Getur ferðaþjónustan ekki sent reikning til ríkisins vegna aflabrest eins og útgerðir gera, eins og þegar loðnan lét ekki sjá sig við Íslandsstrendur og ég held makríll líka. Á sömu forsendum er ég að meina.Við gerum ráð fyrir að spyrjandi sé að vísa til skaðabótakrafna sjö útgerða á hendur íslenska ríkinu sem sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra greindi frá á Alþingi.[1] Ef svo er þá er stutta svarið við spurningunni einfaldlega: Nei, ferðaþjónustan getur ekki gert kröfu um skaðabætur frá íslenska ríkinu vegna „aflabrests“ í ferðaþjónustu. Munurinn á þeim kröfum og hugsanlegri kröfu aðila í ferðaþjónustu er að útgerðarfélögin fengu minni afla úthlutað en þau áttu rétt á samkvæmt lögum sem giltu um það efni. Lögin kváðu á um tilteknar aflaheimildir til makrílveiða á tilteknu tímabili en þessar heimildir voru síðar takmarkaðar á ólögmætum grundvelli af stjórnvöldum með reglugerðum. Hæstiréttur dæmdi íslenska ríkið skaðabótaskylt vegna þessara reglugerða.
- ^ 1230/150 svar: skaðabótakröfur vegna úthlutunar á heimildum til veiða á makríl - Þingtíðindi - Alþingi. (Sótt 10.09.2020).
- Alþingi. Lög um fiskveiðar utan lögsögu Íslands . (Sótt 08.06.2020).
- Alþingi. Svar sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra við fyrirspurn frá Þorgerði K. Gunnarsdóttur um skaðabótakröfur vegna úthlutunar á heimildum til veiða á makríl. (Sótt 08.06.2020).
- Hæstiréttur. Dómar í málum númer 508 og 509 frá 2018. Sótt 08.06.2020.
- Reglugerðarsafn. Reglugerð um stjórn makrílveiða íslenskra fiskiskipa árið 2011. (Sótt 08.06.2020).
- File:The Blue Lagoon, Iceland (22111273209).jpg - Wikimedia Commons. (Sótt 9.09.2020). Myndina tók Bryan Ledgard og hún er birt undir leyfinu Creative Commons — Attribution 2.0 Generic — CC BY 2.0.