Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 5449 svör fundust
Hvernig töldu stóumenn að við gætum orðið dygðug?
Um stóuspeki er fjallað meira í svörum eftir sama höfund við spurningunum Hvað er stóuspeki? og Voru stóumenn skeytingarlausir um allt nema dygðina? Við bendum lesendum á að kynna sér þau svör. Stóumenn voru nauðhyggjumenn og töldu að allt sem gerðist væri fyrirfram ákveðið. Nauðhyggjan var óaðskiljanlegur hlut...
Af hverju getum við ekki drukkið sjó?
Sjór er saltvatn. Í honum eru ýmiss konar sölt en það sem skiptir mestu máli er natrínklóríð sem er hvíta borðsaltið sem allir þekkja. Í hverju kílói af sjó eru gjarnan um 35 grömm af natrínklóðríði en það samsvarar því að sjórinn er 3,5% saltur. Líkamsvökvar okkar eru einnig saltir en selta þeirra er mikið minni,...
Hvernig var menntun í Róm til forna? Var það bara yfirstéttin og drengir sem fengu æskilega menntun?
Menntun Rómverja gat verið nokkuð mismunandi eftir stétt og samfélagsstöðu og tók auk þess breytingum í aldanna rás. Í fyrstu voru börn menntuð heima hjá sér en snemma var farið að fela sérstökum kennurum að mennta börnin. Á 3. öld f.Kr. voru komnir sérstakir barnaskólar sem fólk gat sent börnin í en einnig var al...
Hvað varð um Gavrilo Princip eftir að hann fór í fangelsi?
Bosníu-Serbinn Gavrilo Princip (1894-1918) komst á spjöld sögunnar þegar hann skaut til bana Franz Ferdinand ríkiserfingja Austurríkis og Sófíu eiginkonu hans í Sarajevó þann 28. júní 1914. Princip ætlaði að taka sitt eigið líf strax á eftir en blásýran sem hann reyndi að taka inn virkaði ekki sem skyldi og nærsta...
Hvaða rannsóknir hefur Terry Gunnell stundað?
Terry Gunnell er prófessor í þjóðfræði við Háskóla Íslands og stýrir meistaranámi í norrænni trú í þeirri grein. Á sínum ferli hefur hann skipulagt og kennt námskeið um þjóðsagnafræði, hátíðir, leiki og skemmtanir, norræna trú, sviðslistafræði, Tolkien, leiklist, leiklistarfræði, miðaldaleiklist, nútímaleikhús, I...
Hvað áhrif geta þunglyndislyf haft á kynlíf?
Einkenni þunglyndis geta verið mörg og eitt af þeim getur verið minni löngun í kynlíf. Ef árangur næst með inntöku þunglyndislyfja getur það eitt og sér aukið áhuga á kynlífi á nýjan leik. Þunglyndislyf eru ekki einungis notuð til þess að lækna þunglyndi heldur eru þau einnig notuð sem meðferð við kvíða, áráttu/þr...
Hvað er fjármálalæsi?
Fjármálalæsi felur í sér getu til að greina valkosti í fjármálum, fjalla um peninga án vandkvæða, gera áætlanir til framtíðar og bregðast skynsamlega við breyttum forsendum ákvarðana í fjármálum, þar með talið í efnahagsumhverfinu. Fjármálalæsi byggist á þekkingu, viðhorfum og hegðun og snýst um að geta tekið uppl...
Hvað eru rafrettur og hvernig virka þær?
Rafretta er rafhlöðuknúið úðatæki sem líkir eftir sígarettureykingum. Hún er í þremur hlutum: rafhlöðuhylki, hitari og munnstykki með vökvahylki og skammtahólfi. Vökvinn samanstendur af própýlen glýkóli og/eða glýseróli (sem eru þekkt aukaefni í matvörum) og bragðefnum, með eða án nikótíns sem hægt er að fá allt f...
Hvað hafði Platon að segja um viskuna og þekkinguna?
Í samræðunni Menon er rædd kenning sem er nátengd hugmyndum um ódauðleika og endurfæðingu sálarinnar, en það er upprifjunarkenningin svonefnda. Þeir Sókrates og Menon hafa verið að ræða um dygðina en Menon spyr Sókrates hvernig þeir geti búist við að leit þeirra að skilgreiningu muni bera árangur. Ef þeir þekkja e...
Hvað eru rauðir eldmaurar?
Eldmaurar eru meðal alræmdustu skordýra heims enda stinga þeir bráð sína og geta drepið hana. Ef búi þeirra er raskað hópast eldmaurarnir að innrásaraðilanum og geta valdið honum miklum ama og sársauka, jafnvel þó þar sé um að ræða stór spendýr á borð við menn. Ásamt hermaurum eru eldmaurar þeir maurar sem fólk ót...
Hverjir fremja morð á Íslandi?
Upprunalegu spurningarnar hljóðuðu svona: Hverjir fremja morð og er það rétt að gerendur í morðmálum séu nær alltaf tengdir þeim sem þeir myrða? Í svari sama höfundar við spurningunni Hvað eru að meðaltali framin mörg morð á ári á Íslandi? kemur fram að frá aldamótum 2000 fram á árið 2024 voru alls skráð um...
Er táknmál myndað eins og önnur mál í vinstra heilahvelinu?
Það var á 19. öld, nánar tiltekið árið 1861, sem franski læknirinn Paul Broca (1824-1880) lýsti því yfir að við töluðum með vinstra heilahvelinu og að lítið svæði aftarlega og neðarlega í heilanum stýrði tali. Þetta heilasvæði fékk síðar nafnið Broca-svæði. Sjúklingarnir tveir sem Broca byggði fullyrðingu sína á g...
Hvað heitir maðurinn sem kom með kenningarnar um sjö hæfileikasvið mannsins?
Hér er líklega átt við fjölgreindarkenningu Howards Gardners, prófessors í menntunarfræðum við Harvard-háskóla í Bandaríkjunum. Árið 1983 gaf Gardner út bókina "Frames of Mind: The Theory of Multiple Intelligences" sem vakti mikla athygli. Þar setti hann fram þá kenningu að greind fólks skiptist í eftirfarandi sjö...
Er munur á góðri og skemmtilegri tónlist?
Höfundur þessa svars er mikill aðdáandi Bítlanna. Besta plata þeirra að hans mati er meistaraverkið Sgt. Peppers Lonely Hearts Club Band (1967). Plata sem breytti tónlistarlandslaginu á sínum tíma og er krúnudjásn sveitarinnar, verk sem verður ekki toppað, hvorki af Bítlum né öðrum. En höfundur á líka uppáhalds Bí...
Hvar heldur íslenski lundinn sig á veturna?
Lundi (Fratercula arctica) er sjófugl af ætt svartfugla. Hann er algengur í Norður-Atlantshafi, mörg stór vörp eru í Noregi, Færeyjum og á Bretlandseyjum og einnig eru stór vörp á Íslandi, til dæmis í Vestmannaeyjum. Lundinn lifir stóran hluta ársins úti á reginhafi, allt frá ströndum Kanada, með vesturströnd Evró...