Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 494 svör fundust
Hvaða skordýr á Íslandi henta vel í matseld?
Í heild hljóðaði spurningin svona:Sameinuðu þjóðirnar hvetja fólk til að auka neyslu á skordýrum. Hvaða skordýr á Íslandi henta vel í matseld? Er eitthvað sem ber að varast? Skordýr sem fæða handa mönnum komust almennilega á dagskrá í hinum vestræna heimi eftir útgáfu skýrslu Matvæla- og landbúnaðarstofnunar S...
Var COVID-19-veiran búin til á rannsóknastofu í Wuhan og sett saman úr SARS og HIV?
Öll spurningin hljóðaði svona: Hvað með þær sögusagnir að COVID-19 veiran eigi sér uppruna á rannsóknastofu þar sem þróun sýklahernaðar hefur verið í gangi í Wuhan og þar séu margar slíkar rannsóknarstofur? Fleiri sögusagnir herma að COVID-19 veiran sé samansett úr SARS og AIDS-vírusum, er eitthvað til í því? ...
Hvað getið þið sagt mér um pílagrímsför múslima?
Íslamstrú kveður á um það að til að teljast skyldurækinn múslimi þurfi að fara eftir fimm kjarnareglum. Þessar fimm reglur eru einnig nefndar fimm stoðir íslam. Þær eru eftirfarandi:Shahadah, sem er trúarjátning múslima.Salat, bænirnar sem múslimar fara með fimm sinnum á dag.Zakat, skylda múslima til að gefa hluta...
Hver var Guðmundur Kjartansson og hvert var framlag hans til jarðfræðinnar?
Guðmundur Kjartansson (1909–1972)[1] var prestssonur, fæddur að Hruna í Hrunamannahreppi og ólst þar upp til 15 ára aldurs. Gagnfræðaprófi lauk hann frá Flensborgarskóla í Hafnarfirði og stúdentsprófi frá MR 1929. Náttúrufræðikennari við MR var þá Guðmundur G. Bárðarson, áhuga- og áhrifamaður mikill um náttúruvís...
Hvernig myndast kynfrumur?
Upphaflega spurningin var eftirfarandi:Hvernig skapar líkami okkar sáðfrumur? Kynfrumur þroskast í kynkirtlum frá upphafi kynþroska og halda áfram að þroskast fram að tíðahvörfum hjá konum en nokkurn veginn út ævina hjá körlum. Tilurð kynfruma má þó rekja allt til fyrstu vikna fósturþroska rétt eftir hreiðrun f...
Hver var Jón Helgason og hvert var framlag hans til íslenskra fræða?
Jón Helgason (1899-1986) var bráðger á unga aldri, lauk snemma öllum æðstu lærdómsprófum og lifði svo langa ævi að starfsferillinn spannaði nærfellt sjötíu ár. Hann vann mörg og stór verk á flestum sviðum íslenskra fræða allt frá fyrsta skeiði íslenskra mennta og fram á 19. öld. Hann bjó í Kaupmannahöfn nánast all...
Hvað getið þið sagt mér um Wolfgang Amadeus Mozart, í grófum dráttum?
Wolfgang Amadeus Mozart (1756–1791) er frægasta undrabarn sögunnar og einn hæfileikaríkasti tónlistarmaður sem uppi hefur verið. Óperur hans, sinfóníur, konsertar og kórverk eru lykilverk klassíska skeiðsins (þess tímabils tónlistarsögunnar sem varði frá um 1740–1820) og hann er almennt talinn einn mesti tónlistar...
Er rauðvín grennandi?
Í stuttu máli er ekkert sem styður þá fullyrðingu að rauðvín geti verið grennandi. Því hefur verið haldið fram, meðal annars í fjölmiðlum, að rauðvín geti verið grennandi. [1] Ástæðan er sú að efnið resveratról, sem talið er að vinni gegn fitumyndun, mælist í rauðvíni. Ekki er vitað með vissu hvernig efnið vinn...
Getur tónlist stuðlað að róttækni?
Spurning hljóðaði upprunalega svona: Getur tónlist haft áhrif á fólk að það taki þátt í róttækum hóp? (þ.e.a.s að fólk geti hlustað á tónlist og hún hvetji mann til að taka ákvarðanir/fara í hópa með öðru fólki og hafa áhrif)? Upprunalega var spurt um það hvort tónlist geti haft þau áhrif á fólk, að það gangi ...
Eru allir betur settir þegar stór ríkisfyrirtæki eru einkavædd?
Spurningin í heild sinni hljóðaði svo:Eru allir betur settir þegar stór fyrirtæki í eigu ríkisins eru einkavædd? Ef svo er, getið þið lýst nákvæmlega hvernig? Ekki kemur fram hjá spyrjanda hvað átt sé við með hugtakinu „allir“. Ég leyfi mér að gefa mér að átt sé við alla lifandi þegna ríkisins og undanskil löga...
Hvernig er dýralíf í Rússlandi?
Það er hægara sagt en gert að gera almennilega grein fyrir hinu fjölskrúðuga dýralífi sem finnst innan landamæra Rússlands, enda er það stærsta land í heimi. Innan landamæra þess má finna flest helstu þurrlendisvistkerfi jarðar, allt frá túndrum til steppa og laufskóga. Nyrst í landinu eru mikil túndrusvæði. Þar f...
Hvers konar stærðfræði er notuð til að lýsa útbreiðslu veirusjúkdóma?
Þegar faraldur líkt og COVID-19 gengur yfir heimsbyggðina er mjög mikilvægt að geta spáð fyrir um útbreiðslu smita og grípa til aðgerða í samræmi við spárnar. Niðurstöður viðbragðsteymis vegna COVID-19 hjá Imperial College London hafa til að mynda talsvert verið í fjölmiðlum[1] og einnig er starfandi hópur vísinda...
Er það rétt að hátt í 14 þúsund fjölskyldur á Íslandi hafi verið „bornar út á götu“ í kjölfar efnahagshrunsins 2008?
Spurningin í fullri lengd var svona: Er það rétt sem fram kemur Morgunblaðinu 30. apríl 2020 að hátt í 14 þúsund fjölskyldur á Íslandi hafi verið „bornar út á götu“ í kjölfar efnahagshrunsins 2008? Fullyrðingin kemur fram í grein eftir formann Flokks fólksins í Morgunblaðinu þann 30. apríl 2020. Ekki er ge...
Hvers vegna afneita margir loftslagsbreytingum af mannavöldum?
Öll spurningin hljóðaði svona: Hvers vegna afneita margir loftslagsbreytingum af mannavöldum þegar 97% vísindamanna eru sammála um að þær eigi sér stað? Það er ekki rétt að margir afneiti loftslagsbreytingum af mannavöldum, að minnsta kosti ekki hér á landi og í þeim löndum sem við berum okkur helst saman við. ...