Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 2516 svör fundust
Af hverju er krónumynt enn gefin út á Íslandi?
Spurningin í fullri lengd var: Hér um árið var loksins hætt að gefa út hina vitagagnslausu aura, svo hvers vegna er krónumyntin (sem í dag er alveg jafn gagnslaus og ónothæf, ekki einu sinni sjálfsalar taka krónur!) ennþá gefin út með tilheyrandi kostnaði fyrir samfélagið? Þótt ekki sé hægt að kaupa mikið f...
Hvers vegna er Suðurskautslandið talið heimsálfa en ekki norðurskautið?
Ástæða þess að Suðurskautslandið er talið heimsálfa en norðurskautið ekki, er sú að hið fyrrnefnda er meginland en hið síðarnefnda hafsvæði. Eins og fram kemur í svari sama höfundar við spurningunni Hvernig eru nöfn heimsálfanna til komin? hefur gengið erfiðlega að finna skilgreiningu á hugtakinu heimsálfa. Þa...
Hvar eru vöðin sem getið er í Laxdælu að Þorgils Hölluson og fleiri hafi farið um, Eyjavað yfir Norðurá og Bakkavað yfir Hvítá?
Eyjarvað á Norðurá hefur ýmist verið talið það sama og Hólmavað eða Hábrekknavað (sjá Íslenzk fornrit V (1934), bls. 184nm.; Mýra- og Borgarfjarðarsýslur. Sýslu- og sóknalýsingar Hins ísl. bókmenntafélags 1839-1873. Guðrún Ása Grímsdóttir og Björk Ingimundardóttir sáu um útgáfuna. Sögufélag og Örnefnastofnun Íslan...
Hvað er Hóp djúpt?
Hópið telst sjötta stærsta vatn landsins, tæplega 30 ferkílómetrar að flatarmáli. Mesta dýpt þess er 8,5 m. Heimild: Íslenska alfræðiorðabókin, Örn og Örlygur, Reykjavík 1990....
Hvers konar sýki er kvellisýki og hvenær kom orðið fyrst fram?
Kvellisýki er smálasleiki en eldri eru orðin kvellisótt og kvelling um hið sama sem bæði koma fyrir í fornu máli. Lýsingarorðið kvellisjúkur kemur til dæmis fyrir í Egils sögu þar sem Kveld-Úlfur, segir við menn sína: „hefi eg“, sagði hann, „ekki kvellisjúkur verið, en ef svo fer, sem mér þykir líklegast, að ...
Hver var Zaraþústra?
Zaraþústra var spámaður í Persíu, þar sem nú er Íran. Hann var upphafsmaður þeirra trúarbragða sem kennd eru við hann, Zaraþústratrúar. Ekki er með öllu ljóst hvenær Zaraþústra var uppi og hafa ártöl allt frá 6000 til 600 fyrir okkar tímatal verið nefnd. Líklegast þykir að hann hafi verið uppi einhvern tíma milli ...
Ef íslensk stjórnvöld mundu selja rafmagn um sæstreng til Evrópu mættu þau þá nota mismunandi gjaldskrár og rukka lægra verð af einstaklingum og fyrirtækjum hér á landi en í Evrópu?
Tekið skal fram strax í upphafi að íslensk stjórnvöld selja ekki rafmagn. Landsvirkjun, stærsta orkufyrirtæki landsins, er 100% í eigu íslenska ríkisins (0,1% félagsins er í eigu einkahlutafélags sem er 100% í eigu íslenska ríkisins en 99,9% félagsins eru í beinni eigu ríkisins) (lög um Landsvirkjun nr. 42/1983). ...
Hvenær varð íslenskt rapp til og hver er saga þess?
Rapptónlist barst afar seint til Íslands, ólíkt til að mynda íslensku dauðarokki, sem skaut rótum nánast samhliða viðlíka hræringum erlendis. Það er velþekkt staðreynd að pönkið kom seint til Íslands; hér sprakk það út 1981 en hafði þá verið í fullum gangi í Bretlandi og Bandaríkjunum fjórum árum fyrr. Íslenska ra...
Hvers vegna er bókstafurinn z notaður til að tákna svefn í myndasögum?
Zeta er 33. stafur íslenska stafrófsins, á eftir fylgja þ, æ, ö, en í fjölmörgum nútímastafrófum, til dæmis í því franska, þýska, ítalska og enska er zetan síðasti bókstafurinn. Í stafrófi Fönikíumanna, Grikkja og Rómverja til forna var zetan sjöundi bókstafurinn. Um 250 f. Kr. var zetan felld úr stafrófi Rómverja...
Hvað er rétt málfræði?
Svarið við þessari spurningu er ekki einfalt þar sem fræðimenn og aðrir eru ekki alltaf sammála um hvað sé rétt málfræði tungumáls. Það á oftast við um einstök atriði, svo sem beygingu einstakra orða, ef um beygingarmál er að ræða, en um meginatriðin eru menn yfirleitt sammála. Þegar tungumál er rannsakað og má...
Eru til íslensk nöfn á rússnesku borgirnar sem verður spilað í á HM 2018?
Heimsmeistaramót landsliða í knattspyrnu karla verður haldið í Rússlandi sumarið 2018. Íslenska karlalandsliðið keppir þar í fyrsta sinn á lokamóti HM. Rússneska er rituð með kyrillísku letri eða stafrófi en ekki latnesku eins og til að mynda íslenska. Umrita þarf því rússnesk heiti og nöfn yfir á íslenskt staf...
Á mínum vinnustað er ekki eining um hvað sé ull og hvað sé lopi, getið þið greitt úr þessu?
Öll spurningin hljóðaði svona: Komið þið sæl. Á mínum vinnustað er alls ekki eining um hvað sé skilgreint sem ull og hvað sé skilgreint sem lopi. Er öll ull lopi eða er allur lopi ull? Er til dæmis til merinó-lopi úr merinó-ull? Kv. Óli Már. Í stuttu máli er má segja að allur lopi sé ull en öll ull er ekki lo...
Getur ferðaþjónustan sent reikning á ríkið vegna „aflabrests“?
Spurningin í fullri lengd hljómaði svona: Getur ferðaþjónustan ekki sent reikning til ríkisins vegna aflabrest eins og útgerðir gera, eins og þegar loðnan lét ekki sjá sig við Íslandsstrendur og ég held makríll líka. Á sömu forsendum er ég að meina. Við gerum ráð fyrir að spyrjandi sé að vísa til skaðabótakrafn...
Hversu stór hluti Íslands er hálendur?
Hálendi er skilgreint sem sá hluti lands sem er hærri en 200 metrar yfir sjávarmáli. Þrír fjórðu hlutar Íslands teljast vera hálendi. Heimild: Íslenska alfræðiorðabókin, Örn og Örlygur, Reykjavík 1990....
Hvað er þetta 'kas' þegar konur eru kasólettar?
Forliðurinn kas- er notaður í fáeinum orðum samkvæmt ritmálsskrá Orðabókar Háskólans. Þessi orð eru kasbomm, kasheitur, kashlaðinn og kasmekktur, auk kasóléttur. Kasbomm er notað í sömu merkingu og kasóléttur, það er um konu sem komin er langt á leið, en bomm er í óformlegu tali notað um barnshafandi konu. K...