Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 7671 svör fundust

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Getið þið sagt mér allt um ameríska bolabítinn (American Bulldog)?

Upphaf ameríska bolabítsins má rekja til Bretlandseyja en fyrr á öldum var hann mjög vinsæll þar og gegndi margvíslegum „störfum“ fyrir mannfólkið. Hann var mest notaður allra hundaafbrigða í landbúnaði, til dæmis sem varðhundur, hann var vanur að vera innan um búfénað og gætti hans gegn ýmsum rándýrum og þjófum. ...

category-iconUnga fólkið svarar

Hvað er ofsakláði?

Ofsakláði (urticaria) er húðsjúkdómur sem hrjáir allt að 20% fullorðins fólks einhvern tíma á ævinni. Við ofsakláða losnar efnið histamín í húð og veldur miklum kláða og ljósum eða rauðum upphleyptum útbrotum. Þessu fylgja stundum liðverkir, magaverkir, vægur hiti og bólgur í lófum og á iljum. Eitt af einkennum...

category-iconUnga fólkið svarar

Hverjir voru Rómúlus og Remus?

Samkvæmt þjóðsögum voru tvíburarnir Rómúlus og Remus stofnendur Rómar. Venjan er að miða við dagsetninguna 21. apríl árið 753 f.Kr. þegar sagt er að farið hafi verið að grafa fyrir borgarmúrunum. Rómúlus og Remus voru synir Rheu Silvíu, dóttur Númitors sem var konungur í borginni Alba Longa. Númitor átti yngri...

category-iconEðlisfræði: í daglegu lífi

Hvernig stendur á því að leitarhlið á flugvöllum pípa alltaf þegar ég fer þar í gegn?

Spurningin í fullri lengd hljóðaði svona: Hvernig stendur á því að sumir sleppa aldrei í gegnum leitarhlið á flugvelli enda þótt ekkert reynist svo að? Þetta á til dæmis við um mig. Ég er alltaf tekin til hliðar og skoðuð hátt og lágt enda pípir hliðið þegar ég fer í gegn. Mig langar að fá skýringu á þessu. ...

category-iconLífvísindi: almennt

Er vísindafólk að þróa nýjar og afkastameiri leiðir til að skima eftir veirunni sem veldur COVID-19?

Kjarnsýruprófin sem nú eru notuð til að greina veirusmit eru býsna áreiðanleg, eins og hægt er að lesa nánar um í svari eftir sama höfund við spurningunni Hversu áreiðanlegar eru niðurstöður úr COVID-19-skimun hér á landi? Þau eru einnig gífurlega næm og geta numið veiruna í sýnum sem hafa aðeins þúsund eintök eða...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvaðan kemur græni liturinn í "einum grænum hvelli"?

Allmörg orðasambönd eru til í íslensku þar sem orðið grænn er notað. Uppruninn er misjafn og alloft eru þau sótt til dönsku. Sum eru þó heimasmíðuð og er í grænum (hvínandi, logandi) hvelli eitt þeirra. Stunduð er látið nægja að segja í einum grænum og hvelli þá undanskilið. Þarna er grænn áhersluorð sem hugsanleg...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvað eru mörg þorskhrogn í hverjum hrognabuxum og af hverju þurfa þau að vera svona mörg?

Fáar dýrategundir eru jafn frjósamar og atlantshafsþorskurinn (Gadus morhua). Rannsóknir hafa sýnt að fjöldi hrogna í eggjasekk þorskhrygnu er á bilinu 4-7 milljónir. Eggjasekkurinn gengur einnig undir nöfnunum hrognasekkur, hrognabuxur og hrognabrækur. Eftir hrygningu yfirgefur hrygnan eggin. Þau fljóta síðan rét...

category-iconLífvísindi: mannslíkaminn

Er algengt að konur hafi hægðir eða þvaglát við fæðingu og eru til einhverjar tölur um hversu oft það gerist?

