Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 596 svör fundust

category-iconEðlisfræði: fræðileg

Hvað er jáeind?

Óvíst er að lesandinn telji sig miklu nær þó að við segjum að jáeindin (e. positron) sé, eftir því sem best er vitað, andeind rafeindarinnar. En í því felst meðal annars að: jáeindin er öreind (e. elementary particle), ekki samsett úr öðrum (smærri) eindum. hún er létteind (e. lepton), sem þýðir að hún tek...

category-iconLífvísindi: almennt

Hvar og hvenær var COVID-19-veiran fyrst raðgreind?

Veiran SARS-CoV-2 veldur sjúkdómnum COVID-19 og heimsfaraldri. Erfðaefni veirunnar er einsþátta RNA-strengur. Með því að nota aðferðir sameindalíffræði er hægt að raðgreina erfðaefni veirunnar. Það þýðir að röð basa í erfðaefni hennar er lesin, allir um það bil 29.900 basarnir.[1] Miðað við opinberlega aðgengil...

category-iconStjarnvísindi: sólkerfið

Hvað ganga mörg tungl í kringum reikistjörnuna Satúrnus og hvað heita þau?

Umhverfis Satúrnus ganga að minnsta kosti 146 þekkt fylgitungl. Erfitt er að komast að nákvæmri tölu því strangt til tekið eru allir stórir íshnettir í kringum reikistjörnuna fylgitungl, en erfitt getur reynst að skilja á milli stórra hringagna og lítilla fylgitungla. Af þessum tunglum eru aðeins sjö nógu stór og ...

category-iconStærðfræði

Hvers konar stærðfræði er notuð til að lýsa útbreiðslu veirusjúkdóma?

Þegar faraldur líkt og COVID-19 gengur yfir heimsbyggðina er mjög mikilvægt að geta spáð fyrir um útbreiðslu smita og grípa til aðgerða í samræmi við spárnar. Niðurstöður viðbragðsteymis vegna COVID-19 hjá Imperial College London hafa til að mynda talsvert verið í fjölmiðlum[1] og einnig er starfandi hópur vísinda...

category-iconHugvísindi

Hvernig breiddist íslam út?

Sú skoðun að íslam hafi breiðst út með „eldi og sverði“ er bæði útbreidd og á sér rætur langt aftur í aldir. Kannski er hún á vissan hátt forsenda þess að svo auðvelt sé að sannfæra fjölda fólks um heim allan um að múslimar séu að eðlisfari ofbeldisfullir og herskáir; að bæði liggi það einhvern veginn í trúnni sjá...

category-iconHagfræði

Ef við værum fullgildur aðili að ESB og með evru, hver hefði hlutur okkar orðið í þeim „björgunarpökkum“ sem ESB-löndin hafa þurft að leggja saman í?

Aðildarríki Evrópusambandsins hafa gripið til ýmissa ráðstafana á síðustu misserum til að koma á fjármálastöðugleika innan sambandsins í kjölfar alþjóðlegu fjármálakreppunnar. Þau aðildarlönd sem hingað til hafa lent í mestum skuldavanda, Grikkland, Írland og Portúgal, hafa fengið aðstoð frá öðrum ríkjum sambandsi...

category-iconBókmenntir og listir

Hvað getið þið sagt mér um Ibn Khaldun?

Ibn Khaldun hét fullu nafni Abū Zayd 'Abd ar-Raḥmān ibn Muḥammad ibn Khaldūn al-Ḥaḍramī og fæddist árið 1332 í Túnis. Hann var mikill hugsuður og er þekktastur fyrir ritin Muqaddimah (inngangur) og Kitāb al-'Ibar (bók um kennslustundir). Muqaddimah er talið vera fyr...

category-iconEðlisfræði: í daglegu lífi

Hvað er efnarafall og hvernig er hann smíðaður?

