhafa og kennivald. Enda þótt menntun hans hafi að mörgu leyti verið dæmigerð fyrir franska heimspekinga var samband hans við...

category-iconHugvísindi

Hvað fólst í menningarbyltingunni í Kína?

Hugtakið menningarbylting er oft notað sem samheiti yfir ólguskeið í Kína á árunum 1966-1969, sem einkenndist af uppgangi róttækra stefna. Þær áttu það sammerkt að vera stefnt gegn viðteknum menningarlegum og pólitískum gildum og var mikil áhersla lögð á virkni alþýðunnar í að varpa af sér oki yfirstéttar. Að loku...

category-iconTrúarbrögð

Hvaða ljósi varpar Tómasarguðspjall á líf Jesú og hver er talinn vera uppruni þess?

Hvers konar rit er Tómasarguðspjall? Tómasarguðspjall er ekki tilraun til að skrifa ævi Jesú út frá hefðbundnum forsendum um fæðingarstað, menntun, störf og örlög (dauða) eins og til dæmis má finna stað í frásögu Matteusarguðspjalls svo ekki sé talað um þá tísku sem er íslensk ævisagnaritun nú á dögum. Ævisag...

category-iconEðlisfræði: fræðileg

Hver var Léon Foucault?

Franski eðlisfræðingurinn Jean Bernard Léon Foucault, sem yfirleitt gekk undir nafninu Léon Foucault, fæddist í París 18. september 1819. Hann hlaut ekki þjálfun í vísindastörfum en var óvenju næmur að skilja náttúruna og jafnframt gæddur rómaðri handlagni. Þessar gáfur gerðu honum kleift að gera krefjandi og nákv...

category-iconStærðfræði

Hvað getið þið sagt mér um Blaise Pascal og framlag hans til stærðfræðinnar?

Blaise Pascal (1623-1662) var franskur stærðfræðingur, eðlisfræðingur, uppfinningamaður, trúspekingur og ritsnillingur. Hann fæddist í Clermont, sem nú heitir Clermont-Ferrand í Auvergne, þar sem faðir hans var forseti skattdómsins og þekktur áhugamaður um stærðfræði og vísindi. Móðir hans dó þegar hann var þrigg...

category-iconHugvísindi

Hvaða tungumál eru töluð á Spáni?

Á Spáni eru fjögur opinber tungumál. Þau eru kastilíska (sem alla jafna er nefnd spænska), galisíska, baskneska og katalónska. Spænska er töluð í öllum héruðum landsins, en galisíska í Galisíu, baskneska í Baskalandi og katalónska í Katalóníu. Í þeim héruðum er spænska einnig opinbert mál og hún er það tungumál se...

category-iconMannfræði

Af hverju klæðast sumar íslamskar konur búrku, hvenær varð sá siður til?

Hér er einnig svarað spurningunum:Hver er uppruni búrku, niqab og hijab og hver er munurinn á þessu þrennu? Af hverju klæða margar múslímskar konur sig í búrku, niqab og hijab? Arabíska orðið hijab er notað um eina tiltekna tegund slæðu sem margar múslimakonur bera. Það er einnig samheiti yfir allar gerðir af s...

category-iconHagfræði

Hvaða langtímaáhrif hafa innflytjendur á hagkerfi þjóða?

Upprunalega spurningin hljóðaði svona: Hvaða langtímaáhrif hefur aðflutningur fólks á hagkerfi? Í svari við spurningunni Hvernig er hægt að meta ávinning og kostnað af innflytjendum? er aðeins litið til samtímatekna og samtímaútgjalda en ekki reynt að meta langtímaáhrif aðflutnings fólks á fjármál hins opin...

category-iconLífvísindi: mannslíkaminn

Í sjónvarpsfréttum um daginn var rætt um styrk sólarljóssins. Hvaða mælingar eru þetta og hafa þær einhverja einingu?

Húðlæknastöðin birtir svokallaðan ÚF-stuðul (e. UV index) en ÚF stendur fyrir útfjólublátt (e. ultraviolet). Stuðullinn mælir áhrif útfjólublárra geisla á húðina. Útfjólublá geislun er ekki sýnileg en bylgjulengd ljóssins er frá 400 nm (nanómetrum) og niður í 100 nm, sumar skilgreiningar ná niður í 4 nm. Sýnile...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvað getið þið sagt mér um sandlóu, til dæmis um útbreiðslu í heiminum og stofninn hér á landi?

Sandlóa (Charadrius hiaticula) er af ætt fjörufugla (Charadriidae). Hún er algeng hér á landi og finnst á gróðurlitlum svæðum á láglendi um allt land. Sandlóan er lítill og feitlaginn fugl nokkuð svipuð heiðlóu að vexti. Hún er frá 18 til 20 cm á lengd og vegur um 60 grömm. Vænghaf hennar er allt upp í 55 cm á l...

category-iconVeðurfræði

Af hverju er meira um lægðir við Ísland á haustin og veturna heldur en um sumar og vor?

Flestar lægðir sem hingað koma eru tengdar bylgjugangi vestanvindabeltisins. Í heildina tekið ræðst styrkur þess af mun á hita á norðlægum og suðlægum breiddarstigum. Þessi munur er talsvert meiri að vetrarlagi heldur en á sumrin. Lægðir eru því að jafnaði kröftugastar á vetrum, mun öflugri heldur en að sumarlagi....

Fleiri niðurstöður