Því miður tókst ekki að hafa upp á tölum um hversu algengt það er að konur hafi hægðir í fæðingu. En það er býsna algengt að konur missi svolítið þvag eða hægðir á öðru stigi fæðingar þegar rembingshríðir þrýsta barninu út um leggöngin, enda þrýstingurinn mjög mikill. Konur fá reyndar yfirleitt endaþarmsstíl í...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvað éta páfagaukar?

Páfagaukar fá fæðu sína að langmestu leyti úr jurtaríkinu, það geta verið fræ, hnetur, ávextir og jafnvel jurtirnar sjálfar. Tengst virðast vera á milli stærðar páfagaukanna og þeirrar fæðu sem þeir sækjast mest í. Stærri tegundir reiða sig meira á fræ en margar minni tegundir treysta meira á ávexti og blómasafa. ...

category-iconBókmenntir og listir

Hvað getið þið sagt mér um Wolfgang Amadeus Mozart, í grófum dráttum?

Wolfgang Amadeus Mozart (1756–1791) er frægasta undrabarn sögunnar og einn hæfileikaríkasti tónlistarmaður sem uppi hefur verið. Óperur hans, sinfóníur, konsertar og kórverk eru lykilverk klassíska skeiðsins (þess tímabils tónlistarsögunnar sem varði frá um 1740–1820) og hann er almennt talinn einn mesti tónlistar...

category-iconFélagsvísindi

Hvernig fer nautaat fram?

Nautaat er athöfn sem tíðkast í sumum löndum Suður-Evrópu og Suður-Ameríku þar sem nautum og mönnum er att saman á leikvöngum og í hringleikahúsum. Til eru nokkur afbrigði nautaata sem eru breytileg eftir löndum og héruðum; til dæmis eru nautaöt í Portúgal, sumum héruðum Suður-Frakklands og í Baskalandi ekki sami ...

category-iconVísindi almennt

Hvað er skák?

Skák er leikur sem ber keim af ýmsum íþróttum en er jafnframt skyld listunum. Spurningin um list eða íþrótt snýst í rauninni ekki um "annaðhvort / eða" heldur svarar hver skákmaður henni fyrir sig, enda er ánægja ólíkra manna af skák innbyrðis mismunandi. Við ræðum þessi atriði nánar hér á eftir. Skákmenn e...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvað er samlífi, gistilífi, samhjálp og sníkjulíf dýra?

Nauðsynlegt er að fjalla fyrst um hugtakið samlífi (symbiosis) sem komið er af gríska orðinu symbioun 'að lifa saman'. Undir það heyra síðan nokkur önnur hugtök sem lýsa nánar eðli samlífisins. Þau hugtök eru gistilífi (commensalism), samhjálp (mutualism) og sníkjulífi (parasitism). Samlífi þar sem önnur lífver...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Ef hvítt tígrisdýr og venjulegt tígrisdýr eignast afkvæmi, hvernig verður það á litinn?

Hvít tígrisdýr eru þekkt á fáeinum stöðum á Norður-Indlandi en hafa orðið vinsæl í dýragörðum sökum þess hversu fágæt þau eru. Orsökin fyrir hvíta litnum er stökkbreyting í geni einu sem ákvarðar grunnlit feldar dýranna. Genið sem ræður hvíta litum er víkjandi og því þarf tígrisdýrahvolpur að fá gen fyrir hví...

category-iconMannfræði

Hvað er manndómsvígsla?

Í mörgum samfélögum eru það talin mikil tímamót þegar unglingur er tekinn í tölu fullorðinna. Þá verður hann fullgildur meðlimur viðkomandi samfélags. Slíkt er gert á táknrænan hátt í athöfn sem meðal annars er kölluð manndómsvígsla (e. initiation rite). Manndómsvígslur eiga sér oftast stað þegar unglingurinn kems...

Fleiri niðurstöður