Fyrst er nauðsynlegt að segja nokkur orð um vetni, einföldustu frumeindina. Algengasta form vetnis hefur eina rafeind sem sveimar um eina róteind í kjarna. Í loftkenndu ástandi myndar vetni tvíatóma sameind, H2. Vetni er mjög hvarfgjarnt við súrefni og það brennur með mikilli varmamyndun og umbreytist í vatnsg...

category-iconHugvísindi

Hvernig var vísinda- og fræðaiðkun háttað í Evrópu á miðöldum?

Á miðöldum mátti finna mikil menntasetur víða um lönd kristinna manna og múslima. Má þar til dæmis nefna Bagdad á 9. öld, en fræðimenn frá öllum löndum streymdu þangað til að gerast hluti af því samfélagi sem myndaðist í kringum „hús viskunnar“ (ar. Bayt al-Hikmah). Í Konstantínópel á 11. öld myndaðist einnig fræ...

category-iconHeimspeki

Hver er saga grískrar heimspeki?

Grísk heimspeki á sér 2600 ára langa sögu frá fornöld fram á okkar daga. Eðlilegast er samt að skipta sögu grískrar heimspeki í fjögur megintímabil. Fyrsta tímabilið, heimspeki fornaldar, hefst á fyrri hluta 6. aldar f.Kr. og nær að minnsta kosti til ársins 529 e.Kr. en þá létJústiníanus I, keisari austrómverska r...

category-iconHeilbrigðisvísindi

Hvað er geðveiki?

Þegar talað er um geðveiki er oftast átt við geðklofa og geðhvarfasýki. Einkenni geðveiki eru alvarlegar andlegar truflanir, svo sem ranghugmyndir eða ofskynjanir og skert raunveruleikaskyn. Þetta er nær alltaf svo alvarlegt að hinn sjúki getur ekki lifað eðlilegu lífi og þarf því að dveljast á geðdeild í mislanga...

category-iconHugvísindi

Hvenær komu handritin aftur til Íslands og var það sjálfsagt mál að fá þau hingað?

Spurningin hljómaði svona í heild sinni: Hvenær komu handritin aftur til Íslands og hvað varð til þess að þau komu heim á ný? Eru fleiri handrit enn í Kaupmannahöfn? Undir lok 16. aldar uppgötvuðu fræðimenn í Danmörku og Svíþjóð að á Íslandi væri að finna handrit að sögum sem vörðuðu fjarlæga fortíð þessara l...

category-iconStjarnvísindi: alheimurinn

Hvað getið þið sagt okkur um risasjónaukana í Atacama-eyðimörkinni í Síle?

Very Large Telescope (VLT) eru fjórir 8,2 metra breiðir stjörnusjónaukar í Paranal-stjörnustöðinni, starfræktir af ESO (European Southern Observatory, ísl. Stjörnustöð Evrópulanda á suðurhveli). Paranal-stjörnustöðin er í 2.635 metra hæð yfir sjávarmáli í Atacama-eyðimörkinni í Síle, um 120 km suður af Antofagasta...

category-iconLífvísindi: mannslíkaminn

Nær maður að taka inn eitthvað af steinefnum eftir hálftíma bað í steinefnabættu vatni?

Húð landspendýra eins og mannsins virkar sem varnarmúr og kemur í veg fyrir að of mikið af vatni og lífsnauðsynlegum steinefnum tapist út í umhverfið. Húðin er samsett úr tveimur lögum; leðri (dermis) og yfirhúð (epidermis). Yfirhúðin er lagskipt en ysta lagið, hornlag (stratum corneum) er langsamlega þéttast og á...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Af hverju er ekki til formúla fyrir lausnum fimmta stigs jöfnu?

Áður en við svörum spurningunni skulum við gera grein fyrir helstu hugtökunum sem koma fyrir í henni, svo það sé öruggt að við séum öll að tala um sömu hlutina. Að leysa jöfnur af því tagi sem spurt er um þýðir að finna núllstöðvar margliðu, en það eru föll af gerðinni \[P(x)=a_{n}x^{n}+a_{n-1}x^{n-1}+...+a_{1}x+...

Fleiri niðurstöður